Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2023 14:31 Eftir að hafa eytt miklu í leikmann á borð við Mykhailo Mudryk og Enzo Fernandez [til vinstri] þarf félagið að selja leikmenn á borð við Kai Havertz [til hægri]. Skiptir engu hvort það er til Arsenal eða Sádi-Arabíu. Ryan Pierse/Getty Images Eftir félagaskipti síðustu daga er eðlilega að margur velti fyrir sér hvort PIF, fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, sé að fjármagna enska knattspyrnufélagið Chelsea. PIF á nú þegar eitt knattspyrnulið á Englandi, Newcastle United, og þó tók sjóðurinn yfir fjögur af stærstu liðum Sádi-Arabíu fyrir ekki svo löngu síðan. Í kjölfarið var farið að orða leikmenn, með stór nöfn, í hrönnum við Sádi-Arabíu. Þeir voru ekkert endilega orðaðir við ákveðið lið heldur bara eitthvað af liðunum fjórum sem PIF á. Eins og Vísir greindi frá í gær þá virðast liðin fjögur hafa sérstakan áhuga á leikmönnum Chelsea. Það vekur sérstaka athygli þar sem PIF hefur þegar fjárfest gríðarlega í gegnum Clearlake Capital, meirihluta eiganda Chelsea. Vitað er að Chelsea þarf að losa leikmenn fyrir 30. júní eftir að hafa verslað gríðarlegan fjölda leikmanna fyrr á leiktíðinni. Það er því einkar hentugt að annar hver leikmaður liðsins sé orðaður við Sádi-Arabíu. Matt Slater hjá The Athletic sérhæfir sig í fjármálum knattspyrnuliða og velti hann einfaldlega upp spurningunni: „Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea?“ Slater segir það ljóst að PIF hafi fjárfest í Clearlake. Það þýðir þó ekki að það séu tengsl á milli Chelsea og PIF. Einn heimildarmaður greinarinnar bendir á að Clearlake sé magnað fyrirtæki sem hafi skilað viðskiptavinum sínum gríðarlegum hagnaði. Það sé helsta ástæða þess að PIF hafi fjárfest hjá Clearlake. Jordan Gardner, annar heimildarmaður greinarinnar, segir að þó hlutirnir líti vissulega ekki vel út að svo stöddu þá sé fólk að lesa alltof mikið í þetta. PIF sé einfaldlega einn af fjölmörgum fjárfestum hjá Clearlake. Dr. Christopher Davidson sérhæfir sig í Miðausturlöndum og því sem fram fer þar. Hann segir að áskanarnir passi einfaldlega ekki við vinnuhætti PIF. Chelsea need to raise transfer funds quickly, now multiple players are discussing moves to join N'Golo Kante in Saudi Arabia.It has fuelled a conspiracy theory... Is Saudi Arabia funding Chelsea?@mjshrimper investigates— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 21, 2023 Bæði Chelsea og enska úrvalsdeildin svöruðu The Athletic á þann veg að eignarhald félagsins standist allar kröfur deildarinnar og það hafi verið farið vel yfir mögulega hagsmunaárekstra áður en deildin gaf Clearlake grænt ljós á að kaupa félagið. Todd Boehly er einn af æðstu mönnum Clearlake Capital og andlit fyrirtækisins þegar kemur að Chelsea.Adam Davy/Getty Images Lokaniðurstaðan er því sú að Clearlake, verandi fjárfestingarfyrirtæki, hefur mikil og góð tengsl við aðrar slíkar stofnanir, þar á meðal PIF. Helsta ástæða þess að leikmenn Chelsea eru eftirsóttir af liðum í Sádi-Arabíu er einfaldlega sú að landið er að reyna gera sig gildandi í knattspyrnuheiminum og Chelsea á fjöldann allan af stórum nöfnum sem eru til sölu þessa dagana. Sem dæmi má nefna að Kai Havertz er svo gott sem genginn til liðs við nágranna þeirra í Arsenal og Mateo Kovačić er á leiðinni til til Englandsmeistara Manchester City fyrir heldur lítinn pening miðað við hvað gengur og gerist. Chelsea þarf einfaldlega að losa sig við leikmenn og leita allra lausna til þess. Það skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða samkeppnisaðila eða félög í Sádi-Arabíu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
