Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2023 11:27 Síðasta kornflutningaskipið frá Úkraínu undan ströndum Istanbúl í gærkvöldi. Rússar hóta því nú ljóst og leynt að ráðast á skipin. AP/Sercan Ozkurnazli Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. Síðasta kornflutningaskipið frá Úkraínu eftir að Rússar drógu sig út úr samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sást úti fyrir ströndum Istanbul í Tyrklandi í morgun. Í samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sem Tyrkir höfðu milligöngu um, var komið upp sameiginlegri miðstöð fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi sem fylgdist með flutningaskipunum á ferðum þeirra til og frá útflutningshöfnum í Úkraínu um Svartahaf og og sá um skoðanir á förmum skipanna. Þegar Rússar hafa nú dregið sig út úr samkomulaginu þýðir það að þeir ábyrgjast ekki að ekki verði gerðar árásir á flutningaskipin. Korn flutt í skip í borginni Izmail í Úkraínu sl. vor.AP/Andrew Kravchenko Í nótt skutu Rússar sex stýriflaugum og fjölda sprengjudróna að Ódessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu við Svartahaf. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar flaugarnar og drónana niður, en brak úr þeim hafi náð að valda skemmdum á höfninni í borginni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Rússa áfall fyrir fólk um allan heim. Sameinuðu þjóðirnar muni áfram reyna að koma korni og áburði frá bæði Úkraínu og Rússlandi til þeirra sem þurfi á að halda. Hann sendi Vladimir Putin forseta Rússlands bréf með nýjum tillögum í gær en því bréfi hefur ekki verið svarað. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði í höfuðstöðvum Sameinu þjóðanna í gær að Rússar muni halda áfram að kúga umheiminn eins lengi og þeir kæmust upp með það.AP/Mary Altaffer Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Guterres í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann segir Rússa sýna fullkomið ábyrgðarleysi og þeir stefndu fæðuöryggi heimsins í voða á sama tíma og þeir væru sjálfir að stórauka útflutning sinn á korni á áburði. Tryggja þyrfti útflutning Úkraínu á sjó og landi með öllum ráðum. „Rússar auka aðallega líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum fari hækkandi,“ sagði Kuleba. Rússar hefðu valdið umheiminum enn einum hausverknum, ábyrgðust ekki lengur öryggi skipa til og frá Úkraínu og hótuðu þar með að ráðast á þau. Umheimurinn yrði að skilja eitt einfalt grundvallaratriði: „Eins lengi Rússar eru á Krím og komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra, heldur þetta vandamál áfram," sagði Kuleba. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17. júlí 2023 00:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Síðasta kornflutningaskipið frá Úkraínu eftir að Rússar drógu sig út úr samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sást úti fyrir ströndum Istanbul í Tyrklandi í morgun. Í samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sem Tyrkir höfðu milligöngu um, var komið upp sameiginlegri miðstöð fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi sem fylgdist með flutningaskipunum á ferðum þeirra til og frá útflutningshöfnum í Úkraínu um Svartahaf og og sá um skoðanir á förmum skipanna. Þegar Rússar hafa nú dregið sig út úr samkomulaginu þýðir það að þeir ábyrgjast ekki að ekki verði gerðar árásir á flutningaskipin. Korn flutt í skip í borginni Izmail í Úkraínu sl. vor.AP/Andrew Kravchenko Í nótt skutu Rússar sex stýriflaugum og fjölda sprengjudróna að Ódessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu við Svartahaf. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar flaugarnar og drónana niður, en brak úr þeim hafi náð að valda skemmdum á höfninni í borginni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Rússa áfall fyrir fólk um allan heim. Sameinuðu þjóðirnar muni áfram reyna að koma korni og áburði frá bæði Úkraínu og Rússlandi til þeirra sem þurfi á að halda. Hann sendi Vladimir Putin forseta Rússlands bréf með nýjum tillögum í gær en því bréfi hefur ekki verið svarað. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði í höfuðstöðvum Sameinu þjóðanna í gær að Rússar muni halda áfram að kúga umheiminn eins lengi og þeir kæmust upp með það.AP/Mary Altaffer Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Guterres í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann segir Rússa sýna fullkomið ábyrgðarleysi og þeir stefndu fæðuöryggi heimsins í voða á sama tíma og þeir væru sjálfir að stórauka útflutning sinn á korni á áburði. Tryggja þyrfti útflutning Úkraínu á sjó og landi með öllum ráðum. „Rússar auka aðallega líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum fari hækkandi,“ sagði Kuleba. Rússar hefðu valdið umheiminum enn einum hausverknum, ábyrgðust ekki lengur öryggi skipa til og frá Úkraínu og hótuðu þar með að ráðast á þau. Umheimurinn yrði að skilja eitt einfalt grundvallaratriði: „Eins lengi Rússar eru á Krím og komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra, heldur þetta vandamál áfram," sagði Kuleba. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17. júlí 2023 00:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08
Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17. júlí 2023 00:00