Aðmírállinn virðist enn á lífi Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2023 11:17 Þetta er ein af myndunum sem varnarmálráðuneyti Rússlands birti í morgun. Í rauða hringnum má sjá aðmírálinn Viktor Sokolov. Úkraínumenn sögðu í gær að hann hefði fallið í stýriflaugaárás á Krímskaga á föstudaginn. Varnarmálaráðuneyti Rússlands Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. Úkraínumenn héldu því fram í gær að Sokolov og rúmlega þrjátíu aðrir yfirmenn í rússneska hernum hefðu fallið í árásinni á föstudaginn. Þar að auki hefðu rúmlega hundrað særst. Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu. Sjá einnig: Segjast hafa fellt yfirmann Svartahafsflota Rússa Myndefni af fundi varnarmálaráðuneytis Rússlands sem á að hafa byrjað í morgun, var birt á samfélagsmiðlum ráðuneytisins í dag. Á því myndefni má sjá Sokolov hlusta á ávarp Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Sokolov er þó ekki á fundinum sjálfum heldur sótti hann með fjarfundarbúnaði. And now video of Shoigu s speech. I think this is now a pretty good proof of life that Sokolov didn t die on the strike on Black Sea Fleet HQ https://t.co/LQBhISLRzs pic.twitter.com/I87sOkmKMU— Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) September 26, 2023 Rússar gerðu í nótt umfangsmiklar árásir á suðurhluta Úkraínu. Þessar árásir virðast hafa beinst að hafnarinnviðum, vöruskemmum og öðru en tugir vörubíla eru sagðir hafa eyðilagst nærri Odessa. Þetta er önnur nóttin í röð sem Rússar gera árásir á þessu svæði. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað 38 dróna til árásanna en 26 þeirra hafi verið skotnir niður. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Að minnsta kosti ein eldflaug hæfði höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krímskaga í morgun. Leppstjóri Rússa í héraðinu, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, birti myndir af höfuðstöðvunum sem eru mikið skemmdar. 22. september 2023 11:47 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Úkraínumenn héldu því fram í gær að Sokolov og rúmlega þrjátíu aðrir yfirmenn í rússneska hernum hefðu fallið í árásinni á föstudaginn. Þar að auki hefðu rúmlega hundrað særst. Að minnsta kosti tvær Storm Shadow stýriflaugar hæfðu höfuðstöðvar flotans í Sevasopol á föstudaginn. Sömu stýriflaugar voru einnig notaðar til að granda Minsk og kafbátnum en árásum Úkraínumanna á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur fjölgað mjög að undanförnu. Sjá einnig: Segjast hafa fellt yfirmann Svartahafsflota Rússa Myndefni af fundi varnarmálaráðuneytis Rússlands sem á að hafa byrjað í morgun, var birt á samfélagsmiðlum ráðuneytisins í dag. Á því myndefni má sjá Sokolov hlusta á ávarp Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Sokolov er þó ekki á fundinum sjálfum heldur sótti hann með fjarfundarbúnaði. And now video of Shoigu s speech. I think this is now a pretty good proof of life that Sokolov didn t die on the strike on Black Sea Fleet HQ https://t.co/LQBhISLRzs pic.twitter.com/I87sOkmKMU— Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) September 26, 2023 Rússar gerðu í nótt umfangsmiklar árásir á suðurhluta Úkraínu. Þessar árásir virðast hafa beinst að hafnarinnviðum, vöruskemmum og öðru en tugir vörubíla eru sagðir hafa eyðilagst nærri Odessa. Þetta er önnur nóttin í röð sem Rússar gera árásir á þessu svæði. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað 38 dróna til árásanna en 26 þeirra hafi verið skotnir niður.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57 Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Að minnsta kosti ein eldflaug hæfði höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krímskaga í morgun. Leppstjóri Rússa í héraðinu, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, birti myndir af höfuðstöðvunum sem eru mikið skemmdar. 22. september 2023 11:47 Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. 22. september 2023 16:57
Hæfðu höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa Að minnsta kosti ein eldflaug hæfði höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krímskaga í morgun. Leppstjóri Rússa í héraðinu, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, birti myndir af höfuðstöðvunum sem eru mikið skemmdar. 22. september 2023 11:47
Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01
Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16