PIF á nú þegar eitt knattspyrnulið á Englandi, Newcastle United, og þó tók sjóðurinn yfir fjögur af stærstu liðum Sádi-Arabíu fyrir ekki svo löngu síðan. Í kjölfarið var farið að orða leikmenn, með stór nöfn, í hrönnum við Sádi-Arabíu. Þeir voru ekkert endilega orðaðir við ákveðið lið heldur bara eitthvað af liðunum fjórum sem PIF á. Eins og Vísir greindi frá í gær þá virðast liðin fjögur hafa sérstakan áhuga á leikmönnum Chelsea. Það vekur sérstaka athygli þar sem PIF hefur þegar fjárfest gríðarlega í gegnum Clearlake Capital, meirihluta eiganda Chelsea. Vitað er að Chelsea þarf að losa leikmenn fyrir 30. júní eftir að hafa verslað gríðarlegan fjölda leikmanna fyrr á leiktíðinni. Það er því einkar hentugt að annar hver leikmaður liðsins sé orðaður við Sádi-Arabíu. Matt Slater hjá The Athletic sérhæfir sig í fjármálum knattspyrnuliða og velti hann einfaldlega upp spurningunni: „Er Sádi-Arabía að fjármagna Chelsea?“ Slater segir það ljóst að PIF hafi fjárfest í Clearlake. Það þýðir þó ekki að það séu tengsl á milli Chelsea og PIF. Einn heimildarmaður greinarinnar bendir á að Clearlake sé magnað fyrirtæki sem hafi skilað viðskiptavinum sínum gríðarlegum hagnaði. Það sé helsta ástæða þess að PIF hafi fjárfest hjá Clearlake. Jordan Gardner, annar heimildarmaður greinarinnar, segir að þó hlutirnir líti vissulega ekki vel út að svo stöddu þá sé fólk að lesa alltof mikið í þetta. PIF sé einfaldlega einn af fjölmörgum fjárfestum hjá Clearlake. Dr. Christopher Davidson sérhæfir sig í Miðausturlöndum og því sem fram fer þar. Hann segir að áskanarnir passi einfaldlega ekki við vinnuhætti PIF. Chelsea need to raise transfer funds quickly, now multiple players are discussing moves to join N'Golo Kante in Saudi Arabia.It has fuelled a conspiracy theory... Is Saudi Arabia funding Chelsea?@mjshrimper investigates— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 21, 2023 Bæði Chelsea og enska úrvalsdeildin svöruðu The Athletic á þann veg að eignarhald félagsins standist allar kröfur deildarinnar og það hafi verið farið vel yfir mögulega hagsmunaárekstra áður en deildin gaf Clearlake grænt ljós á að kaupa félagið. Todd Boehly er einn af æðstu mönnum Clearlake Capital og andlit fyrirtækisins þegar kemur að Chelsea.Adam Davy/Getty Images Lokaniðurstaðan er því sú að Clearlake, verandi fjárfestingarfyrirtæki, hefur mikil og góð tengsl við aðrar slíkar stofnanir, þar á meðal PIF. Helsta ástæða þess að leikmenn Chelsea eru eftirsóttir af liðum í Sádi-Arabíu er einfaldlega sú að landið er að reyna gera sig gildandi í knattspyrnuheiminum og Chelsea á fjöldann allan af stórum nöfnum sem eru til sölu þessa dagana. Sem dæmi má nefna að Kai Havertz er svo gott sem genginn til liðs við nágranna þeirra í Arsenal og Mateo Kovačić er á leiðinni til til Englandsmeistara Manchester City fyrir heldur lítinn pening miðað við hvað gengur og gerist. Chelsea þarf einfaldlega að losa sig við leikmenn og leita allra lausna til þess. Það skiptir þá litlu máli hvort um sé að ræða samkeppnisaðila eða félög í Sádi-Arabíu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira