Held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag Kári Mímisson skrifar 14. ágúst 2023 22:09 Jökull var eðlilega sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar Stjarnan lagði Fylki afar sannfærandi í Bestu deild karla í knattspyrnu í Árbænum nú í kvöld. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Stjörnuna. „Ég er ánægður. Menn lögðu mikið í þetta, margt gott og einhverjir hlutir sem að við getum tekið með okkur, unnið í og gert betur. Við hefðum getað verið ákveðnari í pressunni í sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við svo ekki vera með nógu mikil tök á leiknum í fyrri hluta seinni hálfleiks. Þó að þeir hafi ekki skapað sér nein færi þá var tilfinningin að við gætum verið með meiri stjórn á leiknum.“ Hinn 17 ára gamli Helgi Fróði Ingason byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deildina í dag og það tók hann rétt rúmlega hálftíma að stimpla sig inn í leikinn þegar hann átti glæsilega sendingu á Emil Atlason sem þakkaði fyrir sig og stangaði boltann í netið. Fáum við að sjá meira af Helga í næstu leikjum? „Þú færð að sjá meira af öllum þessum strákum. Hann er stórkostlegur leikmaður, frábær drengur og frábær karakter. Hann hefur unnið hart að þessu og á þetta skilið og þó fyrr hefði verið. Ég held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag.“ Skiptingarnar hjá Stjörnunni gengu mjög vel upp í dag og það var ekki að sjá að liðið missti dampinn þegar varamennirnir mættu inn á. Jökull segir að breiddin sé mikil og margir sterkir leikmenn sem séu fyrir utan hópinn líka. „Ekki bara á bekknum heldur líka fyrir utan hóp. Það er bara verkefni fyrir hópinn, ekki bara mig heldur hópinn. Það er auðvitað mjög gott að við erum með þetta marga sem eru að leggja að leggja mjög mikið á sig alla daga. Þegar allir að leggja svona mikið á sig þá verður niðurstaðan þessi.“ Það var tilkynnt í dag að Stjarnan hafi samið við Kristian Riis, danskan varnarmann. Jökull segir að Kristian styrki liðið en hann þurfi að vinna fyrir sínum mínútum eins og aðrir. „Þetta er mjög sterkur karakter og öflugur leikmaður. Hann er svo sem lítið búinn að æfa með okkur. Þetta er mjög öflugur leikmaður sem styrkir okkur. Við viljum alltaf gera betur og þó við séum núna mjög afgerandi varnarlega sem lið þá auðvitað leitum við allra leiða til að gera betur og sjáum hvernig hann kemur inn í þetta. Hann eins og allir aðrir þarf að leggja mjög hart að sér til að vinna sér inn sæti hérna. Hann fær ekkert gefins þó að hann komi frá útlöndum. Nú þarf hann bara að leggja hart að sér og vinna sér inn mínútur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Fylkir Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
„Ég er ánægður. Menn lögðu mikið í þetta, margt gott og einhverjir hlutir sem að við getum tekið með okkur, unnið í og gert betur. Við hefðum getað verið ákveðnari í pressunni í sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við svo ekki vera með nógu mikil tök á leiknum í fyrri hluta seinni hálfleiks. Þó að þeir hafi ekki skapað sér nein færi þá var tilfinningin að við gætum verið með meiri stjórn á leiknum.“ Hinn 17 ára gamli Helgi Fróði Ingason byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deildina í dag og það tók hann rétt rúmlega hálftíma að stimpla sig inn í leikinn þegar hann átti glæsilega sendingu á Emil Atlason sem þakkaði fyrir sig og stangaði boltann í netið. Fáum við að sjá meira af Helga í næstu leikjum? „Þú færð að sjá meira af öllum þessum strákum. Hann er stórkostlegur leikmaður, frábær drengur og frábær karakter. Hann hefur unnið hart að þessu og á þetta skilið og þó fyrr hefði verið. Ég held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag.“ Skiptingarnar hjá Stjörnunni gengu mjög vel upp í dag og það var ekki að sjá að liðið missti dampinn þegar varamennirnir mættu inn á. Jökull segir að breiddin sé mikil og margir sterkir leikmenn sem séu fyrir utan hópinn líka. „Ekki bara á bekknum heldur líka fyrir utan hóp. Það er bara verkefni fyrir hópinn, ekki bara mig heldur hópinn. Það er auðvitað mjög gott að við erum með þetta marga sem eru að leggja að leggja mjög mikið á sig alla daga. Þegar allir að leggja svona mikið á sig þá verður niðurstaðan þessi.“ Það var tilkynnt í dag að Stjarnan hafi samið við Kristian Riis, danskan varnarmann. Jökull segir að Kristian styrki liðið en hann þurfi að vinna fyrir sínum mínútum eins og aðrir. „Þetta er mjög sterkur karakter og öflugur leikmaður. Hann er svo sem lítið búinn að æfa með okkur. Þetta er mjög öflugur leikmaður sem styrkir okkur. Við viljum alltaf gera betur og þó við séum núna mjög afgerandi varnarlega sem lið þá auðvitað leitum við allra leiða til að gera betur og sjáum hvernig hann kemur inn í þetta. Hann eins og allir aðrir þarf að leggja mjög hart að sér til að vinna sér inn sæti hérna. Hann fær ekkert gefins þó að hann komi frá útlöndum. Nú þarf hann bara að leggja hart að sér og vinna sér inn mínútur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Fylkir Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira