Ráðherra sver af sér rasíska samsæriskenningu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 12:59 Finnskir fjölmiðlar segja að Mari Rantanen innanríkisráðherra hafi að minnsta kosti þrisvar notað myllumerki um rasíska samsæriskenningu á Twitter. Hún hafi oftar vísað til kenningarinnar óbeint. Vísir/samsett Innanríkisráðherra Finnlands hafnaði því að hann aðhylltist rasíska hægriöfgasamsæriskenningu og eyddi gömlum færslum á samfélagsmiðlum eftir að fjölmiðlar fjöluðu um þær um helgina. Innan við vika er frá því að annar ráðherra sagði af sér í skugga ásakana um tengsl við hægriöfgaöfl. Finnskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Mari Rantanen, innanríkisráðherra úr hægrijaðarflokknum Sönnum Finnum, hefði vísað til rasískrar samsæriskenningar sem er vinsæl í hægriöfgakreðsum um að verið sé að skipta út hvítu fólki í vestrænum samfélögum fyrir hörundsdökkt fólk, sérstaklega múslima. Kenningin hefur verið nefnd „endurnýjunin mikla“ (e. Great Replacement). „Leyfið mér að tala skýrt: ég trúi ekki á samsæri. Ég trúi heldur ekki á kenninguna um endurnýjunina miklu,“ sagði Rantanen á Twitter á sunnudag sem virtist hafa eytt vísunum í kenninguna nýlega. Finnska ríkisútvarpið YLE hefur eftir sérfræðingi í lýðskrumi og samsæriskenningum að Rantanen notið ítrekað finnskt orð yfir að samfélaghópum sé skipt út. „Hún kýs að nota hreint út eitt af mjög fáum hugtökum sem tengjast beint samsæriskenningum og virkar sem nokkurs konar hundaflauta,“ segir Niko Pyrhönen frá Háskólanum í Helsinki. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, sagði flokkinn hvorki trúa á samsæriskenningar né halda þeim á lofti. Hann styddist við opinbera tölfræði til þess að benda á afleiðingar innflytjendastraums til Finnlands og annarra vestrænna ríkja. Á meðal þeirra stofnana sem heyra undir Rantanen er finnska leyniþjónustan Supo. Hún hefur verað við uppgangi hægriöfgahyggju í Finnlandi, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Vilhelm Junnila, flokksbróðir Rantanen, sagði af sér sem viðskiptaráðherra vegna ásakana um tengsl hans við hægriöfgahópa á föstudag. Hann sagði stuðningsmönnum sínum á kosningafundi fyrr á þessu ári að það væri happamerki að honum hefði verið úthlutað frambjóðendanúmerinu 88. Talan er þekkt talnadulmál sem nýnasistar nota um hyllingu Adolfs Hitler. Junnila sagði að um óviðeigandi grín hefði verið að ræða. Óánægja með þátttöku í gleðigöngu Samsteypustjórnin sem tók við völdum í Finnlandi í síðasta mánuði markar krappa hægri beygju frá fyrri stjórn Sönnu Marin, þáverandi leiðtoga Jafnaðarmanna. Á stefnuskrá hennar er meðal annars að gera útlendingum erfiðara fyrir að koma og dvelja í Finnlandi. Þó að stjórnin hafi aðeins setið í fáar vikur hafa ráðherrar og þingmenn hennar ítrekað verið í fréttum fyrir afdráttarlausar skoðanir sínar. Sari Essayah, leiðtogi Kristilegra demókrata og nýskipaður landbúnaðar- og skógaráðherra, gagnrýndi samráðherra sína úr Sambandsflokki Petteris Orpo forsætisráðherra og Sænska þjóðarflokksins sem tóku þátt í gleðigöngu hinsegin fólks í Helsinki um helgina. Það gerðu þeir undir borða finnska ríkisráðsins. „Sem ríkisstjórn getum við ekki tekið þátt ef við deilum ekki sömu hugamyndafræði og mjög sterku stjórnmálaskoðunum sem hinsegin hreyfingin stendur fyrir,“ sagði Essayah í viðtali við YLE í gærmorgun. Þátttakendur í gleðigöngunni í Helsinki á laugardaginn.Vísir/EPA Vísað af tónlistarhátíð Þá var Juha Mäenpää, umdeildum þingmanni Sannra Finna, sagt að hann væri ekki lengur velkominn á Provinssi-tónlistarhátíðina í Seinäjoki í vestanverðu landinu sem honum var boðið á. Tónleikahaldarar töldu að hann hefði brotið loforð um að fella sig undir jafnréttis- og fjölbreytnistefnu hátíðarinnar þegar hann lét birta blaðagrein þar sem hann sakaði menntamálanefnd landsins um að „eitra hugi barna“ með kynfræðslu daginn fyrir setningu hennar. Mäenpää var meðlimur í hægriöfgasamtökunum Suomen Sisu sem segjast á móti fjölmenningu og „glóbalisma“. Hann sætti gagnrýni þegar hann hlakkaði yfir því að eldur kviknaði í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur árið 2015 og líkti innflytjendum við meindýr í ræðu á þingi árið 2019. Saksóknarar óskuðu eftir leyfi þingsins til þess að ákæra Mäenpää fyrir að egna til ofbeldis gegn kynþáttahópum með síðarnefndu