Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 12:03 Petteri Orpo á leið á blaðamannafund í finnska þinghúsinu eftir að þingmenn kusu hann forsætisráðherra. Vísir/EPA Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. Orpo leiðir samsteypustjórn Sambandsflokksins, Sannra Finna, Sænska þjóðarflokksins og kristilegra demókrata sem unnu samanlagt meirihluta sæta á þingi í kosningum sem fór fram 2. apríl. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna tóku 44 daga og lauk ekki fyrr en í síðustu viku. Þingheimur greiddi atkvæði um Orpo sem forsætisráðherra. Hann hlaut 107 atkvæði en 81 þingmaður greiddi atkvæði gegn honum og ellefu voru fjarverandi. „Ég þakka ykkur innilega fyrir það traust sem þið hafið sýnt mér,“ sagði Orpo að atkvæðagreiðslunni lokinni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, verður fjármálaráðherra í ríkisstjórninni. Elina Valtonen, varaformaður Sambandsflokks Orpo, verður utanríkisráðherra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orpo lofaði því að draga úr hallarekstri ríkissjóðs í kosningabaráttunni en einnig að lækka skatta og örva atvinnusköpun einkageirans. Nýja stjórnin boðar herta stefnu í innflytjendamálum með auknum skorðum á þá sem sækjast eftir dvalar- og atvinnuleyfi í landinu. Einnig ætlar hún að fækka svonefndum kvótaflóttamönnum sem Finnland tekur við um helming og gera útlendingum erfiðara fyrir að öðlast ríkisborgararétt. Það síðastnefnda var aðaláherslumál Sannra Finna. „Við ætlum að herða öll skilyrði fyrir því að koma til Finnlands, að dvelja hér og að vera í Finnlandi,“ sagði Mari Rantanen, nýr innanríkisráðherra úr röðum Sannra Finna við finnska ríkisútvarpið YLE í dag. Hún sagði innflytjendastefnu Finnlands hafa verið þá frjálslyndustu á Norðurlöndunum undanfarin ár en nú verði skipt um kúrs. „Það eru bara svo margir flóttamenn en það er lítið vit í þeim siðferðislegu látalátum að ætla að taka við eins mörgum og mögulegt er,“ sagði nýbakaði ráðherrann. Finnland Flóttamenn Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Orpo leiðir samsteypustjórn Sambandsflokksins, Sannra Finna, Sænska þjóðarflokksins og kristilegra demókrata sem unnu samanlagt meirihluta sæta á þingi í kosningum sem fór fram 2. apríl. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna tóku 44 daga og lauk ekki fyrr en í síðustu viku. Þingheimur greiddi atkvæði um Orpo sem forsætisráðherra. Hann hlaut 107 atkvæði en 81 þingmaður greiddi atkvæði gegn honum og ellefu voru fjarverandi. „Ég þakka ykkur innilega fyrir það traust sem þið hafið sýnt mér,“ sagði Orpo að atkvæðagreiðslunni lokinni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, verður fjármálaráðherra í ríkisstjórninni. Elina Valtonen, varaformaður Sambandsflokks Orpo, verður utanríkisráðherra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orpo lofaði því að draga úr hallarekstri ríkissjóðs í kosningabaráttunni en einnig að lækka skatta og örva atvinnusköpun einkageirans. Nýja stjórnin boðar herta stefnu í innflytjendamálum með auknum skorðum á þá sem sækjast eftir dvalar- og atvinnuleyfi í landinu. Einnig ætlar hún að fækka svonefndum kvótaflóttamönnum sem Finnland tekur við um helming og gera útlendingum erfiðara fyrir að öðlast ríkisborgararétt. Það síðastnefnda var aðaláherslumál Sannra Finna. „Við ætlum að herða öll skilyrði fyrir því að koma til Finnlands, að dvelja hér og að vera í Finnlandi,“ sagði Mari Rantanen, nýr innanríkisráðherra úr röðum Sannra Finna við finnska ríkisútvarpið YLE í dag. Hún sagði innflytjendastefnu Finnlands hafa verið þá frjálslyndustu á Norðurlöndunum undanfarin ár en nú verði skipt um kúrs. „Það eru bara svo margir flóttamenn en það er lítið vit í þeim siðferðislegu látalátum að ætla að taka við eins mörgum og mögulegt er,“ sagði nýbakaði ráðherrann.
Finnland Flóttamenn Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira