Enski boltinn

Eiginkona Sir Alex Ferguson látin

Valur Páll Eiríksson skrifar
Þau hjón á góðri stundu.
Þau hjón á góðri stundu. Getty

Cathy Ferguson, eiginkona Sir Alex Ferguson, er látin 84 ára að aldri. 

Ferguson-fjölskyldan staðfesti andlát Cathy í tilkynningu sem send var til fjölmiðla í dag.

„Okkur þykir það mjög miður að staðfesta andlát Lady Cathy Ferguson í gær, hún lætur eftir eiginmann sinn, þrjá syni, tvær systur, tólf barnabörn og eitt barnabarnabarn,“ segir í yfirlýsingunni. „Fjölskyldan biður um næði á þessum tíma.“

Cathy hafði verið gift Sir Alex frá því árið 1966. Þau kynntust þegar þau unnu bæði starfsfólk í ritvélaverksmiðju.

Sir Alex er einn fremsti knattspyrnuþjálfari sögunnar en þegar hann lagði þjálfaraflautuna á hilluna árið 2013 eftir fordæmalausa sigurgöngu lét hann hafa eftir sér:

„Konan mín Cathy hefur verið klettur allan minn feril og veitti mér bæði stöðugleika og hvatningu. Orð duga ekki til að lýsa því hvað þetta hefur þýtt fyrir mig.“

Hún er þá sögð hafa spilað lykilhlutverk í því að fá Sir Alex ofan af því að hætta árið 2002. Hann stýrði Manchester United í ellefu ár eftir það og vann á þeim tíma fjölda titla með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×