NATO hótar afdráttarlausum viðbrögðum ef skemmdirnar reynast viljaverk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 08:42 Finnska varðskipið Turva á vettvangi. AP/Lehtikuva Atlantshafsbandalagið hefur heitið afdráttarlausum viðbrögðum ef það kemur í ljós að skemmdir á gasleiðslu sem liggur á milli Finnlands og Eistlands reynast viljaverk. Vangaveltur hafa verið uppi um mögulegt skemmdarverk af hálfu Rússa en Risto Lohi hjá Rannsóknarstofnun Finnlands, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri ástæða til að ætla að skemmdirnar væru af völdum einhvers konar vélbúnaðar en ekki sprengju. Yfirmaður stofnunarinnar, Robin Lardot, sagði að för hefðu fundist á sjávarbotni þar sem skemmdir hefðu orðið á Balticconnector-leiðslunni. Áætlað er að það muni taka í kringum fimm mánuði að gera við leiðsluna, sem þýðir að hún verður ónothæf fram í apríl 2024. Lardot segir rannsókn málsins enn á frumstigum en slæmt veður hefur meðal annars sett strik í reikninginn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að ef skemmdirnar reyndust viljaverk væri um að ræða árás á mikilvæga innviði bandalagsins og að afleiðingarnar yrðu afdráttarlausar aðgerðir af hálfu Nató. Rúmt ár er liðið frá því að Nord Stream 1 og 2 skemmdust í kjölfar sprenginga á hafsbotni. Ekkert hefur verið gefið út opinberlega um sökudólg en rannsóknir blaðamanna virðast benda til aðildar einstaklinga frá Úkraínu. Viðbúnaður var aukinn í Finnlandi í kjölfar þess að fregnir bárust af skemmdunum. Þá var utanríkis- og öryggismálanefnd landsins kölluð saman. Skemmdirnar eru ekki sagðar munu hafa áhrif á orkuöryggi. Varnarmálaráðherrann Antti Häkkänen sagði í Brussel í gær að Finnar kynnu að meta þá aðstoð sem bandamenn þeirra hefðu boðið fram en vildi ekki tjá sig um mögulegar niðurstöður rannsóknarinnar. Utanríkisráðherrann Elina Valtonen sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar um næstu skref fyrir en þær lægju fyrir. Þá sagði Hanno Pevkur, varnarmálaráðherra Eistlands, að rannsakendurnir þyrftu að fá ráðrúm til að ljúka störfum sínum. Svo virðist sem steypt hlíf hafi verið brotin eða rifin af leiðslunni, sem lá ekki á réttum stað og reyndist skemmd á einni hlið. Finnskur sérfræðingur sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn YLE að mögulega hefði stórt skip dregið akkeri sitt yfir leiðsluna, annað hvort viljandi eða óviljandi. Finnskir miðlar hafa greint frá því að fimm stór skip, þar á meðal flutningskip frá Panama og fjögur olíuflutningaskip, hafi verið í nálægð við leiðsluna skömmu áður en hún fór að leka. Eitt olíuskipanna var frá Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Eistland NATO Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um mögulegt skemmdarverk af hálfu Rússa en Risto Lohi hjá Rannsóknarstofnun Finnlands, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri ástæða til að ætla að skemmdirnar væru af völdum einhvers konar vélbúnaðar en ekki sprengju. Yfirmaður stofnunarinnar, Robin Lardot, sagði að för hefðu fundist á sjávarbotni þar sem skemmdir hefðu orðið á Balticconnector-leiðslunni. Áætlað er að það muni taka í kringum fimm mánuði að gera við leiðsluna, sem þýðir að hún verður ónothæf fram í apríl 2024. Lardot segir rannsókn málsins enn á frumstigum en slæmt veður hefur meðal annars sett strik í reikninginn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að ef skemmdirnar reyndust viljaverk væri um að ræða árás á mikilvæga innviði bandalagsins og að afleiðingarnar yrðu afdráttarlausar aðgerðir af hálfu Nató. Rúmt ár er liðið frá því að Nord Stream 1 og 2 skemmdust í kjölfar sprenginga á hafsbotni. Ekkert hefur verið gefið út opinberlega um sökudólg en rannsóknir blaðamanna virðast benda til aðildar einstaklinga frá Úkraínu. Viðbúnaður var aukinn í Finnlandi í kjölfar þess að fregnir bárust af skemmdunum. Þá var utanríkis- og öryggismálanefnd landsins kölluð saman. Skemmdirnar eru ekki sagðar munu hafa áhrif á orkuöryggi. Varnarmálaráðherrann Antti Häkkänen sagði í Brussel í gær að Finnar kynnu að meta þá aðstoð sem bandamenn þeirra hefðu boðið fram en vildi ekki tjá sig um mögulegar niðurstöður rannsóknarinnar. Utanríkisráðherrann Elina Valtonen sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar um næstu skref fyrir en þær lægju fyrir. Þá sagði Hanno Pevkur, varnarmálaráðherra Eistlands, að rannsakendurnir þyrftu að fá ráðrúm til að ljúka störfum sínum. Svo virðist sem steypt hlíf hafi verið brotin eða rifin af leiðslunni, sem lá ekki á réttum stað og reyndist skemmd á einni hlið. Finnskur sérfræðingur sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn YLE að mögulega hefði stórt skip dregið akkeri sitt yfir leiðsluna, annað hvort viljandi eða óviljandi. Finnskir miðlar hafa greint frá því að fimm stór skip, þar á meðal flutningskip frá Panama og fjögur olíuflutningaskip, hafi verið í nálægð við leiðsluna skömmu áður en hún fór að leka. Eitt olíuskipanna var frá Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Eistland NATO Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira