Vara við hættulegri orðræðu stuðningsmanna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júní 2023 08:38 Kari Lake hafði beínlínis í hótunum við forseta og dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. epa/Etienne Laurent Sérfræðingar eru uggandi vegna orðræðu stuðningsmanna Trump í kjölfar þess að ákærur voru gefnar út á hendur honum í tengslum við leyniskjöl sem hann tók úr Hvíta húsinu, faldi á heimili sínu í Flórída og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Ég er með skilaboð til Merrick Garland og Jack Smith og Joe Biden, og þið hjá falsmiðlunum ættuð að leggja við hlustir, þetta er til ykkar líka; ef þið viljið ná til Trump forseta þá verðið þið að fara í gegnum mig og 75 milljónir Bandaríkjamanna eins og mig. Og ég segi ykkur; flest okkar eru meðlimir í N.R.A,“ sagði Kari Lake á ríkisráðstefnu Repúblikanaflokksins í Georgíu á dögunum. Viðstaddir fögnuðu mjög orðum Lake, sem er einarður stuðningsmaður Trump og fór að dæmi hans þegar hún neitaði að játa sig sigraða í ríkisstjórakosningunum í Arizona í fyrra. Garland er dómsmálaráðherra og Smith saksóknarinn í fyrrnefndu dómsmáli. „Auga fyrir auga,“ sagði Andy Biggs á Twitter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona, á föstudag. „Hefndin er á næsta leiti,“ hótaði Kimberly Guilfoyle, unnusta elsta sonar Trump, í hástöfum á Instagram. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orðræðun sem sérfræðingar segja beinlínis hættulega; hún geti bæði leitt til ofbeldis með beinum hætti og orðið til þess að skapa ógnvænlegt andrúmsloft, sérstaklega ef henni er ekki svarað. „Hingað til hafa stjórnmálamenn sem hafa notað svona orðræðu til að hvegja fólk til ofbeldisverka ekki verið látnir sæta ábyrgð,“ segir Mary McCord, sem hefur rannsakað tengslin milli öfgakenndrar orðræðu og ofbeldis, í samtali við New York Times. „Þar til það gerist er fátt sem letur fólk til að nota svona orðalag,“ segir hún. Þáttastjórnandinn Pete Santilli sagði að ef hann væri yfirmaður í hernum myndi hann skipa hverjum einasta landgönguliða að grípa Biden Bandaríkjaforseta, binda hann og henda í skottið og koma honum úr Hvíta húsinu. Einn gesta hans sagði að ef það væri löglegt myndi hann líklega skjóta yfirmann herforingjaráðsins, sem Trump hefur lýst óbeit sinni á. Sérfræðingarnir segja orðræðu og hótanir á borð við þessar munu fjölga þegar nær dregur fyrirtöku dómsmálsins á hendur Trump og forsetakosningunum á næsta ári. Timothy J. Heaphy, sem fór fyrir rannsókn þingnefndar á árásinni á þinghúsið í Washington, bendir á að gerendurnir sem voru yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina hafi komið að þinghúsinu að áeggjan forsetans og annarra pólitíkusa. „Stjórnmálamenn halda að þegar þeir segja eitthvað þá sé það bara orðagjálfur en fólk hlustar á þetta og tekur þetta alvarlega. Stjórnmálamenn þurfa að gera sér grein fyrir því í þessari stemningu sem nú ríkir og hegða sér ábyrgar.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
„Ég er með skilaboð til Merrick Garland og Jack Smith og Joe Biden, og þið hjá falsmiðlunum ættuð að leggja við hlustir, þetta er til ykkar líka; ef þið viljið ná til Trump forseta þá verðið þið að fara í gegnum mig og 75 milljónir Bandaríkjamanna eins og mig. Og ég segi ykkur; flest okkar eru meðlimir í N.R.A,“ sagði Kari Lake á ríkisráðstefnu Repúblikanaflokksins í Georgíu á dögunum. Viðstaddir fögnuðu mjög orðum Lake, sem er einarður stuðningsmaður Trump og fór að dæmi hans þegar hún neitaði að játa sig sigraða í ríkisstjórakosningunum í Arizona í fyrra. Garland er dómsmálaráðherra og Smith saksóknarinn í fyrrnefndu dómsmáli. „Auga fyrir auga,“ sagði Andy Biggs á Twitter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona, á föstudag. „Hefndin er á næsta leiti,“ hótaði Kimberly Guilfoyle, unnusta elsta sonar Trump, í hástöfum á Instagram. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orðræðun sem sérfræðingar segja beinlínis hættulega; hún geti bæði leitt til ofbeldis með beinum hætti og orðið til þess að skapa ógnvænlegt andrúmsloft, sérstaklega ef henni er ekki svarað. „Hingað til hafa stjórnmálamenn sem hafa notað svona orðræðu til að hvegja fólk til ofbeldisverka ekki verið látnir sæta ábyrgð,“ segir Mary McCord, sem hefur rannsakað tengslin milli öfgakenndrar orðræðu og ofbeldis, í samtali við New York Times. „Þar til það gerist er fátt sem letur fólk til að nota svona orðalag,“ segir hún. Þáttastjórnandinn Pete Santilli sagði að ef hann væri yfirmaður í hernum myndi hann skipa hverjum einasta landgönguliða að grípa Biden Bandaríkjaforseta, binda hann og henda í skottið og koma honum úr Hvíta húsinu. Einn gesta hans sagði að ef það væri löglegt myndi hann líklega skjóta yfirmann herforingjaráðsins, sem Trump hefur lýst óbeit sinni á. Sérfræðingarnir segja orðræðu og hótanir á borð við þessar munu fjölga þegar nær dregur fyrirtöku dómsmálsins á hendur Trump og forsetakosningunum á næsta ári. Timothy J. Heaphy, sem fór fyrir rannsókn þingnefndar á árásinni á þinghúsið í Washington, bendir á að gerendurnir sem voru yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina hafi komið að þinghúsinu að áeggjan forsetans og annarra pólitíkusa. „Stjórnmálamenn halda að þegar þeir segja eitthvað þá sé það bara orðagjálfur en fólk hlustar á þetta og tekur þetta alvarlega. Stjórnmálamenn þurfa að gera sér grein fyrir því í þessari stemningu sem nú ríkir og hegða sér ábyrgar.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira