Alltaf erfitt á Selfossi Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júlí 2023 12:31 Lillý Rut Hlynsdóttir skallar hér boltann frá í leik við Breiðablik fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir, sérstaklega á Selfossi. Þetta verður bara hörkuleikur,“ segir Lillý Rut Hlynsdóttir, leikmaður Vals, um verkefni dagsins. Valur og Selfoss mætast í Bestu deild kvenna klukkan 14:00. Selfoss-liðinu hefur ekki gengið vel í sumar og er á botni deildarinnar með sjö stig og hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Lillý vill þó ekki meina að um skyldusigur sé að ræða. „Nei, alls ekki. Þótt að gengið hafi ekki verið það besta hjá þeim eru þær samt með mjög góða leikmenn og hörkulið,“ segir Lillý sem segir Valskonur klárar í slaginn. „Við erum búnar að fara vel yfir liðið eins og við gerum fyrir alla leiki. Það eru yfirleitt svipaðar áherslur hjá okkur en breytist aðeins eftir mótherjanum.“ Hraðar sóknir Selfosskvenna sé þá þeirra helsta ógn. „Við vitum að þær eru mjög snöggar fram á við og vilja sækja hratt svo við þurfum að vera undirbúnar fyrir það,“ segir Lillý. Spennandi toppbarátta fram undan Valur og Breiðablik voru jöfn að stigum fyrir umferðina með 23 stig en Breiðablik vann sinn leik við Keflavík í gær og er því með þriggja stiga forskot. Lillý hlakkar til baráttunnar við Blika en býst einnig við öðrum liðum í baráttunni. Þróttur er með 21 stig eftir sigur á Stjörnunni í gær og Þór/KA getur farið í 22 stig með sigri í sínum leik við ÍBV norðan heiða í dag. „Við viljum vinna alla leiki, svo það breytir litlu. Það er mikilvægt í dag eins og alla aðra leiki,“ segir Lillý. „Þær eru að spila ótrúlega vel núna og baráttan við þær leggst vel í mig. Það verða líklega önnur lið líka í þessari titilbaráttu. Þetta er mjög spennandi en við ætlum okkur að fara alla leið,“ segir hún að endingu. Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í dag og allir hefjast þeir klukkan tvö. Þeir eru listaðir upp að neðan. Klukkan 20:00 í kvöld mun Helena Ólafsdóttir svo gera umferðina upp ásamt sérfræðingateymi sínu í Bestu mörkunum. Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Fótbolti Valur UMF Selfoss Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira
Selfoss-liðinu hefur ekki gengið vel í sumar og er á botni deildarinnar með sjö stig og hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Lillý vill þó ekki meina að um skyldusigur sé að ræða. „Nei, alls ekki. Þótt að gengið hafi ekki verið það besta hjá þeim eru þær samt með mjög góða leikmenn og hörkulið,“ segir Lillý sem segir Valskonur klárar í slaginn. „Við erum búnar að fara vel yfir liðið eins og við gerum fyrir alla leiki. Það eru yfirleitt svipaðar áherslur hjá okkur en breytist aðeins eftir mótherjanum.“ Hraðar sóknir Selfosskvenna sé þá þeirra helsta ógn. „Við vitum að þær eru mjög snöggar fram á við og vilja sækja hratt svo við þurfum að vera undirbúnar fyrir það,“ segir Lillý. Spennandi toppbarátta fram undan Valur og Breiðablik voru jöfn að stigum fyrir umferðina með 23 stig en Breiðablik vann sinn leik við Keflavík í gær og er því með þriggja stiga forskot. Lillý hlakkar til baráttunnar við Blika en býst einnig við öðrum liðum í baráttunni. Þróttur er með 21 stig eftir sigur á Stjörnunni í gær og Þór/KA getur farið í 22 stig með sigri í sínum leik við ÍBV norðan heiða í dag. „Við viljum vinna alla leiki, svo það breytir litlu. Það er mikilvægt í dag eins og alla aðra leiki,“ segir Lillý. „Þær eru að spila ótrúlega vel núna og baráttan við þær leggst vel í mig. Það verða líklega önnur lið líka í þessari titilbaráttu. Þetta er mjög spennandi en við ætlum okkur að fara alla leið,“ segir hún að endingu. Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna í dag og allir hefjast þeir klukkan tvö. Þeir eru listaðir upp að neðan. Klukkan 20:00 í kvöld mun Helena Ólafsdóttir svo gera umferðina upp ásamt sérfræðingateymi sínu í Bestu mörkunum. Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Leikir dagsins í Bestu deild kvenna 14:00 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport) 14:00 FH - Tindastóll (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 Þór/KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin 2) 20:00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Fótbolti Valur UMF Selfoss Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira