Á flótta í tæpar tvær vikur og nú vopnaður Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 00:00 Um fimm hundruð lögregluþjónar leita morðingja sem slapp úr fangelsi fyrir tæpum tveimur vikum. AP/Matt Rourke Dæmdur morðingi sem gengið hefur laus í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í tæpar tvær vikur er vopnaður. Hann er sagður hafa fundið riffil í skúr sem hann fór inn í. Maðurinn, sem heitir Daneolo Cavalcante og er 34 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 2021. Hann er einnig sagður hafa myrt mann í Brasilíu árið 2017. Móðir hans, býr í Brasilíu, segir að engum stafi ógn af honum. og að hann hafi í gegnum lífstíðina orðið góður í því að standa á eigin fótum og lifa af á litlu, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ótrúlegan hátt Cavalcante slapp úr fangelsi þann 31. ágúst og hefur gengið laus síðan, þrátt fyrir að hundruð lögregluþjóna hafa leitað hans. Það hvernig hann slapp úr fangelsi vakti á sínum tíma mikla athygli en honum tókst að klifra upp á þak fangelsisins á ótrúlegan hátt. AP fréttaveitan segir Cavalcante hafa stolið riffli úr skúr sem hann braust í á dögunum. Riffillinn er .22 kalibera og hann stal einnig skotfærum. Eigandi hússins sá hann og skaut á hann úr skammbyssu en Cavalcante komst undan á hlaupum. Maðurinn segist ekki telja að hann hafi hæft strokufangann. Svæðið sem hann felur sig á er mjög strjálbýlt og skógi vaxið en forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja að hann muni finnast. Við leitina er notast við hesta, hunda, þyrlur og jafnvel brynvarða bíla en svæðið sem um ræðir er um 26 ferkílómetrar. Lögreglan segir að það gæti tekið langan tíma að leita á öllu þessu svæði. Áður en leitin á þessu svæði hófst, hafði Cavalcante verið króaður af á um þrettán ferkílómetra svæði sunnar í Pennsylvaníu. Honum tókst þó að flýja þaðan á mjólkurbíl sem hann fann ólæstan og þar að auki voru lyklarnir í honum. Tveimur klukkustundum áður en Cavalcante sást í skúrnum, hafði ökumaður bíls tilkynnt grunsamlegan mann í felum við veg. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir fótspor og skó Cavalcante úr fangelsisins. Þá hafði borist tilkynning um að skóm hefði verið stolið á svæðinu. Íbúar sem búa þar sem leitin stendur yfir hafa sagt blaðamönnum að þeir skilji ekki af hverju leitin taki svo mikinn tíma. Þau eiga erfitt með svefn og þá að hluta af ótta við Cavalcante en einnig vegna láta frá leitinni. Áhugasamir geta fylgst með beinni útsendingu héraðsmiðilsins Fix 29 í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons „gríðarlega samvinnuþýð“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Daneolo Cavalcante og er 34 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 2021. Hann er einnig sagður hafa myrt mann í Brasilíu árið 2017. Móðir hans, býr í Brasilíu, segir að engum stafi ógn af honum. og að hann hafi í gegnum lífstíðina orðið góður í því að standa á eigin fótum og lifa af á litlu, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ótrúlegan hátt Cavalcante slapp úr fangelsi þann 31. ágúst og hefur gengið laus síðan, þrátt fyrir að hundruð lögregluþjóna hafa leitað hans. Það hvernig hann slapp úr fangelsi vakti á sínum tíma mikla athygli en honum tókst að klifra upp á þak fangelsisins á ótrúlegan hátt. AP fréttaveitan segir Cavalcante hafa stolið riffli úr skúr sem hann braust í á dögunum. Riffillinn er .22 kalibera og hann stal einnig skotfærum. Eigandi hússins sá hann og skaut á hann úr skammbyssu en Cavalcante komst undan á hlaupum. Maðurinn segist ekki telja að hann hafi hæft strokufangann. Svæðið sem hann felur sig á er mjög strjálbýlt og skógi vaxið en forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja að hann muni finnast. Við leitina er notast við hesta, hunda, þyrlur og jafnvel brynvarða bíla en svæðið sem um ræðir er um 26 ferkílómetrar. Lögreglan segir að það gæti tekið langan tíma að leita á öllu þessu svæði. Áður en leitin á þessu svæði hófst, hafði Cavalcante verið króaður af á um þrettán ferkílómetra svæði sunnar í Pennsylvaníu. Honum tókst þó að flýja þaðan á mjólkurbíl sem hann fann ólæstan og þar að auki voru lyklarnir í honum. Tveimur klukkustundum áður en Cavalcante sást í skúrnum, hafði ökumaður bíls tilkynnt grunsamlegan mann í felum við veg. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir fótspor og skó Cavalcante úr fangelsisins. Þá hafði borist tilkynning um að skóm hefði verið stolið á svæðinu. Íbúar sem búa þar sem leitin stendur yfir hafa sagt blaðamönnum að þeir skilji ekki af hverju leitin taki svo mikinn tíma. Þau eiga erfitt með svefn og þá að hluta af ótta við Cavalcante en einnig vegna láta frá leitinni. Áhugasamir geta fylgst með beinni útsendingu héraðsmiðilsins Fix 29 í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons „gríðarlega samvinnuþýð“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira