Sá markahæsti um áhuga frá Belgíu: „Myndi ekki hoppa á hvað sem er“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2023 09:31 Stefán Ingi Sigurðarson fagnar öðru af mörkum sínum gegn HK. Þau dugðu ekki til sigurs. Vísir/Anton Brink Stefán Ingi skoraði bæði mörk Breiðabliks í 5-2 tapi gegn HK á föstudag. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk um þessar mundir og hefur vakið athygli erlendis. Lið frá Belgíu er í samningaviðræðum við Breiðablik með það að leiðarljósi að kaupa Stefán Inga áður en tímabilinu á Íslandi er lokið. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um tímabilið til þessa, sem og hvað framtíðin ber í skauti sér. Um tímabilið til þessa „Erfitt að hafa einhverjar rosalegar væntingar, ég var með markmið á undirbúningstímabilinu og markmið á þessu tímabili. Markmiðin breyttust aðeins því við missum út leikmenn.“ „Erum með stóran hóp og virkilega sterka leikmenn sóknarlega en svo missum við Patrik [Johannesen] og Kiddi [Kristinn Steindórsson] er mikið frá. Þá er þunnskipaðra, svo fara Eyþór Aron [Wöhler] og Pétur Theódór [Árnason] á lán, þannig þessi stóri, stóri hópur var alveg að þynnast tiltölulega hratt.“ „Markmiðin mín voru að ég ætlaði að verða byrjunarliðsmaður. Það hefur alveg gengið hingað til en ég veit að ég þarf að halda áfram að standa mig til þess að það gerist. Annars kemur alltaf einhver annar.“ „Myndi segja að þetta væri spennandi skref“ „Eins og Óli [Kristjáns, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki] sagði þá er komið tilboð og það eru viðræður í gangi.“ „Engar viðræður byrjaðar milli mín og liðsins, ég er bara að einbeita mér að verkefninu sem er í gangi núna, það er Breiðablik. Evrópuleikir framundan og undanúrslit í bikar, það er mikið að gerast. Þetta eru leikir sem ég vil spila, þarf að einbeita mér að fullu. Það sem gerist milli þessara tveggja liða kemur bara í ljós. „Myndi segja að þetta væri spennandi skref. Þetta er sterk deild, það er nýtt fyrirkomulag í deildinni eins og er annað hvert ár þarna í Belgíu – eru alltaf að breyta til. Það eru sénsar að fara í umspil um að komast upp. Um leið og þú ert kominn út fyrir Ísland, kominn annarsstaðar í Evrópu er meira verið að fylgjast með þér því þá þekkja þeir styrkleika deildarinnar betur.“ „Þetta er alveg tækifæri sem ég mun íhuga og skoða, eins og er þá er ekkert „concrete“ komið nema að félögin eru að ræða saman.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Myndi ekki hoppa á hvað sem er „Maður vill finna rétta skrefið“ „Ég myndi ekki hoppa á hvað sem er. Maður vill finna rétta skrefið, er ekki að fara út bara til að fara út og geta lifað þessu atvinnumannalífi innan gæsalappa. Maður þarf að finna rétta tækifærið fyrir sig. Ekki of stórt stökk, ekki of lítið stökk og eitthvað sem getur fleytt manni áfram seinna meir.“ „Markmið allra að fara eins langt og hægt er. Fyrsta „move-ið“ þitt út í atvinnumennsku er vanalega ekki að fara, ef þú stendur þig getur þú farið lengra þannig maður þarf að finna rétt lið og réttan stað til að geta staðið sig vel þar og vonandi farið lengra.“ Sjá má viðtalið við Stefán Inga í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Lið frá Belgíu er í samningaviðræðum við Breiðablik með það að leiðarljósi að kaupa Stefán Inga áður en tímabilinu á Íslandi er lokið. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um tímabilið til þessa, sem og hvað framtíðin ber í skauti sér. Um tímabilið til þessa „Erfitt að hafa einhverjar rosalegar væntingar, ég var með markmið á undirbúningstímabilinu og markmið á þessu tímabili. Markmiðin breyttust aðeins því við missum út leikmenn.“ „Erum með stóran hóp og virkilega sterka leikmenn sóknarlega en svo missum við Patrik [Johannesen] og Kiddi [Kristinn Steindórsson] er mikið frá. Þá er þunnskipaðra, svo fara Eyþór Aron [Wöhler] og Pétur Theódór [Árnason] á lán, þannig þessi stóri, stóri hópur var alveg að þynnast tiltölulega hratt.“ „Markmiðin mín voru að ég ætlaði að verða byrjunarliðsmaður. Það hefur alveg gengið hingað til en ég veit að ég þarf að halda áfram að standa mig til þess að það gerist. Annars kemur alltaf einhver annar.“ „Myndi segja að þetta væri spennandi skref“ „Eins og Óli [Kristjáns, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki] sagði þá er komið tilboð og það eru viðræður í gangi.“ „Engar viðræður byrjaðar milli mín og liðsins, ég er bara að einbeita mér að verkefninu sem er í gangi núna, það er Breiðablik. Evrópuleikir framundan og undanúrslit í bikar, það er mikið að gerast. Þetta eru leikir sem ég vil spila, þarf að einbeita mér að fullu. Það sem gerist milli þessara tveggja liða kemur bara í ljós. „Myndi segja að þetta væri spennandi skref. Þetta er sterk deild, það er nýtt fyrirkomulag í deildinni eins og er annað hvert ár þarna í Belgíu – eru alltaf að breyta til. Það eru sénsar að fara í umspil um að komast upp. Um leið og þú ert kominn út fyrir Ísland, kominn annarsstaðar í Evrópu er meira verið að fylgjast með þér því þá þekkja þeir styrkleika deildarinnar betur.“ „Þetta er alveg tækifæri sem ég mun íhuga og skoða, eins og er þá er ekkert „concrete“ komið nema að félögin eru að ræða saman.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Myndi ekki hoppa á hvað sem er „Maður vill finna rétta skrefið“ „Ég myndi ekki hoppa á hvað sem er. Maður vill finna rétta skrefið, er ekki að fara út bara til að fara út og geta lifað þessu atvinnumannalífi innan gæsalappa. Maður þarf að finna rétta tækifærið fyrir sig. Ekki of stórt stökk, ekki of lítið stökk og eitthvað sem getur fleytt manni áfram seinna meir.“ „Markmið allra að fara eins langt og hægt er. Fyrsta „move-ið“ þitt út í atvinnumennsku er vanalega ekki að fara, ef þú stendur þig getur þú farið lengra þannig maður þarf að finna rétt lið og réttan stað til að geta staðið sig vel þar og vonandi farið lengra.“ Sjá má viðtalið við Stefán Inga í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira