Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2023 13:51 Þorpið Panmunjon er víggirt en þar standa hermenn vörð sitt hvoru megin við landamæri Norður- og Suðu-Kóreu. AP/Kim Hong-Ji Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. Þar var hann handsamaður og segjast Sameinuðu þjóðirnar eiga í viðræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu um manninn. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er um lágt settan hermann að ræða sem var í þorpinu á einkavegum og var ekki einkennisklæddur. Hann er sagður hafa farið viljandi yfir landamærin. A U.S. National on a JSA orientation tour crossed, without authorization, the Military Demarcation Line into the Democratic People s Republic of Korea (DPRK). We believe he is currently in DPRK custody and are working with our KPA counterparts to resolve this incident. pic.twitter.com/a6amvnJTuY— United Nations Command / (@UN_Command) July 18, 2023 Mikil spenna er á svæðinu, eins og hefur verið lengi, en bandarískum kafbát sem getur borið kjarnorkuvopn var í dag siglt til hafnar í Busan í Suður-Kóreu. Ráðamenn í Norður-Kóreu eru reiðir vegna heimsóknarinnar, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, frá Suður-Kóreu. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar er afar sjaldgæft að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir. Skrifað var undir samkomulag um vopnahlé í Kóreustríðinu í Panmunjon árið 1953 en um 28 þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. Eitt frægasta atvikið sem hefur átt sér stað í Panmunjon, að undaskilinni heimsókn Donalds Trump og Kim Jong Un til þorpsins, er þegar hermaður frá Norður-Kóreu flúði yfir landamærin undir skothríð frá öðrum hermönnum. Þá voru tveir yfirmenn í bandaríska hernum myrtir í þorpinu árið 1976. Það gerðu hermenn frá Norður-Kóreu vopnaðir öxum. Bandarísku mennirnir voru þá að höggva tré sem skyggði á útsýni frá varðstöð. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. 27. apríl 2023 07:41 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Þar var hann handsamaður og segjast Sameinuðu þjóðirnar eiga í viðræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu um manninn. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er um lágt settan hermann að ræða sem var í þorpinu á einkavegum og var ekki einkennisklæddur. Hann er sagður hafa farið viljandi yfir landamærin. A U.S. National on a JSA orientation tour crossed, without authorization, the Military Demarcation Line into the Democratic People s Republic of Korea (DPRK). We believe he is currently in DPRK custody and are working with our KPA counterparts to resolve this incident. pic.twitter.com/a6amvnJTuY— United Nations Command / (@UN_Command) July 18, 2023 Mikil spenna er á svæðinu, eins og hefur verið lengi, en bandarískum kafbát sem getur borið kjarnorkuvopn var í dag siglt til hafnar í Busan í Suður-Kóreu. Ráðamenn í Norður-Kóreu eru reiðir vegna heimsóknarinnar, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, frá Suður-Kóreu. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar er afar sjaldgæft að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir. Skrifað var undir samkomulag um vopnahlé í Kóreustríðinu í Panmunjon árið 1953 en um 28 þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. Eitt frægasta atvikið sem hefur átt sér stað í Panmunjon, að undaskilinni heimsókn Donalds Trump og Kim Jong Un til þorpsins, er þegar hermaður frá Norður-Kóreu flúði yfir landamærin undir skothríð frá öðrum hermönnum. Þá voru tveir yfirmenn í bandaríska hernum myrtir í þorpinu árið 1976. Það gerðu hermenn frá Norður-Kóreu vopnaðir öxum. Bandarísku mennirnir voru þá að höggva tré sem skyggði á útsýni frá varðstöð.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. 27. apríl 2023 07:41 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30
Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. 27. apríl 2023 07:41
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56