Erlent

Skip­verja og hundi bjargað eftir marga mánuði á sjó

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tim Shaddock og Bella lifðu af á engu nema regnvatni og hráum fisk.
Tim Shaddock og Bella lifðu af á engu nema regnvatni og hráum fisk. Sky

Áströlskum skip­verja og hundi hans hefur verið bjargað undan ströndum Mexíkó eftir að hafa verið skipreka í tvo mánuði. Þeir lifðu á engu nema regn­vatni og hráum fisk.

Í um­fjöllun Sky frétta­stofunnar kemur fram að ástralski skip­verjinn, sem heitir Tim Shadd­ock, hafi haldið af stað frá Mexíkó á litlum segl­báti í apríl. Þaðan ætlaði hann að fara til Frönsku Pólýnesíu í Kyrra­hafi og tók tíkina sína Bellu með.

Að mánuði liðnum lentu þau Tim og Bella hins­vegar í fár­viðri sem olli miklum skemmdum á segl­bátnum. Að sama skapi eyði­lögðust raf­tæki um borð svo Tim gat ekki kallað eftir að­stoð.

Horfa má á umfjöllun áströlsku Sky sjónvarpsstöðvarinnar um björgun Tim hér að neðan: 

Gerði allt rétt

Einungis er að þakka tjald­þaki bátsins að Tim og Bella komust lífs af en tjald­þakið veitti þeim lág­marks­skjól, að því er segir í um­fjöllun Sky. Þau rak stjórn­laust á Kyrra­hafi um nokkurra vikna skeið þar til síðast­liðinn fimmtu­dag.

Þá kom þyrla á vegum tún­fisks­veiði­manna auga á bát þeirra Tim og Bellu. Að sögn lækna er heilsa Tim merki­lega góð eftir raunirnar, en ekki fylgir sögunni hvernig hundinum heilsast.

Haft er eftir Tim að hann óski þess helst af öllu að fá að hvíla sig og að fá góðan mat. Hann hafi ekki borðað neitt í allt of langan tíma.

Sky sjón­varps­stöðin ræðir jafn­framt við Mike Tipton, prófessor við Portsmouth há­skóla, sem segir Tim hafa gert allt rétt í sínum að­stæðum. Hann hafi lifað af með heppni en einnig eigin á­kvörðunum.

Nánast allir sem lifa af skip­brot í heiminum lifa þau af á hlýrri slóðum að sögn prófessorsins. Tim hafi þannig engar á­hyggjur þurft að hafa af því að of­kælast. Hann hafi lág­markað hreyfingar sínar á heitasta tíma dagsins og þannig komið í veg fyrir að verða fyrir of miklu vökva­tapi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×