Fox hótar Carlson lögsókn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2023 23:02 Tucker Carlson var sagt upp hjá Fox News í apríl. AP Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. Í frétt AP kemur fram að Tucker Carlson hafi verið sagt upp hjá Fox í lok apríl síðastliðins, nokkrum dögum eftir að fréttamiðillinn samþykkti að greiða fyrirtækinu Dominion, sem framleiðir kosningavélar, 107 milljarða króna í skaðabætur vegna meiðyrða. Fox hafði haldið því fram að kosningavélar Dominion væru stilltar til þess að vinna gegn Trump í forsetakosningunum 2020. Dominion beið mikinn skaða af, að sögn forsvarsmanna. Í dómsskjölum kom fram að Carlson hafi talað illa um Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í skilaboðum og tölvupóstum til vina og samstarfsmanna. Til að mynda sagðist hann á tímapunkti hata hann út af lífinu. Eftir brotthvarf hans frá Fox hóf Carlson að birta þætti á samfélagsmiðlinum Twitter sem heita Tucker on Twitter. Þar viðrar hann þá skoðun að honum finnist Twitter eini eftirstandandi vefmiðillinn þar sem tjáningarfrelsi er við lýði auk þess sem hann fordæmir fréttamiðla. Í kjölfar birtingar þáttanna hafa lögmenn Fox News sakað Carlson um brot á samningi hans við miðilinn, sem rennur út árið 2025. Í samningnum eru strangar reglur um framkomu Carlson í öðrum fjölmiðlum. Fox News hefur nú hótað að lögsækja Carlson vegna Twitter-þáttanna. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9. maí 2023 21:38 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19 Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. 25. apríl 2023 18:27 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Sjá meira
Í frétt AP kemur fram að Tucker Carlson hafi verið sagt upp hjá Fox í lok apríl síðastliðins, nokkrum dögum eftir að fréttamiðillinn samþykkti að greiða fyrirtækinu Dominion, sem framleiðir kosningavélar, 107 milljarða króna í skaðabætur vegna meiðyrða. Fox hafði haldið því fram að kosningavélar Dominion væru stilltar til þess að vinna gegn Trump í forsetakosningunum 2020. Dominion beið mikinn skaða af, að sögn forsvarsmanna. Í dómsskjölum kom fram að Carlson hafi talað illa um Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í skilaboðum og tölvupóstum til vina og samstarfsmanna. Til að mynda sagðist hann á tímapunkti hata hann út af lífinu. Eftir brotthvarf hans frá Fox hóf Carlson að birta þætti á samfélagsmiðlinum Twitter sem heita Tucker on Twitter. Þar viðrar hann þá skoðun að honum finnist Twitter eini eftirstandandi vefmiðillinn þar sem tjáningarfrelsi er við lýði auk þess sem hann fordæmir fréttamiðla. Í kjölfar birtingar þáttanna hafa lögmenn Fox News sakað Carlson um brot á samningi hans við miðilinn, sem rennur út árið 2025. Í samningnum eru strangar reglur um framkomu Carlson í öðrum fjölmiðlum. Fox News hefur nú hótað að lögsækja Carlson vegna Twitter-þáttanna.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9. maí 2023 21:38 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19 Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. 25. apríl 2023 18:27 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Sjá meira
Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9. maí 2023 21:38
Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19
Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. 25. apríl 2023 18:27