Á flótta í tæpar tvær vikur og nú vopnaður Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 00:00 Um fimm hundruð lögregluþjónar leita morðingja sem slapp úr fangelsi fyrir tæpum tveimur vikum. AP/Matt Rourke Dæmdur morðingi sem gengið hefur laus í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í tæpar tvær vikur er vopnaður. Hann er sagður hafa fundið riffil í skúr sem hann fór inn í. Maðurinn, sem heitir Daneolo Cavalcante og er 34 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 2021. Hann er einnig sagður hafa myrt mann í Brasilíu árið 2017. Móðir hans, býr í Brasilíu, segir að engum stafi ógn af honum. og að hann hafi í gegnum lífstíðina orðið góður í því að standa á eigin fótum og lifa af á litlu, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ótrúlegan hátt Cavalcante slapp úr fangelsi þann 31. ágúst og hefur gengið laus síðan, þrátt fyrir að hundruð lögregluþjóna hafa leitað hans. Það hvernig hann slapp úr fangelsi vakti á sínum tíma mikla athygli en honum tókst að klifra upp á þak fangelsisins á ótrúlegan hátt. AP fréttaveitan segir Cavalcante hafa stolið riffli úr skúr sem hann braust í á dögunum. Riffillinn er .22 kalibera og hann stal einnig skotfærum. Eigandi hússins sá hann og skaut á hann úr skammbyssu en Cavalcante komst undan á hlaupum. Maðurinn segist ekki telja að hann hafi hæft strokufangann. Svæðið sem hann felur sig á er mjög strjálbýlt og skógi vaxið en forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja að hann muni finnast. Við leitina er notast við hesta, hunda, þyrlur og jafnvel brynvarða bíla en svæðið sem um ræðir er um 26 ferkílómetrar. Lögreglan segir að það gæti tekið langan tíma að leita á öllu þessu svæði. Áður en leitin á þessu svæði hófst, hafði Cavalcante verið króaður af á um þrettán ferkílómetra svæði sunnar í Pennsylvaníu. Honum tókst þó að flýja þaðan á mjólkurbíl sem hann fann ólæstan og þar að auki voru lyklarnir í honum. Tveimur klukkustundum áður en Cavalcante sást í skúrnum, hafði ökumaður bíls tilkynnt grunsamlegan mann í felum við veg. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir fótspor og skó Cavalcante úr fangelsisins. Þá hafði borist tilkynning um að skóm hefði verið stolið á svæðinu. Íbúar sem búa þar sem leitin stendur yfir hafa sagt blaðamönnum að þeir skilji ekki af hverju leitin taki svo mikinn tíma. Þau eiga erfitt með svefn og þá að hluta af ótta við Cavalcante en einnig vegna láta frá leitinni. Áhugasamir geta fylgst með beinni útsendingu héraðsmiðilsins Fix 29 í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Daneolo Cavalcante og er 34 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 2021. Hann er einnig sagður hafa myrt mann í Brasilíu árið 2017. Móðir hans, býr í Brasilíu, segir að engum stafi ógn af honum. og að hann hafi í gegnum lífstíðina orðið góður í því að standa á eigin fótum og lifa af á litlu, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ótrúlegan hátt Cavalcante slapp úr fangelsi þann 31. ágúst og hefur gengið laus síðan, þrátt fyrir að hundruð lögregluþjóna hafa leitað hans. Það hvernig hann slapp úr fangelsi vakti á sínum tíma mikla athygli en honum tókst að klifra upp á þak fangelsisins á ótrúlegan hátt. AP fréttaveitan segir Cavalcante hafa stolið riffli úr skúr sem hann braust í á dögunum. Riffillinn er .22 kalibera og hann stal einnig skotfærum. Eigandi hússins sá hann og skaut á hann úr skammbyssu en Cavalcante komst undan á hlaupum. Maðurinn segist ekki telja að hann hafi hæft strokufangann. Svæðið sem hann felur sig á er mjög strjálbýlt og skógi vaxið en forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja að hann muni finnast. Við leitina er notast við hesta, hunda, þyrlur og jafnvel brynvarða bíla en svæðið sem um ræðir er um 26 ferkílómetrar. Lögreglan segir að það gæti tekið langan tíma að leita á öllu þessu svæði. Áður en leitin á þessu svæði hófst, hafði Cavalcante verið króaður af á um þrettán ferkílómetra svæði sunnar í Pennsylvaníu. Honum tókst þó að flýja þaðan á mjólkurbíl sem hann fann ólæstan og þar að auki voru lyklarnir í honum. Tveimur klukkustundum áður en Cavalcante sást í skúrnum, hafði ökumaður bíls tilkynnt grunsamlegan mann í felum við veg. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir fótspor og skó Cavalcante úr fangelsisins. Þá hafði borist tilkynning um að skóm hefði verið stolið á svæðinu. Íbúar sem búa þar sem leitin stendur yfir hafa sagt blaðamönnum að þeir skilji ekki af hverju leitin taki svo mikinn tíma. Þau eiga erfitt með svefn og þá að hluta af ótta við Cavalcante en einnig vegna láta frá leitinni. Áhugasamir geta fylgst með beinni útsendingu héraðsmiðilsins Fix 29 í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira