„Það er allt í lagi“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2023 11:05 Jevgení Prígósjín í Afríku, skömmu áður en hann dó. Gray Zone Myndband, sem talið er eitt það síðasta sem tekið var af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prígóshín var birt í gær. Það mun hafa verið tekið upp í Afríku nokkrum dögum áður en hann dó og ræddi hann meðal annars það að fólk hefði áhyggjur af honum og öryggi hans. Eins og frægt er dó auðjöfurinn og stríðsherrann, sem rak málaliðahópinn Wagner Group, í síðustu viku þegar einkaflugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu. Aðrir leiðtogar Wagner voru um borð en talið er að mennirnir hafi verið myrtir og að flugvélin hafi verið skotin niður eða að sprengju hafi verið komið fyrir um borð. „Fyrir þá sem er að tala um hvort ég sé á lífi eða ekki, hvernig ég hef það, þá er helgi núna í seinni helming ágúst 2023. Ég er í Afríku,“ sagði Prigósjín í myndbandinu. Þá staðhæfði hann að hann hefði það fínt. „Það er allt í lagi.“ Myndbandið var birt á Telegram á rás sem tengist málaliðahópnum en í frétt Reuters segir að klæðnaður hans sé sambærilegur þeim sem hann var í á öðru myndbandi sem hafði verið birt áður. Þar segir einnig að myndbandið hafi líklega verið tekið upp 19. eða 20. ágúst, nokkrum dögum áður en Prígósjín dó. Yfirvöld í Moskvu þvertaka fyrir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi látið bana Prígósjín en segja mögulegt að flugvélinni hafi verið grandað. Spjótin beinast að Pútín vegna uppreisnar Prígósjíns gegn Pútín og forsvarsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússlands í sumar. Auðjöfurinn samdi um frið við Pútín en varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Hann er svo sagður hafa farið til Moskvu til að reyna að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið tæki yfir málaliðahópinn. Skömmu eftir flugtak frá Moskvu féll flugvélin svo til jarðar. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57 Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Eins og frægt er dó auðjöfurinn og stríðsherrann, sem rak málaliðahópinn Wagner Group, í síðustu viku þegar einkaflugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu. Aðrir leiðtogar Wagner voru um borð en talið er að mennirnir hafi verið myrtir og að flugvélin hafi verið skotin niður eða að sprengju hafi verið komið fyrir um borð. „Fyrir þá sem er að tala um hvort ég sé á lífi eða ekki, hvernig ég hef það, þá er helgi núna í seinni helming ágúst 2023. Ég er í Afríku,“ sagði Prigósjín í myndbandinu. Þá staðhæfði hann að hann hefði það fínt. „Það er allt í lagi.“ Myndbandið var birt á Telegram á rás sem tengist málaliðahópnum en í frétt Reuters segir að klæðnaður hans sé sambærilegur þeim sem hann var í á öðru myndbandi sem hafði verið birt áður. Þar segir einnig að myndbandið hafi líklega verið tekið upp 19. eða 20. ágúst, nokkrum dögum áður en Prígósjín dó. Yfirvöld í Moskvu þvertaka fyrir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi látið bana Prígósjín en segja mögulegt að flugvélinni hafi verið grandað. Spjótin beinast að Pútín vegna uppreisnar Prígósjíns gegn Pútín og forsvarsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússlands í sumar. Auðjöfurinn samdi um frið við Pútín en varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Hann er svo sagður hafa farið til Moskvu til að reyna að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið tæki yfir málaliðahópinn. Skömmu eftir flugtak frá Moskvu féll flugvélin svo til jarðar.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57 Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57
Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31
Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16