Viðræður við Norður-Kóreu hafnar Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 13:38 Travis King var handsamaður þegar hann hljóp yfir landamærin til Norður-Kóreu á þriðjudaginn í síðustu viku og hefur ekkert frést af honum síðan þá. AP/Ahn Young-joon Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem stýra einu landamærastöð Norður- og Suður-Kóreu segjast í samskiptum við yfirvöld í norðri vegna bandarísks hermanns sem hljóp yfir landamærin í síðustu viku. Hingað til höfðu ráðamenn í Pyongyang neitað að taka upp tólið. Travis King hljóp yfir landamærin á þriðjudaginn í síðustu viku. Þá átti að flytja hann til Bandaríkjanna til að ávíta hann, eftir að hann lenti í áflogum við lögregluþjóna í Suður-Kóreu. Honum tókst að flýja á flugvellinum og kom sér í skoðunarferð um þorpið Panmunjom á sameiginlega öryggissvæðinu svokallaða við landamærin. Þar hljóp hann viljandi yfir landamærin og var handsamaður af hermönnum. Síðan þá hefur ekkert frést af honum og yfirvöld í Norður-Kóreu hafa neitað að svara fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna, sem fara með stjórn öryggissvæðisins. Þá hafa ríkismiðlar einræðisríkisins ekkert sagt um hermanninn. AP fréttaveitan hefur eftir breska herforingjanum Andrew Harrison, sem er næstráðandi á öryggissvæðinu, að sambandi hafi náðst við Norður-Kóreumenn og að áhersla á lögð á að fá upplýsingar um King. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig fyrir utan það að segja að hann væri vongóður fyrir viðræðurnar. Afar sjaldgæft er að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir en þær hafa verið stöðvaðar í bili. Mikil spenna er á Kóreuskaga, eins og hefur verið lengi. Undanfarna daga hefur tveimur bandarískum kafbátum verið siglt til hafnar í Suður-Kóreu og nokkrum eldflaugum hefur verið skotið frá Norður-Kóreu, en það er í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Suður-Kórea Norður-Kórea Tengdar fréttir Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20. júlí 2023 23:31 Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. 18. júlí 2023 13:51 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Travis King hljóp yfir landamærin á þriðjudaginn í síðustu viku. Þá átti að flytja hann til Bandaríkjanna til að ávíta hann, eftir að hann lenti í áflogum við lögregluþjóna í Suður-Kóreu. Honum tókst að flýja á flugvellinum og kom sér í skoðunarferð um þorpið Panmunjom á sameiginlega öryggissvæðinu svokallaða við landamærin. Þar hljóp hann viljandi yfir landamærin og var handsamaður af hermönnum. Síðan þá hefur ekkert frést af honum og yfirvöld í Norður-Kóreu hafa neitað að svara fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna, sem fara með stjórn öryggissvæðisins. Þá hafa ríkismiðlar einræðisríkisins ekkert sagt um hermanninn. AP fréttaveitan hefur eftir breska herforingjanum Andrew Harrison, sem er næstráðandi á öryggissvæðinu, að sambandi hafi náðst við Norður-Kóreumenn og að áhersla á lögð á að fá upplýsingar um King. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig fyrir utan það að segja að hann væri vongóður fyrir viðræðurnar. Afar sjaldgæft er að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir en þær hafa verið stöðvaðar í bili. Mikil spenna er á Kóreuskaga, eins og hefur verið lengi. Undanfarna daga hefur tveimur bandarískum kafbátum verið siglt til hafnar í Suður-Kóreu og nokkrum eldflaugum hefur verið skotið frá Norður-Kóreu, en það er í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Suður-Kórea Norður-Kórea Tengdar fréttir Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20. júlí 2023 23:31 Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. 18. júlí 2023 13:51 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. 20. júlí 2023 23:31
Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. 18. júlí 2023 13:51