Hvetja ríki til að banna inngrip til að stýra veðuröflunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2023 08:57 Sólarupprás í Þýskalandi. epa/Martin Schutt Climate Overshoot Commission, alþjóðleg nefnd sérfræðinga á sviði loftslagsmála, hvetur stjórnvöld heims til að heimila vísindarannsóknir á inngripum í náttúrulega ferla á borð við veðrabreytingar en banna framkvæmd þeirra. Umrædd inngrip, nefnd „geoengineering“ á ensku, eru afar umdeild en áhugi á þeim hefur farið vaxandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á veðurfar. Athygli vekur að tillaga sérfræðinganna nær ekki til föngunar kolefnis úr andrúmsloftinu, sem þeir þvert á móti hvetja til. Þá kalla þeir eftir því að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt og að auknu fjármagni verði varið í að aðlaga samfélagið að áhrifum öfgafullra veðurviðburða. Rannsóknirnar sem sérfræðingarnir vísa til ná meðal annars til tilrauna til að takmarka magn sólargeisla á jörðina, til dæmis með því að stuðla að aukinni endurvörpun skýja eða með speglum í geimnum. Þeir segja hins vegar alltof hættulegt að framkvæmda inngrip af þessu tagi að svo stöddu, vegna ónógrar þekkingar á því hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér. Guardian hefur eftir Pascal Lamy, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og núverandi stjórnarformanni sérfræðinganefndarinnar, að það sé ekki útilokað að það takist að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en líkurnar á því að það takist ekki séu að aukast. „Þetta veltur á því hvað við gerum,“ segir hann. Tilraunir með áhrif sólar á jörðina séu hins vegar ekki fýsilegar og að grípa verði til aðgerða nú þegar sum ríki séu farin að kanna möguleikann á eigin spýtur. Lamy hvetur ríki heims til að ákveða hvert fyrir sig að banna tilraunastarfsemi af þessu tagi í stað þess að bíða eftir alþjóðlegu og samstilltu átaki. „Það er mín reynsla að það sé tímafrekt,“ segir hann. Rannsóknir á mögulegum inngripum í náttúruöflin ættu að vera gagnsæjar og niðurstöðurnar opnar öllum. Loftslagsmál Veður Tækni Vísindi Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Sjá meira
Umrædd inngrip, nefnd „geoengineering“ á ensku, eru afar umdeild en áhugi á þeim hefur farið vaxandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á veðurfar. Athygli vekur að tillaga sérfræðinganna nær ekki til föngunar kolefnis úr andrúmsloftinu, sem þeir þvert á móti hvetja til. Þá kalla þeir eftir því að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt og að auknu fjármagni verði varið í að aðlaga samfélagið að áhrifum öfgafullra veðurviðburða. Rannsóknirnar sem sérfræðingarnir vísa til ná meðal annars til tilrauna til að takmarka magn sólargeisla á jörðina, til dæmis með því að stuðla að aukinni endurvörpun skýja eða með speglum í geimnum. Þeir segja hins vegar alltof hættulegt að framkvæmda inngrip af þessu tagi að svo stöddu, vegna ónógrar þekkingar á því hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér. Guardian hefur eftir Pascal Lamy, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og núverandi stjórnarformanni sérfræðinganefndarinnar, að það sé ekki útilokað að það takist að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en líkurnar á því að það takist ekki séu að aukast. „Þetta veltur á því hvað við gerum,“ segir hann. Tilraunir með áhrif sólar á jörðina séu hins vegar ekki fýsilegar og að grípa verði til aðgerða nú þegar sum ríki séu farin að kanna möguleikann á eigin spýtur. Lamy hvetur ríki heims til að ákveða hvert fyrir sig að banna tilraunastarfsemi af þessu tagi í stað þess að bíða eftir alþjóðlegu og samstilltu átaki. „Það er mín reynsla að það sé tímafrekt,“ segir hann. Rannsóknir á mögulegum inngripum í náttúruöflin ættu að vera gagnsæjar og niðurstöðurnar opnar öllum.
Loftslagsmál Veður Tækni Vísindi Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Sjá meira