Vara við hættulegri orðræðu stuðningsmanna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júní 2023 08:38 Kari Lake hafði beínlínis í hótunum við forseta og dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. epa/Etienne Laurent Sérfræðingar eru uggandi vegna orðræðu stuðningsmanna Trump í kjölfar þess að ákærur voru gefnar út á hendur honum í tengslum við leyniskjöl sem hann tók úr Hvíta húsinu, faldi á heimili sínu í Flórída og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Ég er með skilaboð til Merrick Garland og Jack Smith og Joe Biden, og þið hjá falsmiðlunum ættuð að leggja við hlustir, þetta er til ykkar líka; ef þið viljið ná til Trump forseta þá verðið þið að fara í gegnum mig og 75 milljónir Bandaríkjamanna eins og mig. Og ég segi ykkur; flest okkar eru meðlimir í N.R.A,“ sagði Kari Lake á ríkisráðstefnu Repúblikanaflokksins í Georgíu á dögunum. Viðstaddir fögnuðu mjög orðum Lake, sem er einarður stuðningsmaður Trump og fór að dæmi hans þegar hún neitaði að játa sig sigraða í ríkisstjórakosningunum í Arizona í fyrra. Garland er dómsmálaráðherra og Smith saksóknarinn í fyrrnefndu dómsmáli. „Auga fyrir auga,“ sagði Andy Biggs á Twitter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona, á föstudag. „Hefndin er á næsta leiti,“ hótaði Kimberly Guilfoyle, unnusta elsta sonar Trump, í hástöfum á Instagram. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orðræðun sem sérfræðingar segja beinlínis hættulega; hún geti bæði leitt til ofbeldis með beinum hætti og orðið til þess að skapa ógnvænlegt andrúmsloft, sérstaklega ef henni er ekki svarað. „Hingað til hafa stjórnmálamenn sem hafa notað svona orðræðu til að hvegja fólk til ofbeldisverka ekki verið látnir sæta ábyrgð,“ segir Mary McCord, sem hefur rannsakað tengslin milli öfgakenndrar orðræðu og ofbeldis, í samtali við New York Times. „Þar til það gerist er fátt sem letur fólk til að nota svona orðalag,“ segir hún. Þáttastjórnandinn Pete Santilli sagði að ef hann væri yfirmaður í hernum myndi hann skipa hverjum einasta landgönguliða að grípa Biden Bandaríkjaforseta, binda hann og henda í skottið og koma honum úr Hvíta húsinu. Einn gesta hans sagði að ef það væri löglegt myndi hann líklega skjóta yfirmann herforingjaráðsins, sem Trump hefur lýst óbeit sinni á. Sérfræðingarnir segja orðræðu og hótanir á borð við þessar munu fjölga þegar nær dregur fyrirtöku dómsmálsins á hendur Trump og forsetakosningunum á næsta ári. Timothy J. Heaphy, sem fór fyrir rannsókn þingnefndar á árásinni á þinghúsið í Washington, bendir á að gerendurnir sem voru yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina hafi komið að þinghúsinu að áeggjan forsetans og annarra pólitíkusa. „Stjórnmálamenn halda að þegar þeir segja eitthvað þá sé það bara orðagjálfur en fólk hlustar á þetta og tekur þetta alvarlega. Stjórnmálamenn þurfa að gera sér grein fyrir því í þessari stemningu sem nú ríkir og hegða sér ábyrgar.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sjá meira
„Ég er með skilaboð til Merrick Garland og Jack Smith og Joe Biden, og þið hjá falsmiðlunum ættuð að leggja við hlustir, þetta er til ykkar líka; ef þið viljið ná til Trump forseta þá verðið þið að fara í gegnum mig og 75 milljónir Bandaríkjamanna eins og mig. Og ég segi ykkur; flest okkar eru meðlimir í N.R.A,“ sagði Kari Lake á ríkisráðstefnu Repúblikanaflokksins í Georgíu á dögunum. Viðstaddir fögnuðu mjög orðum Lake, sem er einarður stuðningsmaður Trump og fór að dæmi hans þegar hún neitaði að játa sig sigraða í ríkisstjórakosningunum í Arizona í fyrra. Garland er dómsmálaráðherra og Smith saksóknarinn í fyrrnefndu dómsmáli. „Auga fyrir auga,“ sagði Andy Biggs á Twitter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona, á föstudag. „Hefndin er á næsta leiti,“ hótaði Kimberly Guilfoyle, unnusta elsta sonar Trump, í hástöfum á Instagram. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orðræðun sem sérfræðingar segja beinlínis hættulega; hún geti bæði leitt til ofbeldis með beinum hætti og orðið til þess að skapa ógnvænlegt andrúmsloft, sérstaklega ef henni er ekki svarað. „Hingað til hafa stjórnmálamenn sem hafa notað svona orðræðu til að hvegja fólk til ofbeldisverka ekki verið látnir sæta ábyrgð,“ segir Mary McCord, sem hefur rannsakað tengslin milli öfgakenndrar orðræðu og ofbeldis, í samtali við New York Times. „Þar til það gerist er fátt sem letur fólk til að nota svona orðalag,“ segir hún. Þáttastjórnandinn Pete Santilli sagði að ef hann væri yfirmaður í hernum myndi hann skipa hverjum einasta landgönguliða að grípa Biden Bandaríkjaforseta, binda hann og henda í skottið og koma honum úr Hvíta húsinu. Einn gesta hans sagði að ef það væri löglegt myndi hann líklega skjóta yfirmann herforingjaráðsins, sem Trump hefur lýst óbeit sinni á. Sérfræðingarnir segja orðræðu og hótanir á borð við þessar munu fjölga þegar nær dregur fyrirtöku dómsmálsins á hendur Trump og forsetakosningunum á næsta ári. Timothy J. Heaphy, sem fór fyrir rannsókn þingnefndar á árásinni á þinghúsið í Washington, bendir á að gerendurnir sem voru yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina hafi komið að þinghúsinu að áeggjan forsetans og annarra pólitíkusa. „Stjórnmálamenn halda að þegar þeir segja eitthvað þá sé það bara orðagjálfur en fólk hlustar á þetta og tekur þetta alvarlega. Stjórnmálamenn þurfa að gera sér grein fyrir því í þessari stemningu sem nú ríkir og hegða sér ábyrgar.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sjá meira