Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2023 08:49 Carles Puigdemont (t.v.) og Yolanda Díaz, starfandi varaforsætisráðherra Spánar, (t.h.) þegar þau hittust í Brussel á mánudag. Hann vildi ekki útiloka að Katalónar gripu aftur til einhliða aðgerða í sjálfstæðisbaráttu sinni. Vísir/EPA Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. Pattstaða ríkis í spænskum stjórnmálum eftir þingkosningar í júlí. Hvorki hægri né vinstri blokkin náði að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi og því hafa þreyfingar um framhald á minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins og kosningabandalags vinstriflokka átt sér stað. Skili þær ekki árangri blasa við nýja kosningar, þær sjöttu frá 2015. Til þess að eiga möguleika á að endurnýja minnihlutastjórnina þurfa flokkarnir sem að henni standa að tryggja sér stuðning Saman fyrir Katalóníu, róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna. Leiðtogi hans er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem fór í útlegð eftir að hann stóð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hefði sagt hana ólöglega árið 2017. Landsstjórnin, þá undir stjórn íhaldsmanna, tók yfir stjórn Katalóníu eftir atkvæðagreiðsluna. Fjöldi sjálfstæðissinna var í kjölfarið sóttur til saka fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hlutu sumir leiðtogar þeirra þunga fangelsisdóma. Stjórn Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, hefur veitt sumum þeirra sakaruppgjöf til þess að reyna að lægja öldurnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki skilyrði fyrir viðræðum Ljóst var að Puigdemont ætlar að selja sig dýrt þegar hann hitti Yolöndu Díaz, leiðtoga vinstribandalagsins Sumar, í Brussel, þar sem hann er í útlegð, á mánudag. Skilyrði hans fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina er að öll dómsmál á hendur katalónskra sjálfstæðissinna verði felld niður og þeim veitt sakaruppgjöf. Þó að Puigdemont segði að það væri löglegt og lýðræðislegt að láta greiða atkvæði um sjálfstæði Katalóníu og það eina sem skorti væri pólitískur vilji gerði hann það ekki að skilyrði fyrir því að ræða við fulltrúa minnihlutastjórnarinnar. „Verið tilbúin fyrir kosningar en einnig fyrir samningaviðræður sem gætu endað með sögulegu samkomulag. Við höfum ekki haldið út öll þessi ár til þess eins að bjarga þinginu,“ sagði Puigdemont á blaðamannafundi í gær. Þrátt fyrir umleitanirnar í Brussel verður það Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi stærsta hægriflokksins Lýðflokksins, sem gerir fyrstu atlögu að því að mynda stjórn í atkvæðagreiðslu í þinginu 27. september. Möguleikar hans á því eru þó hverfandi þar sem Lýðflokkurinn vekur ekki máls á neinum málamiðlunum við aðskilnaðarsinna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Pattstaða ríkis í spænskum stjórnmálum eftir þingkosningar í júlí. Hvorki hægri né vinstri blokkin náði að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi og því hafa þreyfingar um framhald á minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins og kosningabandalags vinstriflokka átt sér stað. Skili þær ekki árangri blasa við nýja kosningar, þær sjöttu frá 2015. Til þess að eiga möguleika á að endurnýja minnihlutastjórnina þurfa flokkarnir sem að henni standa að tryggja sér stuðning Saman fyrir Katalóníu, róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna. Leiðtogi hans er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem fór í útlegð eftir að hann stóð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hefði sagt hana ólöglega árið 2017. Landsstjórnin, þá undir stjórn íhaldsmanna, tók yfir stjórn Katalóníu eftir atkvæðagreiðsluna. Fjöldi sjálfstæðissinna var í kjölfarið sóttur til saka fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hlutu sumir leiðtogar þeirra þunga fangelsisdóma. Stjórn Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, hefur veitt sumum þeirra sakaruppgjöf til þess að reyna að lægja öldurnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki skilyrði fyrir viðræðum Ljóst var að Puigdemont ætlar að selja sig dýrt þegar hann hitti Yolöndu Díaz, leiðtoga vinstribandalagsins Sumar, í Brussel, þar sem hann er í útlegð, á mánudag. Skilyrði hans fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina er að öll dómsmál á hendur katalónskra sjálfstæðissinna verði felld niður og þeim veitt sakaruppgjöf. Þó að Puigdemont segði að það væri löglegt og lýðræðislegt að láta greiða atkvæði um sjálfstæði Katalóníu og það eina sem skorti væri pólitískur vilji gerði hann það ekki að skilyrði fyrir því að ræða við fulltrúa minnihlutastjórnarinnar. „Verið tilbúin fyrir kosningar en einnig fyrir samningaviðræður sem gætu endað með sögulegu samkomulag. Við höfum ekki haldið út öll þessi ár til þess eins að bjarga þinginu,“ sagði Puigdemont á blaðamannafundi í gær. Þrátt fyrir umleitanirnar í Brussel verður það Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi stærsta hægriflokksins Lýðflokksins, sem gerir fyrstu atlögu að því að mynda stjórn í atkvæðagreiðslu í þinginu 27. september. Möguleikar hans á því eru þó hverfandi þar sem Lýðflokkurinn vekur ekki máls á neinum málamiðlunum við aðskilnaðarsinna, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira