Arna Sif valin best: Það er mjög þægileg orka að ganga inn í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 12:00 Arna Sif Ásgrímsdóttir er besti leikmaður Bestu deildar kvenna 2023 að mati Bestu markanna. S2 Sport Bestu mörkin á Stöð 2 Sport völdu Örnu Sif Ásgrímsdóttur besta leikmann Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar en þetta er annað árið í röð sem Arna Sif fær þessi verðlaun frá þættinum. Helena Ólafsdóttir fékk Örnu Sif í þáttinn til að ræða við sig og sérfræðingana Margréti Láru Viðarsdóttur og Mist Rúnarsdóttur. Arna Sif spilaði lykilhlutverk í miðri vörn Íslandsmeistaranna og skoraði að auki þrjú mörk í leikjunum 23. „Við erum með besta leikmanninn sem við völdum, ég og sérfræðingarnir. Arna Sif Ásgrímsdóttir. Annað árið í röð sem við veljum þig,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Valskonur fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í ár.Vísir/Diego Gleymist oft „Þakka ykkur kærlega fyrir það stelpur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. „Segja svo að við séum með eitthvað blæti fyrir sóknarmönnum,“ skaut Margrét Lára Viðarsdóttir inn í. „Ég er náttúrulega gamall sóknarmaður. Það gleymist oft,“ svaraði Arna Sif létt. Sérfræðingarnir töluðu um að hún hafi skorað minna en í fyrra. „Það er bara þeir sem skora mörkin sem skipta máli. Það er mikilvægt að skora mörk í fótbolta, það segir sig sjálft. En er ekki rétt hjá mér að ég skoraði jafnmikið í ár og í fyrra. Þau komu bara seinna,“ spurði Arna til baka. Heimilislegt á Hlíðarenda „Mér líður ótrúlega vel í Val og alveg frá því að ég kem fyrst 2016. Þetta er svo heimilisleg og það eru allir vinir manns. Það er rosalega vel tekið á móti manni. Það er auðvelt að koma inn í þetta félag og tilheyra hópnum. Það er mjög þægileg orka að ganga inn í,“ sagði Arna Sif en hún gleymir þó ekki rótunum sínum sem eru í Þór. „Ertu að spyrja mig hvort ég sé meiri Valsari en Þórsari? Það er ekki hægt,“ sagði Arna þegar Helena gerði sig líklega til að fá hana til að velja á milli. „Ég er mikill Valsari og Valur á gríðarlega stóran stað í hjarta mínu en ekki stærra en heima. Þorpið bjó mig til,“ sagði Arna. Hún viðurkennir að hún er ekki að horfa á það að komast út í atvinnumennsku. Ánægð þar sem hún er núna „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er það eiginlega ekki. Þetta er orðið pínulítið staðlað svar hjá mér þegar ég er spurð að þessu. Mér líður eins og maður eigi alltaf að vera að hugsa lengra. Margrét var að tala um það áðan að vera ánægður á þeim stað sem maður er á. Ég er bar gríðarlega ánægð þar sem ég er núna,“ sagði Arna. „Ef eitthvað kæmi upp þá myndi ég skoða það en eins og staðan er núna þá er ég bara mjög sátt,“ sagði Arna. Hún býst þó við að enda ferilinn sinn fyrir norðan. „Já ég hugsa að ég endi alltaf þar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið markmiðið en planið kannski. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég horfi til þess núna,“ sagði Arna. Það má horfa á allt viðtalið við Örnu hér fyrir neðan. Klippa: Arna Sif valin best: Þetta er svo heimilislegt í Val og allir vinir manns Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Helena Ólafsdóttir fékk Örnu Sif í þáttinn til að ræða við sig og sérfræðingana Margréti Láru Viðarsdóttur og Mist Rúnarsdóttur. Arna Sif spilaði lykilhlutverk í miðri vörn Íslandsmeistaranna og skoraði að auki þrjú mörk í leikjunum 23. „Við erum með besta leikmanninn sem við völdum, ég og sérfræðingarnir. Arna Sif Ásgrímsdóttir. Annað árið í röð sem við veljum þig,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Valskonur fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í ár.Vísir/Diego Gleymist oft „Þakka ykkur kærlega fyrir það stelpur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. „Segja svo að við séum með eitthvað blæti fyrir sóknarmönnum,“ skaut Margrét Lára Viðarsdóttir inn í. „Ég er náttúrulega gamall sóknarmaður. Það gleymist oft,“ svaraði Arna Sif létt. Sérfræðingarnir töluðu um að hún hafi skorað minna en í fyrra. „Það er bara þeir sem skora mörkin sem skipta máli. Það er mikilvægt að skora mörk í fótbolta, það segir sig sjálft. En er ekki rétt hjá mér að ég skoraði jafnmikið í ár og í fyrra. Þau komu bara seinna,“ spurði Arna til baka. Heimilislegt á Hlíðarenda „Mér líður ótrúlega vel í Val og alveg frá því að ég kem fyrst 2016. Þetta er svo heimilisleg og það eru allir vinir manns. Það er rosalega vel tekið á móti manni. Það er auðvelt að koma inn í þetta félag og tilheyra hópnum. Það er mjög þægileg orka að ganga inn í,“ sagði Arna Sif en hún gleymir þó ekki rótunum sínum sem eru í Þór. „Ertu að spyrja mig hvort ég sé meiri Valsari en Þórsari? Það er ekki hægt,“ sagði Arna þegar Helena gerði sig líklega til að fá hana til að velja á milli. „Ég er mikill Valsari og Valur á gríðarlega stóran stað í hjarta mínu en ekki stærra en heima. Þorpið bjó mig til,“ sagði Arna. Hún viðurkennir að hún er ekki að horfa á það að komast út í atvinnumennsku. Ánægð þar sem hún er núna „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er það eiginlega ekki. Þetta er orðið pínulítið staðlað svar hjá mér þegar ég er spurð að þessu. Mér líður eins og maður eigi alltaf að vera að hugsa lengra. Margrét var að tala um það áðan að vera ánægður á þeim stað sem maður er á. Ég er bar gríðarlega ánægð þar sem ég er núna,“ sagði Arna. „Ef eitthvað kæmi upp þá myndi ég skoða það en eins og staðan er núna þá er ég bara mjög sátt,“ sagði Arna. Hún býst þó við að enda ferilinn sinn fyrir norðan. „Já ég hugsa að ég endi alltaf þar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið markmiðið en planið kannski. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég horfi til þess núna,“ sagði Arna. Það má horfa á allt viðtalið við Örnu hér fyrir neðan. Klippa: Arna Sif valin best: Þetta er svo heimilislegt í Val og allir vinir manns
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira