Hægri hönd téténska einræðisherrans sagður hafa særst Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 14:35 Adam Delimkhanov stendur hér fyrir aftan Ramzan Kadyrov, einræðisherra Téténíu. EPA/MIKHAIL METZEL Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna. Peskóv sagði að réttast væri að bíða eftir réttum upplýsingum en Rússar hafa í kjölfarið sagt að Delimkhanov sé við hestaheilsu. Fregnir höfðu einnig borist af því að hundruð rússneskra hermanna hafi verið á staðnum, samkvæmt rússneskum herbloggurum, en lítið hefur verið staðfest í þessum málum. BBC vitnaði í miðil sem rekinn er af Varnarmálaráðuneyti Rússlands, en þar var Delimkhanov sagður hafa særst í árás. Kadyrov sjálfur skrifaði á Telegram í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við Delimkhanov og bað um aðstoð. Seinna skrifaði hann svo að hann hefði talað við vin sinn og að hann væri ekki einu sinni særður. Þá sagðist Kadyrov hafa vitað að svo væri áður en hann birti fyrri færsluna og markmið hans hefði verið að koma óorði í úkraínska fjölmiðla, sem hefðu fjallað um hina meintu árás í morgun. Þá sagði Kadyrov ekki satt að nærri því tvö hundruð hermenn hefðu verið felldir. Herbloggarar sögðu frá árásinni Rússneskir herbloggarar sögðu fyrstir frá þessari meintu árás í morgun og að hún hefði átt sér stað nærri Kremmina í austurhluta Úkraínu. Sagan sem þeir sögðu var að fjölmargir hermenn hefðu verið kallaðir saman til að hlusta á ræðu herforingja og hefðu verið látnir bíða í tvær klukkustundir. Herbloggararnir sögðu að HIMARS-eldflaugar hefðu mætt á undan herforingjanum. Úkraínskur blaðamaður hélt því svo fram að Delimkhanov hefði særst í árás á mánudaginn og það í Prymorsk í Sapórisjía. Sakaði Prigozhin um að leka upplýsingum Meðal þeirra sem tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum var Roman Venevitin, undirofursti í rússneska hernum. Hann skrifaði á Telegram að Yevgeny Prigozhin, auðjöfurinn sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, hefði viljað hefna sín á Kadyrov og látið Úkraínumenn fá upplýsingar um hina meintu samkomu rússneskra hermanna nærri Kremmina. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Venevitin var nýverið handsamaður og barinn af málaliðum Wagner. Þeir tóku svo upp myndband af Venevitin þar sem hann sagðist hafa skipað hermönnum sínum að skjóta á málaliðana og að hann hefði verið ölvaður. Venevitin sagði Delimkhanov vera alvarlega særðan og að árásin hefði valdið miklu mannfalli. Þá vísaði ofurstinn til þess fregna um að Prigozhin hefði áður átt í samskiptum við Úkraínumenn og sakaði hann um landráð. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Prigozhin hefði sett sig í samband við leyniþjónustu Úkraínu og boðist til að gefa upp staðsetningar rússneskra hermanna í skiptum fyrir það að Úkraínumenn hörfuðu frá Bakhmut. Þetta byggði á hinum svokallaða Discord leka, þar sem starfsmaður þjóðvarðliðs Bandaríkjanna birti myndir af leynilegum gögnum á Discord-spjallborði. Tveir úkraínskir embættismenn héldu því svo fram við Washington Post að auðjöfurinn hefði verið í samskiptum við Úkraínumenn en boðum hans hafi verið hafnað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23 Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15 Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Peskóv sagði að réttast væri að bíða eftir réttum upplýsingum en Rússar hafa í kjölfarið sagt að Delimkhanov sé við hestaheilsu. Fregnir höfðu einnig borist af því að hundruð rússneskra hermanna hafi verið á staðnum, samkvæmt rússneskum herbloggurum, en lítið hefur verið staðfest í þessum málum. BBC vitnaði í miðil sem rekinn er af Varnarmálaráðuneyti Rússlands, en þar var Delimkhanov sagður hafa særst í árás. Kadyrov sjálfur skrifaði á Telegram í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við Delimkhanov og bað um aðstoð. Seinna skrifaði hann svo að hann hefði talað við vin sinn og að hann væri ekki einu sinni særður. Þá sagðist Kadyrov hafa vitað að svo væri áður en hann birti fyrri færsluna og markmið hans hefði verið að koma óorði í úkraínska fjölmiðla, sem hefðu fjallað um hina meintu árás í morgun. Þá sagði Kadyrov ekki satt að nærri því tvö hundruð hermenn hefðu verið felldir. Herbloggarar sögðu frá árásinni Rússneskir herbloggarar sögðu fyrstir frá þessari meintu árás í morgun og að hún hefði átt sér stað nærri Kremmina í austurhluta Úkraínu. Sagan sem þeir sögðu var að fjölmargir hermenn hefðu verið kallaðir saman til að hlusta á ræðu herforingja og hefðu verið látnir bíða í tvær klukkustundir. Herbloggararnir sögðu að HIMARS-eldflaugar hefðu mætt á undan herforingjanum. Úkraínskur blaðamaður hélt því svo fram að Delimkhanov hefði særst í árás á mánudaginn og það í Prymorsk í Sapórisjía. Sakaði Prigozhin um að leka upplýsingum Meðal þeirra sem tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum var Roman Venevitin, undirofursti í rússneska hernum. Hann skrifaði á Telegram að Yevgeny Prigozhin, auðjöfurinn sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, hefði viljað hefna sín á Kadyrov og látið Úkraínumenn fá upplýsingar um hina meintu samkomu rússneskra hermanna nærri Kremmina. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Venevitin var nýverið handsamaður og barinn af málaliðum Wagner. Þeir tóku svo upp myndband af Venevitin þar sem hann sagðist hafa skipað hermönnum sínum að skjóta á málaliðana og að hann hefði verið ölvaður. Venevitin sagði Delimkhanov vera alvarlega særðan og að árásin hefði valdið miklu mannfalli. Þá vísaði ofurstinn til þess fregna um að Prigozhin hefði áður átt í samskiptum við Úkraínumenn og sakaði hann um landráð. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Prigozhin hefði sett sig í samband við leyniþjónustu Úkraínu og boðist til að gefa upp staðsetningar rússneskra hermanna í skiptum fyrir það að Úkraínumenn hörfuðu frá Bakhmut. Þetta byggði á hinum svokallaða Discord leka, þar sem starfsmaður þjóðvarðliðs Bandaríkjanna birti myndir af leynilegum gögnum á Discord-spjallborði. Tveir úkraínskir embættismenn héldu því svo fram við Washington Post að auðjöfurinn hefði verið í samskiptum við Úkraínumenn en boðum hans hafi verið hafnað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23 Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15 Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23
Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15
Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39