Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2023 06:51 Þessi mynd af Kerch-brúnni var tekinn í kjölfar árásarinnar í fyrra. AP Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. Dóttir parsins er sögð hafa verið með þeim í bílnum. Hún er sögð hafa slasast. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki greint frá því hvað nákvæmlega gerðist og segja aðeins að brúnni hafi verið lokað vegna „neyðartilviks“. Þau hafa þó viðurkennt að hluti vegarins sé ónýtur en segja engar skemmdir hafi orðið á undirstöðum brúarinnar. Ferjuferðir frá Kuban í Rússlandi og yfir til Krímskaga hafa einnig verið stöðvaðar tímabundið. Talsmaður hermálayfirvalda Úkraínu í Odessa birti mynd á Telegram sem virðist sýna hluta brúarinnar brotinn en ekki liggur fyrir hvort umrædd mynd er raunveruleg né hvort hún tengist atvikinu í morgun. Þá hefur þessu myndskeiði verið deilt á samfélagsmiðlum: As a result of an unexplained emergency that occurred around 3am local time, the illegal bridge to Crimea received significant damage. Russian sources report having heard two explosions with 15 minutes between them. The car route is blocked. Trains seem to still be able to pic.twitter.com/tZuH6TKTNB— Dmitri (@wartranslated) July 17, 2023 Brúin er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki Rússlands, ekki síst vegna þess hversu táknrænt það þykir fyrir herferð Vladimir Pútín Rússlandsforseta að endurheimta landsvæði sem honum þykja tilheyra Rússum. Ef um árás reynist að ræða er þetta í annað sinn sem ráðist er á brúna frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Stjórnvöld í Kænugarði viðurkenndu fyrr í þessum mánuði að hafa staðið að baki árás í október í fyrra, daginn eftir sjötugsafmæli Pútín, þar sem hluti brúarinnar var eyðilagður. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Dóttir parsins er sögð hafa verið með þeim í bílnum. Hún er sögð hafa slasast. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki greint frá því hvað nákvæmlega gerðist og segja aðeins að brúnni hafi verið lokað vegna „neyðartilviks“. Þau hafa þó viðurkennt að hluti vegarins sé ónýtur en segja engar skemmdir hafi orðið á undirstöðum brúarinnar. Ferjuferðir frá Kuban í Rússlandi og yfir til Krímskaga hafa einnig verið stöðvaðar tímabundið. Talsmaður hermálayfirvalda Úkraínu í Odessa birti mynd á Telegram sem virðist sýna hluta brúarinnar brotinn en ekki liggur fyrir hvort umrædd mynd er raunveruleg né hvort hún tengist atvikinu í morgun. Þá hefur þessu myndskeiði verið deilt á samfélagsmiðlum: As a result of an unexplained emergency that occurred around 3am local time, the illegal bridge to Crimea received significant damage. Russian sources report having heard two explosions with 15 minutes between them. The car route is blocked. Trains seem to still be able to pic.twitter.com/tZuH6TKTNB— Dmitri (@wartranslated) July 17, 2023 Brúin er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki Rússlands, ekki síst vegna þess hversu táknrænt það þykir fyrir herferð Vladimir Pútín Rússlandsforseta að endurheimta landsvæði sem honum þykja tilheyra Rússum. Ef um árás reynist að ræða er þetta í annað sinn sem ráðist er á brúna frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Stjórnvöld í Kænugarði viðurkenndu fyrr í þessum mánuði að hafa staðið að baki árás í október í fyrra, daginn eftir sjötugsafmæli Pútín, þar sem hluti brúarinnar var eyðilagður.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira