Al-Qaeda lýsir Danmörku og Svíþjóð stríð á hendur Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 10:16 Mótmælendur í Teheran í Íran brenna sænska fánann. Fjöldi múslimaríkja hefur verið ósáttur við að sænsk stjórnvöld banni ekki samkomur þar sem kveikt er í Kóraninum. Vísir/EPA Íslömsku hryðjuverkasamtökin al-Qaeda kalla eftir árásum á Danmörk og Svíþjóð vegna nýlegra Kóranbrenna í löndunum tveimur. Fyrrverandi leyniþjónustumaður segir að taka verði hótanir samtakanna grafalvarlega. Hótunin er sögð koma fram í yfirlýsingu frá al-Qaeda-samtökunum. Í henni felst stríðsyfirlýsing á hendur Danmörku og Svíþjóð, að sögn danska ríkisútvarpsins DR. Það hefur eftir dönsku leyniþjónustunni PET að brennur á Kóraninum hafi dregið neikvæða athygli að löndunum. Jacob Kaarsbo, fyrrverandi greinandi hjá dönsku leyniþjónustunni, segir að taka beri ógnina mjög alvarlega. Þetta sé stærsta öryggisógn við Danmörku frá Múhammeðsteikningunum árið 2008. Þá kallaði danskur skopmyndahöfundur yfir Danmörku reiði íslamskra öfgamanna með því að birta teikninga af spámanni þeirra. „Þetta er almennt ákall um árásir á Danmörku og Dani. Við vitum ekki hversu víða það nær, hversu áhrifamikið það er eða í hvaða kreðsum,“ segir hann við DR. Danska utanríkisráðuneytið segist fylgjast með öryggismálum við sendiráð Danmerkur erlendis. Af öryggisástæðum ræði það ekki hvort eða til hvaða ráðstafana sé gripið þar. Hægriöfgamenn sem hafa andúð á múslimum hafa ítrekað staðið fyrir brennum á Kóraninum, helgiriti múslima, í Danmörku og Svíþjóð undanfarin misseri. Slíkar brennur í Svíþjóð urðu meðal annars ástæða þess að tyrknesk stjórnvöld neituðu að leggja blessun sína yfir Atlantshafsbandalagsaðild landsins. Mótmælendur í Írak réðust einnig á sænska sendiráðið þar fyrr í sumar. Sænsk stjórnvöld hafa talið að þau hafi ekki heimild til þess að banna samkomur þar sem Kóraninn er brenndur þar sem slíkt rúmist innan tjáningarfrelsi borgaranna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegum inngangi hennar sagði ranglega að Ríki íslams hefði kallað eftir árásum. Danmörk Svíþjóð Trúmál Tengdar fréttir Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 31. júlí 2023 11:09 Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. 20. júlí 2023 09:05 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Hótunin er sögð koma fram í yfirlýsingu frá al-Qaeda-samtökunum. Í henni felst stríðsyfirlýsing á hendur Danmörku og Svíþjóð, að sögn danska ríkisútvarpsins DR. Það hefur eftir dönsku leyniþjónustunni PET að brennur á Kóraninum hafi dregið neikvæða athygli að löndunum. Jacob Kaarsbo, fyrrverandi greinandi hjá dönsku leyniþjónustunni, segir að taka beri ógnina mjög alvarlega. Þetta sé stærsta öryggisógn við Danmörku frá Múhammeðsteikningunum árið 2008. Þá kallaði danskur skopmyndahöfundur yfir Danmörku reiði íslamskra öfgamanna með því að birta teikninga af spámanni þeirra. „Þetta er almennt ákall um árásir á Danmörku og Dani. Við vitum ekki hversu víða það nær, hversu áhrifamikið það er eða í hvaða kreðsum,“ segir hann við DR. Danska utanríkisráðuneytið segist fylgjast með öryggismálum við sendiráð Danmerkur erlendis. Af öryggisástæðum ræði það ekki hvort eða til hvaða ráðstafana sé gripið þar. Hægriöfgamenn sem hafa andúð á múslimum hafa ítrekað staðið fyrir brennum á Kóraninum, helgiriti múslima, í Danmörku og Svíþjóð undanfarin misseri. Slíkar brennur í Svíþjóð urðu meðal annars ástæða þess að tyrknesk stjórnvöld neituðu að leggja blessun sína yfir Atlantshafsbandalagsaðild landsins. Mótmælendur í Írak réðust einnig á sænska sendiráðið þar fyrr í sumar. Sænsk stjórnvöld hafa talið að þau hafi ekki heimild til þess að banna samkomur þar sem Kóraninn er brenndur þar sem slíkt rúmist innan tjáningarfrelsi borgaranna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegum inngangi hennar sagði ranglega að Ríki íslams hefði kallað eftir árásum.
Danmörk Svíþjóð Trúmál Tengdar fréttir Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 31. júlí 2023 11:09 Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. 20. júlí 2023 09:05 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 31. júlí 2023 11:09
Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. 20. júlí 2023 09:05
Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09