Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 10:54 Francina Armengol, þingmaður Sósíalistaflokksins, (f.m.) brosmild eftir að hún var kjörin þingforseti í morgun. Armengol var áður forseti sjálfstjórnarhéraðs Balear-eyja. Vísir/EPA Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. Pattstaða hefur verið í spænskum stjórnmálum eftir að engum flokki eða blokk tókst að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fóru fram 23. júlí. Vendingar sem urðu eftir að þing var sett í dag gætu greitt götu Sánchez til að mynda nýja minnihlutastjórn vinstri flokka. Sósíalistar tefldu fram Francinu Armengol sem þingfosetaefni í neðri deild þingsins. Ljóst var að atkvæði þingmanna katalónskra flokka sjálfstæðissinna ættu eftir að ráða úrslitum þar sem vinstri blokkinn undir forystu sósíalista annars vegar og hægri blokkin undir forystu Lýðflokksins hins vegar höfðu jafnmörg atkvæði. Á endanum greiddu þingmenn bæði Saman fyrir Katalóníu (k. Junts per Catalunya), róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna, og Vinstrilýðveldissinna Katalóníu (ERC) Armengol atkvæði sitt þannig að hún náði kjöri með meirihluta atkvæða. Leiðtogi Junts er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem hefur verið í útlegð allt frá því að stjórn hans lét halda ólöglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins árið 2017. Ekki á vísan að róa fyrir myndun ríkisstjórnar Stuðningur Katalónanna var þó ekki ókeypis fyrir Sánchez. Spænska dagblaðið El País segir að hann hafi lofað að auka veg héraðsmállýskna eins og katalónsku á þinginu og rannsaka nánar njósnir um katalónska sjálfstæðissinna í svokölluðu Pegasus-máli. Ekki er ljóst hvað verður um kröfur sjálfstæðissinnanna um frekari sakaruppgjöf fyrir þá sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni ólöglega fyrir sex árum. Sánchez hefur þegar náðað fjölda leiðtoga aðskilnaðarsinnna til þess að draga úr spennunni í sjálfstjórnarhéraðinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Puigdemont varaði Sánchez þó við því að ganga að stuðningi sínum við nýja stjórn sem vísum. Hann vildi sjá stjórnina standa við fyrri loforð sín áður en hann veitti Sánchez og félögum frekara brautargengi. Jafnvel þó að Sánchez tækis að mynda nýja minnihlutastjórn með vinstribandalaginu Sumar og fjórum minni flokkum yrði slík stjórn alla tíð háð duttlungum Puigdemont. Hann hefur meðal annars krafist þess að landsstjórnin gefi leyfi fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Enginn vilji er fyrir því hjá sósíalistum eða Lýðflokknum og Puigdemont er afar óvinsæll á landsvísu. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Pattstaða hefur verið í spænskum stjórnmálum eftir að engum flokki eða blokk tókst að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fóru fram 23. júlí. Vendingar sem urðu eftir að þing var sett í dag gætu greitt götu Sánchez til að mynda nýja minnihlutastjórn vinstri flokka. Sósíalistar tefldu fram Francinu Armengol sem þingfosetaefni í neðri deild þingsins. Ljóst var að atkvæði þingmanna katalónskra flokka sjálfstæðissinna ættu eftir að ráða úrslitum þar sem vinstri blokkinn undir forystu sósíalista annars vegar og hægri blokkin undir forystu Lýðflokksins hins vegar höfðu jafnmörg atkvæði. Á endanum greiddu þingmenn bæði Saman fyrir Katalóníu (k. Junts per Catalunya), róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna, og Vinstrilýðveldissinna Katalóníu (ERC) Armengol atkvæði sitt þannig að hún náði kjöri með meirihluta atkvæða. Leiðtogi Junts er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem hefur verið í útlegð allt frá því að stjórn hans lét halda ólöglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins árið 2017. Ekki á vísan að róa fyrir myndun ríkisstjórnar Stuðningur Katalónanna var þó ekki ókeypis fyrir Sánchez. Spænska dagblaðið El País segir að hann hafi lofað að auka veg héraðsmállýskna eins og katalónsku á þinginu og rannsaka nánar njósnir um katalónska sjálfstæðissinna í svokölluðu Pegasus-máli. Ekki er ljóst hvað verður um kröfur sjálfstæðissinnanna um frekari sakaruppgjöf fyrir þá sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni ólöglega fyrir sex árum. Sánchez hefur þegar náðað fjölda leiðtoga aðskilnaðarsinnna til þess að draga úr spennunni í sjálfstjórnarhéraðinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Puigdemont varaði Sánchez þó við því að ganga að stuðningi sínum við nýja stjórn sem vísum. Hann vildi sjá stjórnina standa við fyrri loforð sín áður en hann veitti Sánchez og félögum frekara brautargengi. Jafnvel þó að Sánchez tækis að mynda nýja minnihlutastjórn með vinstribandalaginu Sumar og fjórum minni flokkum yrði slík stjórn alla tíð háð duttlungum Puigdemont. Hann hefur meðal annars krafist þess að landsstjórnin gefi leyfi fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Enginn vilji er fyrir því hjá sósíalistum eða Lýðflokknum og Puigdemont er afar óvinsæll á landsvísu.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27