Íslenski boltinn

Toppliðið tapaði í Grindavík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Topplið Víkings tapaði í Grindavík.
Topplið Víkings tapaði í Grindavík. Vísir/Anton Brink

Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Víkings í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Víkingar eru þegar komnar upp í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð sem og liðið varð bikarmeistari fyrr í sumar. Hvort liðið sé þegar komið í vetrarfrí skal ósagt látið en Víkingar töpuðu 4-2 fyrir Grindavík í kvöld. 

Hulda Ösp Ágústsdóttir kom Víkingum yfir snemma leiks en Una Rós Unnarsdóttir jafnaði metin fyrir heimaliðið og Jada Colbert kom Grindavík yfir með marki úr vítaspyrnu þegar rúmur hálftími var liðinn. Hafdís Bára Höskuldsdóttir jafnaði metin hins fyrir Víking áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan 2-2 í hálfleik. 

Í þeim síðari hálfleik Ása Björg Einarsdóttir heimaliðinu yfir áður en Víkingar urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark, lokatölur í Grindavík 4-2.

Víkingar eru sem fyrr á toppnum með 39 stig, og búnar að vinna deildina þegar ein umferð er eftir. Grindavík er í 6. sæti með 25 stig. 

Þá gerðu Afturelding og Fram 2-2 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Jóhanna Melkorka Þórsdóttir gestunum í Fram yfir. Maya Camille Neal jafnaði metin en Breukelen Lachelle Woodard kom fram yfir á nýjan leik.

Það var svo Jamie Renee Joseph sem jafnaði metin á nýjan leik fyrir Aftureldingu og þar sem ekki voru skoruð fleiri mörk þá lauk leiknum með 2-2 jafntefli. 

Afturelding er í 5. sæti með 28 stig á meðan Fram er með 19 stig í 7. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×