Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-0 Fram | Alex Freyr tryggði ÍBV dýrmætan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2023 18:00 Alex Freyr Hilmarsson [til hægri] tryggði sigur Eyjamanna. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann Fram 1-0 í 14. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Fyrir leik vakti athygli að fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson var mættur að nýju í byrjunarliðið. Munar um minna og segja má að hann hafi minnt á sig í dag. Hvað leikinn varðar þá kom sigurmarkið strax á 3. mínútu. Felix Örn Friðriksson átti þá hornspyrnu sem flaug inn að marki. Gestunum tókst ekki að koma boltanum frá og Alex Freyr Hilmarsson skoraði af stuttu færi. Skömmu síðar voru Eyjamenn nálægt því að tvöfalda forystuna en gestirnir björguðu á línu. Oliver Heiðarsson fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar hálftími var liðinn en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur fer seint í sögubækurnar og var vægast sagt tíðindalítill. Gestirnir úr Grafarholti ógnuðu lítið og Eyjamenn voru sáttir með fenginn hlut, lokatölur 1-0 ÍBV í vil. ÍBV lyftir sér með sigrinum upp í 16 stig og situr því í 8. sæti á meðan Fram fellur niður í 10. sæti með 14 stig. Af hverju vann ÍBV? Voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV verður að benda á manninn sem skoraði sigurmarkið, Alex Freyr. Þá ógnaði Oliver Heiðarsson með hraða sínum og krafti. Einnig verður að nefna Eið Aron en ÍBV er allt annað lið með hann innanborðs. Hjá gestunum átti Ólafur Íshólm nokkrar góðar vörslur í markinu. Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk illa að klára færin á meðan Fram gekk illa að skapa sér færi. Hvað gerist næst? Fram fær Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn eftir slétta viku á meðan Keflavík mætir til Vestmannaeyja á sunnudeginum 16. júlí. „Ekkert flæði í leiknum“ Jón Sveinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego „Svekkjandi að tapa. Það var ekkert flæði í leiknum, held að menn hafi ekki hlaupið meira en sex til sjö kílómetra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Það var ekkert tempó en það sem leikurinn bauð upp á var ÍBV sterkari en við svo hann fór eins og hann fór.“ Jón vildi meina að Fram hefðu getað prísað sig sæla að vera aðeins 1-0 undir í hálfleik. „Vorum búnir að komast í 2-3 stöður sem við hefðum getað skapað eitthvað en vorum ekki líklegir til að skora í fyrri hálfleik. Í seinni náðum við að setja smá pressu á þá, koma boltanum inn á hættusvæðið en klaufar að skora ekki. Eins og aðstæðurnar voru hér í dag þá buðu þær ekki mikið upp á það (að spila fótbolta).“ „Það þýðir lítið að velta því fyrir sér en auðvitað hefði verið þægilegra að taka þrjú stig og skilja þá aðeins eftir en þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Jón að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Fyrir leik vakti athygli að fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson var mættur að nýju í byrjunarliðið. Munar um minna og segja má að hann hafi minnt á sig í dag. Hvað leikinn varðar þá kom sigurmarkið strax á 3. mínútu. Felix Örn Friðriksson átti þá hornspyrnu sem flaug inn að marki. Gestunum tókst ekki að koma boltanum frá og Alex Freyr Hilmarsson skoraði af stuttu færi. Skömmu síðar voru Eyjamenn nálægt því að tvöfalda forystuna en gestirnir björguðu á línu. Oliver Heiðarsson fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar hálftími var liðinn en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur fer seint í sögubækurnar og var vægast sagt tíðindalítill. Gestirnir úr Grafarholti ógnuðu lítið og Eyjamenn voru sáttir með fenginn hlut, lokatölur 1-0 ÍBV í vil. ÍBV lyftir sér með sigrinum upp í 16 stig og situr því í 8. sæti á meðan Fram fellur niður í 10. sæti með 14 stig. Af hverju vann ÍBV? Voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV verður að benda á manninn sem skoraði sigurmarkið, Alex Freyr. Þá ógnaði Oliver Heiðarsson með hraða sínum og krafti. Einnig verður að nefna Eið Aron en ÍBV er allt annað lið með hann innanborðs. Hjá gestunum átti Ólafur Íshólm nokkrar góðar vörslur í markinu. Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk illa að klára færin á meðan Fram gekk illa að skapa sér færi. Hvað gerist næst? Fram fær Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn eftir slétta viku á meðan Keflavík mætir til Vestmannaeyja á sunnudeginum 16. júlí. „Ekkert flæði í leiknum“ Jón Sveinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego „Svekkjandi að tapa. Það var ekkert flæði í leiknum, held að menn hafi ekki hlaupið meira en sex til sjö kílómetra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Það var ekkert tempó en það sem leikurinn bauð upp á var ÍBV sterkari en við svo hann fór eins og hann fór.“ Jón vildi meina að Fram hefðu getað prísað sig sæla að vera aðeins 1-0 undir í hálfleik. „Vorum búnir að komast í 2-3 stöður sem við hefðum getað skapað eitthvað en vorum ekki líklegir til að skora í fyrri hálfleik. Í seinni náðum við að setja smá pressu á þá, koma boltanum inn á hættusvæðið en klaufar að skora ekki. Eins og aðstæðurnar voru hér í dag þá buðu þær ekki mikið upp á það (að spila fótbolta).“ „Það þýðir lítið að velta því fyrir sér en auðvitað hefði verið þægilegra að taka þrjú stig og skilja þá aðeins eftir en þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Jón að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira