Íslenski boltinn

Grótta býður Pétur Theodór velkominn aftur á Nesið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pétur Theodór Árnason er kominn aftur á Nesið.
Pétur Theodór Árnason er kominn aftur á Nesið. vísir/vilhelm

Pétur Theodór Árnason er genginn í raðir Gróttu á nýjan leik. Hann kemur til liðsins á láni frá Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Pétur er uppalinn hjá Gróttu og hefur lengst af ferilsins leikið með liðinu. Hann var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar þegar Seltirningar unnu hana 2019 og lék svo með þeim í efstu deild tímabilið á eftir. 

Sumarið 2021 var Pétur svo aftur markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar og gekk eftir það tímabil til liðs við Breiðablik. Hann spilaði hins vegar ekkert með Blikum í fyrra því hann sleit krossband í hné á síðasta undirbúningstímabili.

Pétur er nú kominn aftur heim í Gróttu sem endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Grótta kynnti hann til leiks með skemmtilegu myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan.

Pétur, sem er 27 ára, hefur leikið 136 deildarleiki á Íslandi og skorað 61 mark. Auk þess hefur hann spilað nítján bikarleiki og skorað átján mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×