Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2023 08:49 Carles Puigdemont (t.v.) og Yolanda Díaz, starfandi varaforsætisráðherra Spánar, (t.h.) þegar þau hittust í Brussel á mánudag. Hann vildi ekki útiloka að Katalónar gripu aftur til einhliða aðgerða í sjálfstæðisbaráttu sinni. Vísir/EPA Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. Pattstaða ríkis í spænskum stjórnmálum eftir þingkosningar í júlí. Hvorki hægri né vinstri blokkin náði að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi og því hafa þreyfingar um framhald á minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins og kosningabandalags vinstriflokka átt sér stað. Skili þær ekki árangri blasa við nýja kosningar, þær sjöttu frá 2015. Til þess að eiga möguleika á að endurnýja minnihlutastjórnina þurfa flokkarnir sem að henni standa að tryggja sér stuðning Saman fyrir Katalóníu, róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna. Leiðtogi hans er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem fór í útlegð eftir að hann stóð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hefði sagt hana ólöglega árið 2017. Landsstjórnin, þá undir stjórn íhaldsmanna, tók yfir stjórn Katalóníu eftir atkvæðagreiðsluna. Fjöldi sjálfstæðissinna var í kjölfarið sóttur til saka fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hlutu sumir leiðtogar þeirra þunga fangelsisdóma. Stjórn Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, hefur veitt sumum þeirra sakaruppgjöf til þess að reyna að lægja öldurnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki skilyrði fyrir viðræðum Ljóst var að Puigdemont ætlar að selja sig dýrt þegar hann hitti Yolöndu Díaz, leiðtoga vinstribandalagsins Sumar, í Brussel, þar sem hann er í útlegð, á mánudag. Skilyrði hans fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina er að öll dómsmál á hendur katalónskra sjálfstæðissinna verði felld niður og þeim veitt sakaruppgjöf. Þó að Puigdemont segði að það væri löglegt og lýðræðislegt að láta greiða atkvæði um sjálfstæði Katalóníu og það eina sem skorti væri pólitískur vilji gerði hann það ekki að skilyrði fyrir því að ræða við fulltrúa minnihlutastjórnarinnar. „Verið tilbúin fyrir kosningar en einnig fyrir samningaviðræður sem gætu endað með sögulegu samkomulag. Við höfum ekki haldið út öll þessi ár til þess eins að bjarga þinginu,“ sagði Puigdemont á blaðamannafundi í gær. Þrátt fyrir umleitanirnar í Brussel verður það Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi stærsta hægriflokksins Lýðflokksins, sem gerir fyrstu atlögu að því að mynda stjórn í atkvæðagreiðslu í þinginu 27. september. Möguleikar hans á því eru þó hverfandi þar sem Lýðflokkurinn vekur ekki máls á neinum málamiðlunum við aðskilnaðarsinna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Pattstaða ríkis í spænskum stjórnmálum eftir þingkosningar í júlí. Hvorki hægri né vinstri blokkin náði að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi og því hafa þreyfingar um framhald á minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins og kosningabandalags vinstriflokka átt sér stað. Skili þær ekki árangri blasa við nýja kosningar, þær sjöttu frá 2015. Til þess að eiga möguleika á að endurnýja minnihlutastjórnina þurfa flokkarnir sem að henni standa að tryggja sér stuðning Saman fyrir Katalóníu, róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna. Leiðtogi hans er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem fór í útlegð eftir að hann stóð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hefði sagt hana ólöglega árið 2017. Landsstjórnin, þá undir stjórn íhaldsmanna, tók yfir stjórn Katalóníu eftir atkvæðagreiðsluna. Fjöldi sjálfstæðissinna var í kjölfarið sóttur til saka fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hlutu sumir leiðtogar þeirra þunga fangelsisdóma. Stjórn Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, hefur veitt sumum þeirra sakaruppgjöf til þess að reyna að lægja öldurnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki skilyrði fyrir viðræðum Ljóst var að Puigdemont ætlar að selja sig dýrt þegar hann hitti Yolöndu Díaz, leiðtoga vinstribandalagsins Sumar, í Brussel, þar sem hann er í útlegð, á mánudag. Skilyrði hans fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina er að öll dómsmál á hendur katalónskra sjálfstæðissinna verði felld niður og þeim veitt sakaruppgjöf. Þó að Puigdemont segði að það væri löglegt og lýðræðislegt að láta greiða atkvæði um sjálfstæði Katalóníu og það eina sem skorti væri pólitískur vilji gerði hann það ekki að skilyrði fyrir því að ræða við fulltrúa minnihlutastjórnarinnar. „Verið tilbúin fyrir kosningar en einnig fyrir samningaviðræður sem gætu endað með sögulegu samkomulag. Við höfum ekki haldið út öll þessi ár til þess eins að bjarga þinginu,“ sagði Puigdemont á blaðamannafundi í gær. Þrátt fyrir umleitanirnar í Brussel verður það Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi stærsta hægriflokksins Lýðflokksins, sem gerir fyrstu atlögu að því að mynda stjórn í atkvæðagreiðslu í þinginu 27. september. Möguleikar hans á því eru þó hverfandi þar sem Lýðflokkurinn vekur ekki máls á neinum málamiðlunum við aðskilnaðarsinna, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira