Heimshöfin heitari en nokkru sinni fyrr Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 4. ágúst 2023 08:54 Hitametin hafa fallið víða í sumar og nú er sjórinn heitari að meðaltali en nokkru sinni fyrr. AP Photo/Rebecca Blackwell Hiti sjávar hefur aldrei verið hærri en meðalhiti sjávar á allri jörðinni náði 20.9 stigum í vikunni sem er að líða. Þetta segja vísindamenn frá Kópernikusi sem er stofnun Evrópusambandsins sem fylgist með loftslagsbreytingum. Það er langt fyrir ofan meðaltalið miðað við þennan árstíma, að því er segir í umfjöllun BBC. Fyrra metið var sett árið 2016 en sjávarhiti hefur farið hækkandi á jörðinni í þeim loftslagsbreytingum sem nú eru í gangi. Höfin eru afar mikilvæg þegar kemur að því að jafna út öfgar í veðurfari og hitastigi á jörðinni enda draga þau í sig hita, framleiða um helming alls súrefnis og stjórna veðurfarinu. Eftir því sem sjór hitnar þá minnka möguleikarnir á því að sjórinn geti dregið í sig koldíoxíð. Það þýðir að meira magn gróðurhúsalofttegunda verður eftir í andrúmsloftinu. Heitari sjór leiðir líka til þess að jöklarnir bráðna hraðar sem veldur aftur hækkun á yfirborði sjávar. Þá hefur breytt hitastig sjávar einnig áhrif á hegðun dýranna sem lifa í sjónum sem mörg hver hugsa sér til hreyfings þegar hitastigið breytist og leita þá í kaldari sjó. Vísindamenn rannsaka nú ástæðu þess að sjórinn er að hitna en segja ljóst að loftslagsbreytingarnar hafi þar mikil áhrif. Þegar síðasta met féll, árið 2016, var El Nino veðurfyrirbrigðið í gangi af fullum krafti. Nú er nýtt El Nino tímabil hafið, en er þó aðeins í byrjunarfasa. Því óttast menn að þetta nýja hitamet verði slegið áður en langt um líður. Loftslagsmál Veður Hafið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Þetta segja vísindamenn frá Kópernikusi sem er stofnun Evrópusambandsins sem fylgist með loftslagsbreytingum. Það er langt fyrir ofan meðaltalið miðað við þennan árstíma, að því er segir í umfjöllun BBC. Fyrra metið var sett árið 2016 en sjávarhiti hefur farið hækkandi á jörðinni í þeim loftslagsbreytingum sem nú eru í gangi. Höfin eru afar mikilvæg þegar kemur að því að jafna út öfgar í veðurfari og hitastigi á jörðinni enda draga þau í sig hita, framleiða um helming alls súrefnis og stjórna veðurfarinu. Eftir því sem sjór hitnar þá minnka möguleikarnir á því að sjórinn geti dregið í sig koldíoxíð. Það þýðir að meira magn gróðurhúsalofttegunda verður eftir í andrúmsloftinu. Heitari sjór leiðir líka til þess að jöklarnir bráðna hraðar sem veldur aftur hækkun á yfirborði sjávar. Þá hefur breytt hitastig sjávar einnig áhrif á hegðun dýranna sem lifa í sjónum sem mörg hver hugsa sér til hreyfings þegar hitastigið breytist og leita þá í kaldari sjó. Vísindamenn rannsaka nú ástæðu þess að sjórinn er að hitna en segja ljóst að loftslagsbreytingarnar hafi þar mikil áhrif. Þegar síðasta met féll, árið 2016, var El Nino veðurfyrirbrigðið í gangi af fullum krafti. Nú er nýtt El Nino tímabil hafið, en er þó aðeins í byrjunarfasa. Því óttast menn að þetta nýja hitamet verði slegið áður en langt um líður.
Loftslagsmál Veður Hafið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira