Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin þegar að Víkingar skráðu sig á spjöld sögunnar

Aron Guðmundsson skrifar
Víkingar fagna vel og innilega í gærkvöldi
Víkingar fagna vel og innilega í gærkvöldi Vísir/Anton Brink

Víkingur Reykja­vík skráði sig á spjöld sögunnar í gær með sigri sínum á Val í toppslag 20. um­ferðar Bestu deildar karla í gær­kvöldi. Sigurinn sá til þess að liðið hefur slegið stiga­metið í efstu deild.

Víkingur er kominn með ellefu stiga for­skot á toppi Bestu deildar karla í fót­bolta en Foss­vogs­liðið lagði Val, sem situr í öðru sæti deildarinnar, að velli með fjórum mörkum gegn engu í toppslag liðanna í 20. um­ferð deildarinnar á Origo-vellinum að Hlíðar­enda.

Nikola­j Han­sen, Birnir Snær Inga­son, Logi Tómas­son og Dani­jel Dejan Djuric skoruðu mörk Víkinga sem sigla hrað­byri í átt að Ís­lands­meistara­titlinum.

En það voru ekki að­eins þrjú stig í húfi í leik gær­kvöldsins því Víkingar náðu með sigrinum sögu­legum á­fanga og hafa nú bætt stiga­metið í efstu deild, þegar enn eru eftir tvær um­ferðir af deildar­keppninni sjálfri og haldið verður í úr­slita­keppnina.

Víkingar sitja á toppi Bestu deildarinnar með 53 stig en fyrra metið var í eigu Stjörnunnar (2014) og KR (2013) og stóð í 52 stigum.

Mörkin úr þessum sögu­lega leik má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sjáðu mörkin þegar Víkingar skráðu sig á spjöld sögunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×