Travis King vísað frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2023 10:58 Senda átti Travis King til Bandaríkjanna eftir að hann slóst við lögregluþjón í Suður-Kóreu. Hann flúði þó til Norður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Yfirvöld í Norður-Kóreu ætla að vísa Travis King, bandarískum hermanni sem flúði til Norður-Kóreu í sumar, úr landi. Hann hefur verið í haldi frá því í júlí. King var handsamaður þegar hann var í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamæri Suður- og Norður-Kóreu. Hermaðurinn hljóp yfir landamærin til Norður-Kóreu og var handsamaður. Ríkismiðill einræðisríkisins, KCNA, segir King hafa verið yfirheyrðan og að hann hafi játað að hafa farið með ólöglegum hætti inn í Norður-Kóreu í júlí. Það á hann að hafa gert vegna reiði sinnar í garð bandaríska hersins vegna rasisma og slæmrar meðferðar. Ekki liggur fyrir hvenær honum verður vísað úr landi, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Þegar hann fór til Norður-Kóreu átti að flytja hann til Bandaríkjanna til að ávíta hann, eftir að hann lenti í áflogum við lögregluþjóna í Suður-Kóreu. Honum tókst að flýja á flugvellinum og kom sér í skoðunarferðina í Panmunjo. Yfirvöld í Norður-Kóreu neituðu í nokkrar vikur að svara fyrirspurnum um King. Afar sjaldgæft er að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Viðræður við Norður-Kóreu hafnar Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem stýra einu landamærastöð Norður- og Suður-Kóreu segjast í samskiptum við yfirvöld í norðri vegna bandarísks hermanns sem hljóp yfir landamærin í síðustu viku. Hingað til höfðu ráðamenn í Pyongyang neitað að taka upp tólið. 24. júlí 2023 13:38 Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20. júlí 2023 23:31 Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. 18. júlí 2023 13:51 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
King var handsamaður þegar hann var í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamæri Suður- og Norður-Kóreu. Hermaðurinn hljóp yfir landamærin til Norður-Kóreu og var handsamaður. Ríkismiðill einræðisríkisins, KCNA, segir King hafa verið yfirheyrðan og að hann hafi játað að hafa farið með ólöglegum hætti inn í Norður-Kóreu í júlí. Það á hann að hafa gert vegna reiði sinnar í garð bandaríska hersins vegna rasisma og slæmrar meðferðar. Ekki liggur fyrir hvenær honum verður vísað úr landi, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Þegar hann fór til Norður-Kóreu átti að flytja hann til Bandaríkjanna til að ávíta hann, eftir að hann lenti í áflogum við lögregluþjóna í Suður-Kóreu. Honum tókst að flýja á flugvellinum og kom sér í skoðunarferðina í Panmunjo. Yfirvöld í Norður-Kóreu neituðu í nokkrar vikur að svara fyrirspurnum um King. Afar sjaldgæft er að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Viðræður við Norður-Kóreu hafnar Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem stýra einu landamærastöð Norður- og Suður-Kóreu segjast í samskiptum við yfirvöld í norðri vegna bandarísks hermanns sem hljóp yfir landamærin í síðustu viku. Hingað til höfðu ráðamenn í Pyongyang neitað að taka upp tólið. 24. júlí 2023 13:38 Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20. júlí 2023 23:31 Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. 18. júlí 2023 13:51 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
Viðræður við Norður-Kóreu hafnar Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem stýra einu landamærastöð Norður- og Suður-Kóreu segjast í samskiptum við yfirvöld í norðri vegna bandarísks hermanns sem hljóp yfir landamærin í síðustu viku. Hingað til höfðu ráðamenn í Pyongyang neitað að taka upp tólið. 24. júlí 2023 13:38
Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20. júlí 2023 23:31
Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. 18. júlí 2023 13:51