Vaktin: Ástandið og árásirnar verri en áður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. október 2023 21:00 Íbúar Gasastrandarinnar leita í rústum húss. Þeir segja árásir Ísraelsmanna vera verri en áður. AP/Fatima Shbair Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín á Gasaströndinni og ekkert lát er á loftárásum Ísraelsmanna. 2,3 milljónir manna búa á Gasaströndinni, um helmingur er börn. Meira en þúsund Ísraelsmenn og um 900 Palestínumenn hafa verið drepnir. Átökin hófust snemma á laugardagsmorgun þegar Hamas-skamtökin gerðu loftárásir á Ísrael og vígamenn þeirra brutust út um víggirt landamæri strandarinnar og réðust á bæi Ísraelsmanna. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að að búið sé að tryggja öryggi í Ísrael og nú sé komið að því að snúa vörn í sókn. Í samtali við hermenn nærri Gasaströndinni hét hann því að svæðið yrði aldrei aftur eins og það var. Ísraelsk stjórnvöld hafa skrúfað fyrir rafmagn og vatn til Gasa og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Rétt er að geta þess að Ísraelsmenn stjórna nær alfarið allri umferð til og frá svæðinu, bæði úr lofti, landi og sjó. Gasaströndin hefur jafnframt landamæri í suðri að Egyptalandi en Ísraelsmenn hafa hótað að sprengja allar birgðir sem fluttar gætu verið til Gasa í gegn um þau. Hér fyrir neðan má horfa á beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Átökin hófust snemma á laugardagsmorgun þegar Hamas-skamtökin gerðu loftárásir á Ísrael og vígamenn þeirra brutust út um víggirt landamæri strandarinnar og réðust á bæi Ísraelsmanna. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að að búið sé að tryggja öryggi í Ísrael og nú sé komið að því að snúa vörn í sókn. Í samtali við hermenn nærri Gasaströndinni hét hann því að svæðið yrði aldrei aftur eins og það var. Ísraelsk stjórnvöld hafa skrúfað fyrir rafmagn og vatn til Gasa og sömuleiðis stöðvað matar- og eldsneytissendingar þangað. Rétt er að geta þess að Ísraelsmenn stjórna nær alfarið allri umferð til og frá svæðinu, bæði úr lofti, landi og sjó. Gasaströndin hefur jafnframt landamæri í suðri að Egyptalandi en Ísraelsmenn hafa hótað að sprengja allar birgðir sem fluttar gætu verið til Gasa í gegn um þau. Hér fyrir neðan má horfa á beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira