Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2023 21:36 Úkraínumenn eru sagðir eiga von á tíu M1 Abrams skriðdrekum í þessum mánuði. EPA/VALDA KALNINA Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum vestanhafs en ekki er búið að segja frá sendingunni opinberlega. Bretar hafa áður sent skriðdrekaskot sem innihalda rýrt úran en þau voru send með Challenger-2 skriðdrekunum bresku. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Notkun þessara skotfæra er mjög umdeild þar sem því hefur verið haldið fram að fólki geti stafað ógn af úraninu til langs tíma. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir. Politico sagði frá því í vikunni að um tvö hundruð úkraínskir hermenn væru að ljúka þjálfun á bandaríska Abrams skriðdreka í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum miðilsins eiga fyrstu tíu skriðdrekarnir af 31 að verða sendir til Úkraínu um miðjan september. Verið er að gera þá klára í Þýskalandi. Yfirvöld í Bandaríkjunum samþykktu á sínum tíma að senda skriðdreka til Úkraínu, um það leyti sem Úkraínumenn voru að biðja Þjóðverja um að heimila sendingar á Leopard skriðdrekum til landsins. Bretar höfðu áður samþykkt að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Bandarísku Abrams skriðdrekarnir þykja að vísu óhentugri, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka. Þeir ganga til að mynda fyrir flugvélaeldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði en Leopard skriðdrekarnir, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Hingað til hafa Úkraínumenn fengið tugi af Leopard skriðdrekum, bæði af nýjustu kynslóðum þeirra og eldri skriðdreka. Vitað er til þess að nokkrum þeirra hafi verið grandað en enn sem komið er hafa engar myndir verið birtar af ónýtum Challenger 2 skriðdrekum. Vona að skriðdrekarnir hjálpi Úkraínumenn hafa í sumar reynt að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu en það hefur gengið hægt. Á undanförnum vikum hafa þeir þó náð nokkrum árangri þó jarðsprengjur og gífurlega mikið af skotgröfum hafi hægt á sókninni. Bandaríkjamenn vonast til þess að Abrams skriðdrekarnir muni hjálpa Úkraínumönnum. Notkun skrið- og bryndreka hefur þó reynst erfið í suðurhluta landsins í Sapórisjíahéraði, þar sem Úkraínumenn virðast leggja mesta áherslu á gagnsókn þeirra. Landslagið er mjög flatt og drónum er flogið allsstaðar þar um. Bæði Úkraínumenn og Rússar eiga erfitt með að nálgast víglínuna án þess að sjást. Sjái Rússar bryn- og skriðdrekum keyrt í átt að víglínunni hafa þeir notað stórskotalið og þyrlur með góðum árangri gegn þeim. Úkraínumenn eru þó sagðir hafa náð töluverðum árangri í einvígi stórskotaliðs á svæðinu Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum vestanhafs en ekki er búið að segja frá sendingunni opinberlega. Bretar hafa áður sent skriðdrekaskot sem innihalda rýrt úran en þau voru send með Challenger-2 skriðdrekunum bresku. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Notkun þessara skotfæra er mjög umdeild þar sem því hefur verið haldið fram að fólki geti stafað ógn af úraninu til langs tíma. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir. Politico sagði frá því í vikunni að um tvö hundruð úkraínskir hermenn væru að ljúka þjálfun á bandaríska Abrams skriðdreka í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum miðilsins eiga fyrstu tíu skriðdrekarnir af 31 að verða sendir til Úkraínu um miðjan september. Verið er að gera þá klára í Þýskalandi. Yfirvöld í Bandaríkjunum samþykktu á sínum tíma að senda skriðdreka til Úkraínu, um það leyti sem Úkraínumenn voru að biðja Þjóðverja um að heimila sendingar á Leopard skriðdrekum til landsins. Bretar höfðu áður samþykkt að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Bandarísku Abrams skriðdrekarnir þykja að vísu óhentugri, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka. Þeir ganga til að mynda fyrir flugvélaeldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði en Leopard skriðdrekarnir, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Hingað til hafa Úkraínumenn fengið tugi af Leopard skriðdrekum, bæði af nýjustu kynslóðum þeirra og eldri skriðdreka. Vitað er til þess að nokkrum þeirra hafi verið grandað en enn sem komið er hafa engar myndir verið birtar af ónýtum Challenger 2 skriðdrekum. Vona að skriðdrekarnir hjálpi Úkraínumenn hafa í sumar reynt að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu en það hefur gengið hægt. Á undanförnum vikum hafa þeir þó náð nokkrum árangri þó jarðsprengjur og gífurlega mikið af skotgröfum hafi hægt á sókninni. Bandaríkjamenn vonast til þess að Abrams skriðdrekarnir muni hjálpa Úkraínumönnum. Notkun skrið- og bryndreka hefur þó reynst erfið í suðurhluta landsins í Sapórisjíahéraði, þar sem Úkraínumenn virðast leggja mesta áherslu á gagnsókn þeirra. Landslagið er mjög flatt og drónum er flogið allsstaðar þar um. Bæði Úkraínumenn og Rússar eiga erfitt með að nálgast víglínuna án þess að sjást. Sjái Rússar bryn- og skriðdrekum keyrt í átt að víglínunni hafa þeir notað stórskotalið og þyrlur með góðum árangri gegn þeim. Úkraínumenn eru þó sagðir hafa náð töluverðum árangri í einvígi stórskotaliðs á svæðinu
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira