Fundu vel varðveitt rómversk sverð í helli Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2023 11:21 Sverðin þykja merkilega vel varðveitt eftir um 1.900 ár í helli. AP/Ohad Zwigenberg Fornleifafræðinar í Ísrael tilkynntu í gær að fjögur 1.900 ára gömul rómversk sverð hefðu fundist í helli nærri Dauðahafinu. Sverðin þykja merkilega vel varðveitt eftir veruna í hellinum en auk þeirra fannst spjótsoddur, sem Rómverjar kölluðu pilum. Munirnir fundust fyrir tveimur mánuðum síðan en fornleifafræðingar telja að vopnunum hafi verið komið fyrir í hellinum af uppreisnarmönnum gegn Rómarveldi á fjórða tug annarrar aldar. Þá gerðu gyðingar í Ísrael uppreisn gegn Rómarveldi. Þetta byggir á hvernig sverðin líta út en hin rómversku sverð, sem kallast Gladius, tóku miklum breytingum í gegnum árin. Sverðin hafa ekki verið send í aldursgreiningu enn. Fornleifafræðingar hafa lengi fundið mikið magn vel varðveittra fornminja í hellum nærri Dauðahafinu, þar sem kuldinn, þurrkur og stöðugt andrúmsloft hefur varðveitt lífræn efni vel í gegnum aldirnar. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til að Dauðahafshandritanna sem fundust á síðustu öld en eru frá fyrstu öld fyrir Krist. Sverðin fjögur og spjótsoddurinn sem fundust í helli nærri Dauðahafi.AP/Ohad Zwigenberg Að þessu sinni fór hópur fornleifafræðinga í helli til að rannsaka veggjaskrif sem höfðu fundist þar fyrir nokkrum áratugum. Þá fundu þeir vopnin fyrir tilviljun í dýpstu kimum hellisins. Sérfræðingur í rómverskum fornminjum og hernaðarsögu sagði í samtali við AP að einstaklega sjaldgæft væri að finna rómversk vopn í svo góðu ásigkomulagi. Talið er að þau hafi verið smíðuð í Evrópu og flutt til austurjaðars keisaraveldisins af rómverskum hermönnum. Hann segir að næstu skref verði að aldursgreina þau betur og greina málminn í þeim til að finna nákvæmlega hvar þau voru framleidd og varpa frekara ljósi á sögu þeirra og mannanna sem báru sverðin. Ísrael Fornminjar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Munirnir fundust fyrir tveimur mánuðum síðan en fornleifafræðingar telja að vopnunum hafi verið komið fyrir í hellinum af uppreisnarmönnum gegn Rómarveldi á fjórða tug annarrar aldar. Þá gerðu gyðingar í Ísrael uppreisn gegn Rómarveldi. Þetta byggir á hvernig sverðin líta út en hin rómversku sverð, sem kallast Gladius, tóku miklum breytingum í gegnum árin. Sverðin hafa ekki verið send í aldursgreiningu enn. Fornleifafræðingar hafa lengi fundið mikið magn vel varðveittra fornminja í hellum nærri Dauðahafinu, þar sem kuldinn, þurrkur og stöðugt andrúmsloft hefur varðveitt lífræn efni vel í gegnum aldirnar. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til að Dauðahafshandritanna sem fundust á síðustu öld en eru frá fyrstu öld fyrir Krist. Sverðin fjögur og spjótsoddurinn sem fundust í helli nærri Dauðahafi.AP/Ohad Zwigenberg Að þessu sinni fór hópur fornleifafræðinga í helli til að rannsaka veggjaskrif sem höfðu fundist þar fyrir nokkrum áratugum. Þá fundu þeir vopnin fyrir tilviljun í dýpstu kimum hellisins. Sérfræðingur í rómverskum fornminjum og hernaðarsögu sagði í samtali við AP að einstaklega sjaldgæft væri að finna rómversk vopn í svo góðu ásigkomulagi. Talið er að þau hafi verið smíðuð í Evrópu og flutt til austurjaðars keisaraveldisins af rómverskum hermönnum. Hann segir að næstu skref verði að aldursgreina þau betur og greina málminn í þeim til að finna nákvæmlega hvar þau voru framleidd og varpa frekara ljósi á sögu þeirra og mannanna sem báru sverðin.
Ísrael Fornminjar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira