Íslenski boltinn

Saga reyndi að taka Audda á taugum í Besta þættinum: „Þessi hæna getur ekki rassgat“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR og Tindastóll mættust í annarri viðureign Besta þáttarins.
KR og Tindastóll mættust í annarri viðureign Besta þáttarins. besti þátturinn

Saga Garðarsdóttir og Auðunn Blöndal mættust í Besta þættinum þar sem lið KR og Tindastóls áttust við. Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs.

Í öðrum þætti sumarsins mættust KR og Tindastóll í æsilegri keppni þar sem reyndi bæði á andlega og líkamlega hæfni keppenda.

Saga og Theodór Elmar Bjarnason voru fulltrúar KR en Auddi og Krista Sól Nielsen skipuðu lið Tindastóls.

Þátturinn í ár er með aðeins breyttu sniði þar sem keppendur spreyta sig á fótbolta boccia ásamt því að svara spurningum og sparka bolta í gegnum göt á segldúk. Fyrir hönd Tindastóls voru það Auðunn Blöndal og Krista Sól Nielsen og Fyrir KR voru það Saga Garðarsdóttir og Theódór Elmar Bjarnason.

Klippa: Besti þátturinn: KR gegn Tindastóli

Viðureignin hófst á spurningakeppni þar sem mikið gekk á. Ekki gekk minna á þegar keppendur reyndu að sparka bolta í gegnum göt á segldúk. Þar reyndi Saga að taka Audda og Kristu á taugum með vel völdum athugasemdum.

Loks var komið að fótbolta boccia þar sem úrslitin í viðureigninni réðust.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×