Íslenski boltinn

Við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnleifur í leik með Blikum á sínum tíma.
Gunnleifur í leik með Blikum á sínum tíma. vísir/andri

Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, stýrði sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Breiðabliks eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum fyrir skömmu. Frumraun hans gekk ekki að óskum en leiknum leik með 4-0 tapi gegn Þrótti.

„Þróttur spilaði vel, mér fannst við spila vel fyrsta hálftímann. Fengum fullt af færum, vorum þéttar og margt gott við frammistöðuna og fyrri hálfleikurinn ásættanlegur að mörgu leyti. Svo skora þær, fara inn í hálfleik með 1-0, skora svo snemma 2-0 og þá fann maður hausinn aðeins fara niður á við.“ sagði Gunnlaugur strax að leik loknum.

Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikur hjá Breiðablik, fyrir um mánuði síðan var liðið í toppsæti deildarinnar á leið sinni í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Sá leikur tapaðist og liðinu hefur gengið illa að ná sér á strik eftir það.

„Það vantar upp á sjálfstraust, mikið búið að ganga á og þá er þetta svolítið erfitt, mótlæti er stundum erfitt og einhvern veginn verður allt þyngra en við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur. Töpuðum bara leik á móti fínu liði.“

Gunnlaugur segir mikilvægt að halda höfðinu hátt á lofti þrátt fyrir áföll og erfitt gengi síðustu misseri.

„Það er bara þannig í fótbolta... eins og að tapa bikarúrslitaleiknum, það var áfall fyrir liðið og við höfum ekki náð okkur upp eftir það og þetta er búið að vera brekka. Þá þarf að grafa djúpt, finna einhverja ástríðu og tilgang fyrir því að vera í þessu.“

Þó þetta hafi ekki verið nein draumabyrjun í starfi hefur Gunnlaugur fulla trú á liðinu og vonast til að klára mótið með sæmd.

„Ég er hvergi bonkinn, eins og ég sagði erum við ekkert að fara að vorkenna okkur. Við erum að keppast við að halda spennu í deildinni, Valur eru með mikla forystu og við ráðum ekkert við það. Eina sem við gerum er að hugsa um okkur, hugsa um liðið og hjálpa stelpunum að enda þetta eins vel og hægt er.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×