ummælunum. Dómsmálanefnd þingsins samþykkti að svipta hann friðhelgi með afgerandi meirihluta en ekki náðist meirihluti fimm af hverjum sex þingmanna sem þarf til þess í atkvæðagreiðslu í þinginu sjálfu. Finnland Kynþáttafordómar Gleðigangan Tengdar fréttir Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Finnskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Mari Rantanen, innanríkisráðherra úr hægrijaðarflokknum Sönnum Finnum, hefði vísað til rasískrar samsæriskenningar sem er vinsæl í hægriöfgakreðsum um að verið sé að skipta út hvítu fólki í vestrænum samfélögum fyrir hörundsdökkt fólk, sérstaklega múslima. Kenningin hefur verið nefnd „endurnýjunin mikla“ (e. Great Replacement). „Leyfið mér að tala skýrt: ég trúi ekki á samsæri. Ég trúi heldur ekki á kenninguna um endurnýjunina miklu,“ sagði Rantanen á Twitter á sunnudag sem virtist hafa eytt vísunum í kenninguna nýlega. Finnska ríkisútvarpið YLE hefur eftir sérfræðingi í lýðskrumi og samsæriskenningum að Rantanen notið ítrekað finnskt orð yfir að samfélaghópum sé skipt út. „Hún kýs að nota hreint út eitt af mjög fáum hugtökum sem tengjast beint samsæriskenningum og virkar sem nokkurs konar hundaflauta,“ segir Niko Pyrhönen frá Háskólanum í Helsinki. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, sagði flokkinn hvorki trúa á samsæriskenningar né halda þeim á lofti. Hann styddist við opinbera tölfræði til þess að benda á afleiðingar innflytjendastraums til Finnlands og annarra vestrænna ríkja. Á meðal þeirra stofnana sem heyra undir Rantanen er finnska leyniþjónustan Supo. Hún hefur verað við uppgangi hægriöfgahyggju í Finnlandi, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Vilhelm Junnila, flokksbróðir Rantanen, sagði af sér sem viðskiptaráðherra vegna ásakana um tengsl hans við hægriöfgahópa á föstudag. Hann sagði stuðningsmönnum sínum á kosningafundi fyrr á þessu ári að það væri happamerki að honum hefði verið úthlutað frambjóðendanúmerinu 88. Talan er þekkt talnadulmál sem nýnasistar nota um hyllingu Adolfs Hitler. Junnila sagði að um óviðeigandi grín hefði verið að ræða. Óánægja með þátttöku í gleðigöngu Samsteypustjórnin sem tók við völdum í Finnlandi í síðasta mánuði markar krappa hægri beygju frá fyrri stjórn Sönnu Marin, þáverandi leiðtoga Jafnaðarmanna. Á stefnuskrá hennar er meðal annars að gera útlendingum erfiðara fyrir að koma og dvelja í Finnlandi. Þó að stjórnin hafi aðeins setið í fáar vikur hafa ráðherrar og þingmenn hennar ítrekað verið í fréttum fyrir afdráttarlausar skoðanir sínar. Sari Essayah, leiðtogi Kristilegra demókrata og nýskipaður landbúnaðar- og skógaráðherra, gagnrýndi samráðherra sína úr Sambandsflokki Petteris Orpo forsætisráðherra og Sænska þjóðarflokksins sem tóku þátt í gleðigöngu hinsegin fólks í Helsinki um helgina. Það gerðu þeir undir borða finnska ríkisráðsins. „Sem ríkisstjórn getum við ekki tekið þátt ef við deilum ekki sömu hugamyndafræði og mjög sterku stjórnmálaskoðunum sem hinsegin hreyfingin stendur fyrir,“ sagði Essayah í viðtali við YLE í gærmorgun. Þátttakendur í gleðigöngunni í Helsinki á laugardaginn.Vísir/EPA Vísað af tónlistarhátíð Þá var Juha Mäenpää, umdeildum þingmanni Sannra Finna, sagt að hann væri ekki lengur velkominn á Provinssi-tónlistarhátíðina í Seinäjoki í vestanverðu landinu sem honum var boðið á. Tónleikahaldarar töldu að hann hefði brotið loforð um að fella sig undir jafnréttis- og fjölbreytnistefnu hátíðarinnar þegar hann lét birta blaðagrein þar sem hann sakaði menntamálanefnd landsins um að „eitra hugi barna“ með kynfræðslu daginn fyrir setningu hennar. Mäenpää var meðlimur í hægriöfgasamtökunum Suomen Sisu sem segjast á móti fjölmenningu og „glóbalisma“. Hann sætti gagnrýni þegar hann hlakkaði yfir því að eldur kviknaði í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur árið 2015 og líkti innflytjendum við meindýr í ræðu á þingi árið 2019. Saksóknarar óskuðu eftir leyfi þingsins til þess að ákæra Mäenpää fyrir að egna til ofbeldis gegn kynþáttahópum með síðarnefndu ummælunum. Dómsmálanefnd þingsins samþykkti að svipta hann friðhelgi með afgerandi meirihluta en ekki náðist meirihluti fimm af hverjum sex þingmanna sem þarf til þess í atkvæðagreiðslu í þinginu sjálfu.
Finnland Kynþáttafordómar Gleðigangan Tengdar fréttir Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03