Íslenski boltinn

„Mjög vond byrjun á leiknum hjá okkur“

Dagur Lárusson skrifar
Kristján var ekki sáttur að leik loknum.
Kristján var ekki sáttur að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét

„Þetta var mjög vond byrjun á leiknum hjá okkur, það er svona fyrsta sem fer í gegnum hugann á mér núna eftir leik,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-0 tap gegn Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Stjarnan tók á móti Þrótti og hefði með sigri getað jafnað gestina að stigum en bæði lið vilja vera með fleiri stig á töflunni. Stjönunni var spáð góðu gengi fyrir mót en hefur ekki fundið taktinn. Það sama var upp á teningnum í dag.

„Við vorum mjög hikandi og mikið um klaufamistök, lélegar sendingar og almennt einbeitingarleysi og missum þær þannig í 1-0 og vorum of lengi að átta okkur á hlutunum,“ bætti Kristján við. Hann gerði svo  þrefalda skiptingu í hálfleik og vill meina að hann hafi séð breytingar á liðunu eftir það.

„Já við náðum tökum á leiknum þá. Fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleiknum þá vorum við með öll völdin á vellinum og fengum frábært færi sem fór í þverslánna og út. Svoleiðis hefur þetta verið hjá okkur undanfarið, stöngin út í staðin fyrir stöngin inn en við verðum bara að halda áfram,“ sagði Kristján að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×