Erlent

Vaktin: Ástandið og árásirnar verri en áður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa
Íbúar Gasastrandarinnar leita í rústum húss. Þeir segja árásir Ísraelsmanna vera verri en áður.
Íbúar Gasastrandarinnar leita í rústum húss. Þeir segja árásir Ísraelsmanna vera verri en áður. AP/Fatima Shbair

Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir.

Átökin hófust snemma á laugardagsmorgun þegar Hamas-skamtökin gerðu loftárásir á Ísrael og vígamenn þeirra brutust út um víggirt landamæri strandarinnar og réðust á bæi Ísraelsmanna.

Varnarmálaráðherra Ísraels segir að að búið sé að tryggja öryggi í Ísrael og nú sé komið að því að snúa vörn í sókn. Í samtali við hermenn nærri Gasaströndinni hét hann því að svæðið yrði aldrei aftur eins og það var. 

Ísraelsk stjórnvöld hafa skrúfað fyrir rafmagn og vatn til Gasa og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Rétt er að geta þess að Ísraelsmenn stjórna nær alfarið allri umferð til og frá svæðinu, bæði úr lofti, landi og sjó. Gasaströndin hefur jafnframt landamæri í suðri að Egyptalandi en Ísraelsmenn hafa hótað að sprengja allar birgðir sem fluttar gætu verið til Gasa í gegn um þau.

Hér fyrir neðan má horfa á beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni. 

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×