Erlent

Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna hættir

Atli Ísleifsson skrifar
Igor Girkin, sem einnig gengur undir nafninu Strelkov, hefur gegnt emætti varnarmálaráðherra hins sjálfskipaða lýðveldis Donetsk.
Igor Girkin, sem einnig gengur undir nafninu Strelkov, hefur gegnt emætti varnarmálaráðherra hins sjálfskipaða lýðveldis Donetsk. Vísir/AFP
Igor Girkin, leiðtogi hersveita aðskilnaðarsinna í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu, hefur sagt af sér embætti.

Þetta staðfestir Alexander Borodai, fyrrum forsætisráðherra hins sjálfskipaða lýðvelds Donetsk, en hafnar fréttum af því að Girkin, sem einnig gengur undir nafninu Strelkov, hafi særst í árás úkraínska stjórnarhersins.

Mikil átök hafa staðið í Donetsk í dag og urðu miklar sprengingar í miðborginni í átökum aðskilnaðarsinna og stjórnarhersins.

Í frétt BBC segir að um þrjú hundruð rússneskir vörubílar fullir af hjálpargögnum séu nú nærri landamæri Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×