Fox hótar Carlson lögsókn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2023 23:02 Tucker Carlson var sagt upp hjá Fox News í apríl. AP Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. Í frétt AP kemur fram að Tucker Carlson hafi verið sagt upp hjá Fox í lok apríl síðastliðins, nokkrum dögum eftir að fréttamiðillinn samþykkti að greiða fyrirtækinu Dominion, sem framleiðir kosningavélar, 107 milljarða króna í skaðabætur vegna meiðyrða. Fox hafði haldið því fram að kosningavélar Dominion væru stilltar til þess að vinna gegn Trump í forsetakosningunum 2020. Dominion beið mikinn skaða af, að sögn forsvarsmanna. Í dómsskjölum kom fram að Carlson hafi talað illa um Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í skilaboðum og tölvupóstum til vina og samstarfsmanna. Til að mynda sagðist hann á tímapunkti hata hann út af lífinu. Eftir brotthvarf hans frá Fox hóf Carlson að birta þætti á samfélagsmiðlinum Twitter sem heita Tucker on Twitter. Þar viðrar hann þá skoðun að honum finnist Twitter eini eftirstandandi vefmiðillinn þar sem tjáningarfrelsi er við lýði auk þess sem hann fordæmir fréttamiðla. Í kjölfar birtingar þáttanna hafa lögmenn Fox News sakað Carlson um brot á samningi hans við miðilinn, sem rennur út árið 2025. Í samningnum eru strangar reglur um framkomu Carlson í öðrum fjölmiðlum. Fox News hefur nú hótað að lögsækja Carlson vegna Twitter-þáttanna. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9. maí 2023 21:38 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19 Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. 25. apríl 2023 18:27 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Í frétt AP kemur fram að Tucker Carlson hafi verið sagt upp hjá Fox í lok apríl síðastliðins, nokkrum dögum eftir að fréttamiðillinn samþykkti að greiða fyrirtækinu Dominion, sem framleiðir kosningavélar, 107 milljarða króna í skaðabætur vegna meiðyrða. Fox hafði haldið því fram að kosningavélar Dominion væru stilltar til þess að vinna gegn Trump í forsetakosningunum 2020. Dominion beið mikinn skaða af, að sögn forsvarsmanna. Í dómsskjölum kom fram að Carlson hafi talað illa um Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í skilaboðum og tölvupóstum til vina og samstarfsmanna. Til að mynda sagðist hann á tímapunkti hata hann út af lífinu. Eftir brotthvarf hans frá Fox hóf Carlson að birta þætti á samfélagsmiðlinum Twitter sem heita Tucker on Twitter. Þar viðrar hann þá skoðun að honum finnist Twitter eini eftirstandandi vefmiðillinn þar sem tjáningarfrelsi er við lýði auk þess sem hann fordæmir fréttamiðla. Í kjölfar birtingar þáttanna hafa lögmenn Fox News sakað Carlson um brot á samningi hans við miðilinn, sem rennur út árið 2025. Í samningnum eru strangar reglur um framkomu Carlson í öðrum fjölmiðlum. Fox News hefur nú hótað að lögsækja Carlson vegna Twitter-þáttanna.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9. maí 2023 21:38 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19 Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. 25. apríl 2023 18:27 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9. maí 2023 21:38
Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19
Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. 25. apríl 2023 18:27