Enski boltinn

Maddison: Aldrei upplifað svona áður

Dagur Lárusson skrifar
James Maddison.
James Maddison. Twittersíða Tottenham

James Maddison, leikmaður Tottenham, segir að það sé eitthvað sérstakt í gangi hjá Tottenham á þessu tímabili.

James Maddison hefur farið gríðarlega vel af stað hjá Tottenham á þessu tímabili eftir að hann kom til liðsins frá Leicester City í sumar. Tottenham mætir Arsenal í Norður Lundúnarslagnum á sunnudaginn.

„Við viljum auðvitað ekki fara fram úr sjálfum okkur. Það er hluti af vinnunni okkar að halda einbeitingunni og halda áfram en ég get ekki logið því ég finn fyrir einhverju sérstöku í gangi hjá félaginu,“ byrjaði Maddison að segja.

„Eftir það hvernig við sigruðum Manchester United og síðan Sheffield á ótrúlegan hátt á laugardaginn þá líður mér svo vel, ég hef aldrei upplifað neitt svona áður,“ hélt Maddison áfram.

Maddison hrósaði einnig þjálfara sínum, Ange Postecoglou, í hásterkt.

„Hann er öðruvísi en allir aðrir þjálfarar sem ég hef unnið með. Hann er ekkert að dansa í kringum hlutina, hann kemur sér strax að efninu og hann er alltaf hreinskilinn og það er það sem þú vilt sem leikmaður,“ endaði James Maddison á að segja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.