Erlent

Breyta fæðingar­stað Hitlers í lög­reglu­stöð

Árni Sæberg skrifar
Hér fæddist Adolf Hitler.
Hér fæddist Adolf Hitler. Felix Hörhager/Getty

Innanríkisráðuneyti Austurríkis hefur tilkynnt að til standi að breyta húsinu þar sem Adolf Hitler fæddist í lögreglustöð. Gagnrýnendur hafa sagt einræðisherrann hafa dreymt um að fæðingarstaðnum yrði breytt í stjórnsýsluhús og yfirvöld séu því að uppfylla óskir hans.

Austurríska ríkið keypti húsið, sem stendur í Braunau am Inn í norðurhluta landsins, árið 2016 til þess að koma í veg fyrir að aðdáendur Hitlers færu þangað í pílagrímsferðir.

Í frétt Guardian um málið segir að mikill ágreiningur hafi verið um hvað ætti að gera við húsið og að nú hafi loksins verið ákveðið að breyta húsinu í lögreglustöð þar sem mannréttindanámskeið fyrir lögregluþjóna verða haldin.

Viðraði svipaða hugmynd í blaðaviðtali árið 1939

Líkt og búast má við í öllum málum tengdum Hitler í Austurríki hafa komið upp gagnrýnisraddir í garð stjórnvalda vegna áformanna. Günter Schwaiger, austurrískur leikstjóri, vinnur að gerð heimildarmyndar um Hitler og segir að í henni komi fram gögn sem sýni að Hitler hefði líkað við áformin.

Þar vísar hann til blaðagreinar í bæjarriti frá árinu 1939 þar sem kemur fram að Hitler hafi viljað að fæðingarstaður hans yrði miðstöð stjórnsýslu á svæðinu. Með því að breyta húsinu í lögreglustöð sé verið að uppfylla ósk Hitlers, sem sé auðvitað ekki gott.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×