„Þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2023 11:31 Hólmar Örn segir menn ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að gíra sig upp fyrir leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Mikilvægi leiks Vals og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld dylst ekki Hólmari Erni Eyjólfssyni, varnarmanni fyrrnefnda liðsins. Valur þarf á sigri að halda í toppbaráttunni. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegur leikur. Það er gott veður, verður full stúka og ég held þetta verði mjög skemmtilegt,“ segir Hólmar. 20. umferðin fer af stað í dag svo að eftir leik kvöldsins eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni áður en deildinni er skipt upp og þá taka við leikir milli efstu sex liðanna. Það er því nóg eftir af mótinu. Það kom sér hins vegar illa fyrir Val að tapa stigum gegn botnliði Keflavíkur í síðustu umferð en Víkingur vann sinn leik og jók forskot sitt á toppi deildarinnar í átta stig. „Algjörlega. Þetta hefði munað um ef við hefðum unnið Keflavík en engu að síður er þetta stórleikur og við þurfum að ná góðum úrslitum úr þessum leik til að halda okkur í baráttunni um fyrsta sætið. Það er mjög mikið undir fyrir okkur,“ segir Hólmar. Eini leikurinn sem Víkingur hefur tapað í sumar var gegn Val og þekkja Valsmenn því hvað þarf til að sigra toppliðið. „Þetta er nú bara fótboltaleikur samt sem áður. En við förum í alla leiki til að vinna þá. Við höfum unnið þá áður á tímabilinu og vonumst til að geta sýnt fram á sömu frammistöðu og við gerðum þá,“ segir Hólmar. En hversu gott er þetta Víkingslið? „Þeir hafa sýnt fram á styrkleika í mörgum mismunandi þáttum. Þeir eru sterkir í föstum leikatriðum og opnum leik, eru bæði physical og vel spilandi. Þetta er mjög gott lið, en við erum það líka. Þetta eru tvö bestu liðin á landinu í dag og þetta verður toppleikur í kvöld,“ segir Hólmar sem segir menn spennta fyrir kvöldinu. „Menn eru spenntir og eins og við vitum allir er mikið undir hjá okkur í þessum leik. Það þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta verkefni,“ segir Hólmar. Leikur Vals og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegur leikur. Það er gott veður, verður full stúka og ég held þetta verði mjög skemmtilegt,“ segir Hólmar. 20. umferðin fer af stað í dag svo að eftir leik kvöldsins eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni áður en deildinni er skipt upp og þá taka við leikir milli efstu sex liðanna. Það er því nóg eftir af mótinu. Það kom sér hins vegar illa fyrir Val að tapa stigum gegn botnliði Keflavíkur í síðustu umferð en Víkingur vann sinn leik og jók forskot sitt á toppi deildarinnar í átta stig. „Algjörlega. Þetta hefði munað um ef við hefðum unnið Keflavík en engu að síður er þetta stórleikur og við þurfum að ná góðum úrslitum úr þessum leik til að halda okkur í baráttunni um fyrsta sætið. Það er mjög mikið undir fyrir okkur,“ segir Hólmar. Eini leikurinn sem Víkingur hefur tapað í sumar var gegn Val og þekkja Valsmenn því hvað þarf til að sigra toppliðið. „Þetta er nú bara fótboltaleikur samt sem áður. En við förum í alla leiki til að vinna þá. Við höfum unnið þá áður á tímabilinu og vonumst til að geta sýnt fram á sömu frammistöðu og við gerðum þá,“ segir Hólmar. En hversu gott er þetta Víkingslið? „Þeir hafa sýnt fram á styrkleika í mörgum mismunandi þáttum. Þeir eru sterkir í föstum leikatriðum og opnum leik, eru bæði physical og vel spilandi. Þetta er mjög gott lið, en við erum það líka. Þetta eru tvö bestu liðin á landinu í dag og þetta verður toppleikur í kvöld,“ segir Hólmar sem segir menn spennta fyrir kvöldinu. „Menn eru spenntir og eins og við vitum allir er mikið undir hjá okkur í þessum leik. Það þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta verkefni,“ segir Hólmar. Leikur Vals og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira