Erlent

Einn lést í drónaárás á Kænugarð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Íbúar fjölbýlishúss sem varð fyrir árás í nótt virða fyrir sér skemmdirnar. 
Íbúar fjölbýlishúss sem varð fyrir árás í nótt virða fyrir sér skemmdirnar.  AP Photo/Jae C. Hong

Rússar gerðu árásir með drónum á höfuðborg Úkraínu Kænugarð í nótt og lét einn lífið hið minnsta og fjórir aðrir eru særðir.

Þetta var þriðja nóttin í röð sem Rússar gera árás á höfuðborgina en á sama tíma hefur leiðtogafundur NATO staðið yfir í Litháen. Rússar notast við íranska Shahed árásardróna í aðgerðum sínum og herstjórn Kænugarðs segir að árásin í nótt hafi verið afar umfangsmikil.

Drónarnir komu inn á höfuðborgarsvæðið úr mismunandi áttum og um tólf þeirra voru skotnir niður áður en þeir hittu skotmörk sín. Brak úr þeim lenti hinsvegar víða og á meðal þeirra sem urðu fyrir því voru nítján ára gömul stúlka og tuttugu og þriggja ára maður. Sá sem lést virðist hafa brunnið inni þegar eldur kom upp í húsi eftir að dróni sprakk á því eftir því sem borgarstjórinn Vitali Klitschko segir á Telegram síðu sinni.


Tengdar fréttir

Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna.

Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr

Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×