Kim heitir Pútín fullum stuðningi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 18:18 Vladimír Pútín og Kim Jong Un virtust ánægðir með að hittast í morgun. AP/Vladimir Smirnov Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. Yfirvöld í Moskvu hafa lítið vilja segja um fundinn og hvað Pútín og Kim töluðu um. Pútín þykir þó líklegur til að vilja fá sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. AP fréttaveitan segir talið að Kim sitji mögulega á tugum milljóna af gömlum sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið, sem framleiddar voru fyrir vopn frá tímum Sovétríkjanna og Rússar gætu notað. Það að kaupa vopn af Norður-Kóreu og útvega ríkinu eldflaugatækni væri í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar komu að því að samþykkja á sínum tíma og hafa stutt í gegnum árin. Rússland er með fast sæti í öryggisráðinu. Í frétt AP segir að slík ákvörðun myndi bæði vera táknrænt fyrir mikla einangrun Pútíns á alþjóðasviðinu eftir innrásina í Úkraínu og auka á hana. Myndbandið hér að neðan er frá því í morgun, áður en fundurinn hófst. Sagðist ætla að hjálpa við þróun gervihnatta Fundurinn fór fram í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, sem þykir táknrænt þar sem Kim er talinn vilja fá aðstoð varðandi þróun eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og þróun njósnagervihnatta. Kim hefur sagt að slíkir gervihnettir séu mikilvægir til að auka getu kjarnorkuvopna hans og eldflauganna sem eiga að bera þau. Kóreumenn hafa gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til að koma njósnagervihnöttum á braut um jörðu að undanförnu. Pútín fór með Kim í skoðunarferð um geimferðamistöðina og töluðu þeir meðal annars um það að senda mann frá Norður-Kóreu út í geim. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC, segir Kim hafa sýnt skoðunarferðinni mikla athygli. Kim Jong Un told Vladimir Putin that Russia will win a "great victory" over its enemies. But will he be supplying munitions to help Moscow achieve that? Our @BBCNews report on the Putin-Kim summit. Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/vdgvXgJShr— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) September 13, 2023 Í frétt Reuters er vísað í rússneska ríkismiðla þar sem Pútín var spurður um það hvort Rússar myndu hjálpa Norður-Kóreu við þróun gervihnatta. „Þess vegna komum við hingað,“ sagði Pútín. Kim er einnig sagður ætla að skoða hergagnaverksmiðjur og flugvélaverksmiðju í Komsomolsk og skoða Kyrrahafsflota Rússlands í Vladivostok. Þá gáfu Rússar það út í dag að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, myndi fara til Pyongyangt í Norður-Kóreu í næsta mánuði. Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49 Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Yfirvöld í Moskvu hafa lítið vilja segja um fundinn og hvað Pútín og Kim töluðu um. Pútín þykir þó líklegur til að vilja fá sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. AP fréttaveitan segir talið að Kim sitji mögulega á tugum milljóna af gömlum sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið, sem framleiddar voru fyrir vopn frá tímum Sovétríkjanna og Rússar gætu notað. Það að kaupa vopn af Norður-Kóreu og útvega ríkinu eldflaugatækni væri í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar komu að því að samþykkja á sínum tíma og hafa stutt í gegnum árin. Rússland er með fast sæti í öryggisráðinu. Í frétt AP segir að slík ákvörðun myndi bæði vera táknrænt fyrir mikla einangrun Pútíns á alþjóðasviðinu eftir innrásina í Úkraínu og auka á hana. Myndbandið hér að neðan er frá því í morgun, áður en fundurinn hófst. Sagðist ætla að hjálpa við þróun gervihnatta Fundurinn fór fram í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, sem þykir táknrænt þar sem Kim er talinn vilja fá aðstoð varðandi þróun eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og þróun njósnagervihnatta. Kim hefur sagt að slíkir gervihnettir séu mikilvægir til að auka getu kjarnorkuvopna hans og eldflauganna sem eiga að bera þau. Kóreumenn hafa gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til að koma njósnagervihnöttum á braut um jörðu að undanförnu. Pútín fór með Kim í skoðunarferð um geimferðamistöðina og töluðu þeir meðal annars um það að senda mann frá Norður-Kóreu út í geim. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC, segir Kim hafa sýnt skoðunarferðinni mikla athygli. Kim Jong Un told Vladimir Putin that Russia will win a "great victory" over its enemies. But will he be supplying munitions to help Moscow achieve that? Our @BBCNews report on the Putin-Kim summit. Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/vdgvXgJShr— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) September 13, 2023 Í frétt Reuters er vísað í rússneska ríkismiðla þar sem Pútín var spurður um það hvort Rússar myndu hjálpa Norður-Kóreu við þróun gervihnatta. „Þess vegna komum við hingað,“ sagði Pútín. Kim er einnig sagður ætla að skoða hergagnaverksmiðjur og flugvélaverksmiðju í Komsomolsk og skoða Kyrrahafsflota Rússlands í Vladivostok. Þá gáfu Rússar það út í dag að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, myndi fara til Pyongyangt í Norður-Kóreu í næsta mánuði.
Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49 Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58
Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49
Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56