Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2023 07:15 Matt Gaetz segir Bandaríkjamenn þegar hafa veitt of miklum fjármunum til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. Ríkisstjórn Biden samþykkti fyrir nokkru að veita sex milljörðum bandaríkjadala til viðbótar í hernaðaraðstoð til Úkraínu en fjárútlátin voru tekin út úr fjárlagapakka sem var samþykktur vestanhafs um helgina til að forða lokun opinberra stofnana og þjónustu. Fjárlagafrumvarpinu hafði fram að því verið haldið í heljargreipum af hóp þingmanna á hægri væng Repúblikanaflokksins og komst aðeins í gegn með stuðningi Demókrata. Biden ítrekaði í gær að þetta breytti því ekki að Bandaríkin myndu áfram standa þétt við bak Úkraínu og sagði hann raunar að það mætti ekki undir neinum kringumstæðum gerast að hnökrar yrðu á stuðningnum. „Ég fullvissa Úkraínu um að við náum þangað, að við komum þessu í gegn,“ sagði hann um fjárstuðninginn. „Ég vill fullvissa bandmenn Bandaríkjanna um að þeir geta reitt sig á okkar stuðning; við munum ekki hverfa á braut.“ While the majority of Congress has been steadfast in their support for Ukraine, the bipartisan bill has no funding to continue it.We can't allow this to be interrupted.I expect the Speaker to keep his word and secure the passage of support for Ukraine at this critical moment.— President Biden (@POTUS) October 1, 2023 Háttsettir öldungadeildarþingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins gáfu einnig út yfirlýsingar þess efnis að þeir myndu tryggja að fjárstuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu myndi halda áfram. Þingmenn innan fyrrnefnds „uppreisnarhóps“ innan Repúblikanaflokksins voru hins vegar á öðru máli. „Úkraína er ekki 51. ríkið,“ sagði Marjorie Taylor-Green, þingkona Georgíu. Þá sagði Matt Gaetz, þingmaður Flórída, að þau fjárútlát sem hefðu þegar verið samþykkt væru einhvers staðar á bilinu „meira en nóg og alltof mikið“. Gaetz hefur heitið því að koma Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar þingsins, frá eftir að McCarthy komst að málamiðlun við Demókrata til að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn um helgina. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Ríkisstjórn Biden samþykkti fyrir nokkru að veita sex milljörðum bandaríkjadala til viðbótar í hernaðaraðstoð til Úkraínu en fjárútlátin voru tekin út úr fjárlagapakka sem var samþykktur vestanhafs um helgina til að forða lokun opinberra stofnana og þjónustu. Fjárlagafrumvarpinu hafði fram að því verið haldið í heljargreipum af hóp þingmanna á hægri væng Repúblikanaflokksins og komst aðeins í gegn með stuðningi Demókrata. Biden ítrekaði í gær að þetta breytti því ekki að Bandaríkin myndu áfram standa þétt við bak Úkraínu og sagði hann raunar að það mætti ekki undir neinum kringumstæðum gerast að hnökrar yrðu á stuðningnum. „Ég fullvissa Úkraínu um að við náum þangað, að við komum þessu í gegn,“ sagði hann um fjárstuðninginn. „Ég vill fullvissa bandmenn Bandaríkjanna um að þeir geta reitt sig á okkar stuðning; við munum ekki hverfa á braut.“ While the majority of Congress has been steadfast in their support for Ukraine, the bipartisan bill has no funding to continue it.We can't allow this to be interrupted.I expect the Speaker to keep his word and secure the passage of support for Ukraine at this critical moment.— President Biden (@POTUS) October 1, 2023 Háttsettir öldungadeildarþingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins gáfu einnig út yfirlýsingar þess efnis að þeir myndu tryggja að fjárstuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu myndi halda áfram. Þingmenn innan fyrrnefnds „uppreisnarhóps“ innan Repúblikanaflokksins voru hins vegar á öðru máli. „Úkraína er ekki 51. ríkið,“ sagði Marjorie Taylor-Green, þingkona Georgíu. Þá sagði Matt Gaetz, þingmaður Flórída, að þau fjárútlát sem hefðu þegar verið samþykkt væru einhvers staðar á bilinu „meira en nóg og alltof mikið“. Gaetz hefur heitið því að koma Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar þingsins, frá eftir að McCarthy komst að málamiðlun við Demókrata til að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn um helgina.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira