Reyna að bjarga verðmætum áður en vatn flæðir yfir Lovísa Arnardóttir skrifar 10. ágúst 2023 13:00 Vatn er byrjað að flæða yfir við hafnarsvæðið. Arnþór Hupfeldt Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. Arnþór Hupfeldt býr í bænum Brummunddal við vatnið Mjösa og var í morgun staddur við höfnina að aðstoða vin sinn við að bera út verðmæti úr strandbarnum sem hann rekur en búist er við því að það flæði yfir hafnarsvæðið og inn í bæinn í dag og næstu daga. Um fjögur þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suður- og austurhluta Noregs í kjölfar óveðursins Hans sem gekk yfir í vikunni. Viðbúnaður er verulegur og hafa þyrlur verið sendar út til að aðstoða fólk í sjálfheldu en 125 vegum hefur verið lokað vegna flóða. „Þar eru aðalvandræðin núna, á meðan Mjösa stígur,“ segir Arnþór. Hann segir að þau hafi búist við hinu versta vegna Hans en að versta veðrið hafi gengið yfir nokkru frá þeim. „Við fengum öll viðvörun í símann hjá okkur og bjuggumst við hinu versta því fyrir tveimur árum fór allt á flot í bænum okkar, Brumunddal, og urðu þómiklar skemmdir,“ segir Arnþór og að mikið hafi rignt en ekki nægilega fyrir flóð. Búast má við því að vatn flæði yfir Mjösparken og leiksvæðin þar.Arnþór Hupfeldt „Þetta fer virðist vera 20 kílómetrum fyrir sunnan okkur og tíu kílómetra fyrir norðan okkur þannig við sleppum úr mesta rigningarsvæðinu og við sjáum það best á því að það er allt að eyðileggjast niður í Ellerum, þar sem stíflan fór, og fyrir ofan okkur í Dokka þar sem hús hafa færst niður ánna.“ Hann segir að vandræðin séu að byrja hjá þeim núna. „Núna þegar mesta rigningin er búin er þetta að berast niður til okkar. Vatnið er að fyllast og er búið að stíga um hálfan metra á dag þótt það sé búið að opna allar flóðgátt,“ segir Arnþór og að búist sé við því að það stígi allt að þrjá metra í viðbót. Hann segir að vatnið muni því flæða inn í bæinn og að eitt mesta svekkelsið sé að nýr skemmtigarður, Mjöseparken, mun að öllum líkindum skemmast seinni partinn þegar vatn flæðir yfir. Þegar hafi flætt yfir hafnarsvæðið. Hér hefur flætt yfir strönd og brú.Arnþór Hupfeldt „Strandgarðurinn er einn sá flottasti í Noregi og það er búist við því að vatn flæði yfir hann seinnipartinn í dag,“ segir hann er garðurinn kostaði um 200 milljónir norskra króna og er tjónið því verulegt. Þar er að finna minigolfvöll, svið þar sem hægt er að halda tónleika fyrir tólf þúsund manns og ýmislegt annað. Hann segir að settar hafi verið upp flóðavarnir eftir mikil flóð fyrir tveimur árum og að þær séu að sanna sig. Greint hefur verið frá því í norskum miðlum í dag að landbúnaðarráðherra hafi kallað til neyðarfundar vegna flóðanna en Arnþór segir að sumarið hafi byrjað á miklum þurrkum, svo hafi rignt og uppskerunni bjargað en að henni skoli líklegast burt núna víða í flóðunum. Svæðið sé mikið landbúnaðarsvæði og að tjónið sé verulegt fyrir marga, auk þess sem margir hafi miklar áhyggjur af hækkandi matarverði sem geti fylgt í kjölfarið. „Það mátti koma rigning en það átti ekki að skola öllu burt. Við erum ræktunarhérað og þetta hefur hellings áhrif á okkur og aðra.“ Hann segir að í Hamar verði líklega miklar skemmdir líka. Þar sé búið að búa til flott strandsvæði en að það fari allt á bólakaf og ofan í Mjösu. „Það verður í fyrsta sinn sem ég sé vatn í miðbæ Hamars,“ segir hann að lokum. Noregur Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. 9. ágúst 2023 20:01 Stíflan í Glommu brast Hluti stíflu í Glommu, vatnsmestu á Noregs, brast síðdegis vegna mikils vatnsflaums. Yfirvöld íhuguðu að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. 9. ágúst 2023 16:08 Gætu þurft að sprengja stíflu til að forðast flóðbylgju í Noregi Yfirvöld í Noregi íhuga nú að sprengja hluta stíflu í Glommu, lengstu og vatnsmestu á landsins, sem óttast er að bresti og valdi hamfaraflóði. Ekki sér enn fyrir endann á úrhellisrigningu í Noregi og Svíþjóð sem gert hefur síðustu daga. 9. ágúst 2023 14:29 Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Arnþór Hupfeldt býr í bænum Brummunddal við vatnið Mjösa og var í morgun staddur við höfnina að aðstoða vin sinn við að bera út verðmæti úr strandbarnum sem hann rekur en búist er við því að það flæði yfir hafnarsvæðið og inn í bæinn í dag og næstu daga. Um fjögur þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suður- og austurhluta Noregs í kjölfar óveðursins Hans sem gekk yfir í vikunni. Viðbúnaður er verulegur og hafa þyrlur verið sendar út til að aðstoða fólk í sjálfheldu en 125 vegum hefur verið lokað vegna flóða. „Þar eru aðalvandræðin núna, á meðan Mjösa stígur,“ segir Arnþór. Hann segir að þau hafi búist við hinu versta vegna Hans en að versta veðrið hafi gengið yfir nokkru frá þeim. „Við fengum öll viðvörun í símann hjá okkur og bjuggumst við hinu versta því fyrir tveimur árum fór allt á flot í bænum okkar, Brumunddal, og urðu þómiklar skemmdir,“ segir Arnþór og að mikið hafi rignt en ekki nægilega fyrir flóð. Búast má við því að vatn flæði yfir Mjösparken og leiksvæðin þar.Arnþór Hupfeldt „Þetta fer virðist vera 20 kílómetrum fyrir sunnan okkur og tíu kílómetra fyrir norðan okkur þannig við sleppum úr mesta rigningarsvæðinu og við sjáum það best á því að það er allt að eyðileggjast niður í Ellerum, þar sem stíflan fór, og fyrir ofan okkur í Dokka þar sem hús hafa færst niður ánna.“ Hann segir að vandræðin séu að byrja hjá þeim núna. „Núna þegar mesta rigningin er búin er þetta að berast niður til okkar. Vatnið er að fyllast og er búið að stíga um hálfan metra á dag þótt það sé búið að opna allar flóðgátt,“ segir Arnþór og að búist sé við því að það stígi allt að þrjá metra í viðbót. Hann segir að vatnið muni því flæða inn í bæinn og að eitt mesta svekkelsið sé að nýr skemmtigarður, Mjöseparken, mun að öllum líkindum skemmast seinni partinn þegar vatn flæðir yfir. Þegar hafi flætt yfir hafnarsvæðið. Hér hefur flætt yfir strönd og brú.Arnþór Hupfeldt „Strandgarðurinn er einn sá flottasti í Noregi og það er búist við því að vatn flæði yfir hann seinnipartinn í dag,“ segir hann er garðurinn kostaði um 200 milljónir norskra króna og er tjónið því verulegt. Þar er að finna minigolfvöll, svið þar sem hægt er að halda tónleika fyrir tólf þúsund manns og ýmislegt annað. Hann segir að settar hafi verið upp flóðavarnir eftir mikil flóð fyrir tveimur árum og að þær séu að sanna sig. Greint hefur verið frá því í norskum miðlum í dag að landbúnaðarráðherra hafi kallað til neyðarfundar vegna flóðanna en Arnþór segir að sumarið hafi byrjað á miklum þurrkum, svo hafi rignt og uppskerunni bjargað en að henni skoli líklegast burt núna víða í flóðunum. Svæðið sé mikið landbúnaðarsvæði og að tjónið sé verulegt fyrir marga, auk þess sem margir hafi miklar áhyggjur af hækkandi matarverði sem geti fylgt í kjölfarið. „Það mátti koma rigning en það átti ekki að skola öllu burt. Við erum ræktunarhérað og þetta hefur hellings áhrif á okkur og aðra.“ Hann segir að í Hamar verði líklega miklar skemmdir líka. Þar sé búið að búa til flott strandsvæði en að það fari allt á bólakaf og ofan í Mjösu. „Það verður í fyrsta sinn sem ég sé vatn í miðbæ Hamars,“ segir hann að lokum.
Noregur Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. 9. ágúst 2023 20:01 Stíflan í Glommu brast Hluti stíflu í Glommu, vatnsmestu á Noregs, brast síðdegis vegna mikils vatnsflaums. Yfirvöld íhuguðu að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. 9. ágúst 2023 16:08 Gætu þurft að sprengja stíflu til að forðast flóðbylgju í Noregi Yfirvöld í Noregi íhuga nú að sprengja hluta stíflu í Glommu, lengstu og vatnsmestu á landsins, sem óttast er að bresti og valdi hamfaraflóði. Ekki sér enn fyrir endann á úrhellisrigningu í Noregi og Svíþjóð sem gert hefur síðustu daga. 9. ágúst 2023 14:29 Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. 9. ágúst 2023 20:01
Stíflan í Glommu brast Hluti stíflu í Glommu, vatnsmestu á Noregs, brast síðdegis vegna mikils vatnsflaums. Yfirvöld íhuguðu að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. 9. ágúst 2023 16:08
Gætu þurft að sprengja stíflu til að forðast flóðbylgju í Noregi Yfirvöld í Noregi íhuga nú að sprengja hluta stíflu í Glommu, lengstu og vatnsmestu á landsins, sem óttast er að bresti og valdi hamfaraflóði. Ekki sér enn fyrir endann á úrhellisrigningu í Noregi og Svíþjóð sem gert hefur síðustu daga. 9. ágúst 2023 14:29
Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8. ágúst 2023 10:34