Veður

Aukin hætta á aur­skriðum fyrir austan

Árni Sæberg skrifar
Vatnshæð í borholum í hlíðum ofan Eskifjarðar er lág eftir sumarið.
Vatnshæð í borholum í hlíðum ofan Eskifjarðar er lág eftir sumarið. Vísir/Vilhelm

Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður.

Þetta segir í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að nú í morgunsárið taki úrkomuákefð að aukast og gert sé ráð fyrir um 150 millimetra úrkomu á sólarhring en meira en 300 millimetrum á 48 tímum, þar sem mest verður fyrir austan.

Vatnshæð í borholum á Eskifirði og Seyðisfirði sé mjög lág eftir sumarið en létt rigning undanfarna daga hafi gert það að verkum að efsti hluti jarðvegarins er ekki alveg þurr. 

Því ætti jarðvegurinn að geta tekið vel við nokkru magni af úrkomu en úrkomuákefð hafi talsverð áhrif á það hvort vatn nær að hripa niður í jarðveginn en þurr jarðvegur hafi tilhneigingu til að taka verr við ákafri úrkomu. 

Hitastig sé enn þá vel yfir frostmarki og gert sé ráð fyrir að það rigni í fjöll þó gæti sliddað í allra efstu tinda. Gera megi ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum en líkur á aurskriðum aukist við þær aðstæður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×