Sjáðu þegar Björn Zoëga kom úr stúkunni og kippti Ólafi Kristófer aftur í lið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2023 22:00 Björn mætti úr stúkunni til að kíkja á puttann á Ólafi Kristófer. Stöð 2 Sport Ólafur Kristófer Helgason varð fyrir því óláni að fara úr lið á fingri þegar Fylkir beið lægri hlut gegn Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-1 Val í vil. Sem betur fyrir Ólaf Kristófer var Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Svíþjóð, á staðnum. Það var á 52. mínútu leiksins sem Fylkismaðurinn fyrrverandi Orri Hrafn Kjartansson kom Val yfir með þrumskoti sem Ólafur Kristófer náði þó að slæma hendi í. Því miður fyrir Ólaf Kristófer fór hann úr lið eins og kom fram í textalýsingu Vísis: „Ég er ekki læknir en hann er sárþjáður. Sjúkraþjálfarar beggja liða veita honum aðstoð, það dugir ekki til og Björn Zöega, forstjóri Karolinska og ráðgjafi Heilbrigðisráðherra, hleypur úr stúkunni inn á völlinn. Þvílíkar senur hérna. Leikurinn er enn stopp fjórum mínútum síðar.“ Á endanum tókst að koma Ólafi Kristófer í lið og náði hann að klára leikinn. Getur hann þakkað Birni Zoëga fyrir en sá starfar í dag í Svíþjóð ásamt því að vera ráðgjafi Heilbrigðisráðherra. Hann er menntaður bæklunarskurðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans. Þá er Björn öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda en hann lék 156 leiki fyrir Val í efstu deild karla í körfubolta frá 1982 til 1990. Varð hann Íslands- og bikarmeistari með Val árið 1983 ásamt því að komast í lokaúrslitin 1984 og 1987. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu. Klippa: Kippti putta markvarðar Fylkis aftur í lið Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Fylkir 2-1 | Naumur sigur Valsmanna á Hlíðarenda Valur hreppti naumlega sigur gegn Fylki í 14. umferð Bestu deildarinnar. Eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir tókst Fylki að minnka muninn á lokamínútunum og gera úr þessu ansi spennandi leik, lokatölur 2-1 á Hlíðarenda. 12. júlí 2023 21:10 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Það var á 52. mínútu leiksins sem Fylkismaðurinn fyrrverandi Orri Hrafn Kjartansson kom Val yfir með þrumskoti sem Ólafur Kristófer náði þó að slæma hendi í. Því miður fyrir Ólaf Kristófer fór hann úr lið eins og kom fram í textalýsingu Vísis: „Ég er ekki læknir en hann er sárþjáður. Sjúkraþjálfarar beggja liða veita honum aðstoð, það dugir ekki til og Björn Zöega, forstjóri Karolinska og ráðgjafi Heilbrigðisráðherra, hleypur úr stúkunni inn á völlinn. Þvílíkar senur hérna. Leikurinn er enn stopp fjórum mínútum síðar.“ Á endanum tókst að koma Ólafi Kristófer í lið og náði hann að klára leikinn. Getur hann þakkað Birni Zoëga fyrir en sá starfar í dag í Svíþjóð ásamt því að vera ráðgjafi Heilbrigðisráðherra. Hann er menntaður bæklunarskurðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans. Þá er Björn öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda en hann lék 156 leiki fyrir Val í efstu deild karla í körfubolta frá 1982 til 1990. Varð hann Íslands- og bikarmeistari með Val árið 1983 ásamt því að komast í lokaúrslitin 1984 og 1987. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu. Klippa: Kippti putta markvarðar Fylkis aftur í lið
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Fylkir 2-1 | Naumur sigur Valsmanna á Hlíðarenda Valur hreppti naumlega sigur gegn Fylki í 14. umferð Bestu deildarinnar. Eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir tókst Fylki að minnka muninn á lokamínútunum og gera úr þessu ansi spennandi leik, lokatölur 2-1 á Hlíðarenda. 12. júlí 2023 21:10 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Fylkir 2-1 | Naumur sigur Valsmanna á Hlíðarenda Valur hreppti naumlega sigur gegn Fylki í 14. umferð Bestu deildarinnar. Eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir tókst Fylki að minnka muninn á lokamínútunum og gera úr þessu ansi spennandi leik, lokatölur 2-1 á Hlíðarenda. 12. júlí 2023 21:10
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti