Íslenski boltinn

„Að eiga mögu­leika að vera á þessum stalli gerir mig mjög stoltan“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni.
Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink

Arnar Gunnlaugsson getur stýrt Víkingum til sigurs í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu á morgun, laugardag. Það yrði hans fjórði bikarmeistaratitill í röð en aðeins Guðjón Þórðarson hefur afrekað það áður hér á landi.

Víkingar hafa unnið bikarinn undanfarin þrjú tímabil sem leikið hefur verið til úrslita í bikarkeppninni. Þeir eru ekkert orðnir þreyttir á því?

„Veistu, maður verður spenntari með hverju árinu. Þetta er mikill forréttinda dagur sem við reynum að njóta frá því þegar maður vaknar og þangað til leikurinn er búinn. Ógeðslega gaman að taka þátt í þessum degi. Að hafa gert þetta svona oft undanfarin ár, maður verður mjög auðmjúkur ef ég á að segja eins og er. En jafnframt mjög gráður að halda áfram að vinna. Hef engar áhyggjur af öðru að strákarnir verði það líka.“

„Held það hjálpi mjög mikið, held það sé ákveðinn „fear factor.“ Gefur okkur forskot, bara ef við erum vel innstilltir og erum ekki að vanmeta andstæðinginn. Sem við munum klárlega ekki gera því KA er með hörkuhörkuhörkulið, hörku einstaklinga og staða liðsins í deildinni gefur ekki alveg rétta mynd miðað við hvað hópurinn er hæfileikaríkur.“

Klippa: Arnar Gunnlaugsson: Að eiga möguleika að vera á þessum stalli gerir mig mjög stoltan

Arnar var spurður út í bikarmeistaratitil númer fjögur og Guðjón Þórðarson, mann sem þjálfaði hann á sínum tíma.

„Guðjón var og er mín hetja í þjálfun, þekki hann mjög vel. Ótrúlegur þjálfari, ég vil meina að hans árangur sé betri þar sem hann vann þetta með tveimur liðum og það er erfiðara,“ sagði Arnar og sagði að ef hann myndi eiga helminginn af þjálfaraferlunum þeirra Guðjóns, Heimi Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar þá væri hans ferill mjög góður.

„Að eiga möguleika að vera á þessum stalli gerir mig mjög stoltan,“ sagði Arnar einnig en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×