Erlent

Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín

Samúel Karl Ólason skrifar
Igor Girkin í Dónetsk árið 2014. Hann leiddi aðskilnaðarsinna þar um tíma og var yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands.
Igor Girkin í Dónetsk árið 2014. Hann leiddi aðskilnaðarsinna þar um tíma og var yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands. EPA/PHOTOMIG

Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014.

Menn undir stjórn Girkins notuð Buk-loftvarnarkerfi frá Rússlandi til að skjóta farþegaflugvélina niður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið.

Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá Rússum

Girkin, sem gengur einnig undir nafninu Strelkov, var þó ekki handtekinn vegna MH17 heldur er hann sakaður um öfgar fyrir að gagnrýna Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Varnarmálaráðuneytið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Girkin er á þeim buxunum að Rússar hafi ekki stigið nógu hart fram gegn Úkraínu.

Gagnrýni Girkin á Pútín hefur verið mjög mikil á köflum og hefur það vakið furðu að hann hafi ekki verið handtekinn áður.

Eiginkona hans sagði frá handtökunni í morgun á samfélagsmiðlum. Hún var ekki heima þegar útsendarar FSB réðust til atlögu á heimili þeirra og handtóku hann um klukkan 11:30 að staðartíma. Vinafólk þeirra komst að því að hann hefði verið ákærður fyrir öfgar en hún hefur ekkert heyrt í honum og veit hún ekki hvar Girkin er niðurkominn.


Tengdar fréttir

Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás

Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×