Vara við hættulegri orðræðu stuðningsmanna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júní 2023 08:38 Kari Lake hafði beínlínis í hótunum við forseta og dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. epa/Etienne Laurent Sérfræðingar eru uggandi vegna orðræðu stuðningsmanna Trump í kjölfar þess að ákærur voru gefnar út á hendur honum í tengslum við leyniskjöl sem hann tók úr Hvíta húsinu, faldi á heimili sínu í Flórída og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Ég er með skilaboð til Merrick Garland og Jack Smith og Joe Biden, og þið hjá falsmiðlunum ættuð að leggja við hlustir, þetta er til ykkar líka; ef þið viljið ná til Trump forseta þá verðið þið að fara í gegnum mig og 75 milljónir Bandaríkjamanna eins og mig. Og ég segi ykkur; flest okkar eru meðlimir í N.R.A,“ sagði Kari Lake á ríkisráðstefnu Repúblikanaflokksins í Georgíu á dögunum. Viðstaddir fögnuðu mjög orðum Lake, sem er einarður stuðningsmaður Trump og fór að dæmi hans þegar hún neitaði að játa sig sigraða í ríkisstjórakosningunum í Arizona í fyrra. Garland er dómsmálaráðherra og Smith saksóknarinn í fyrrnefndu dómsmáli. „Auga fyrir auga,“ sagði Andy Biggs á Twitter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona, á föstudag. „Hefndin er á næsta leiti,“ hótaði Kimberly Guilfoyle, unnusta elsta sonar Trump, í hástöfum á Instagram. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orðræðun sem sérfræðingar segja beinlínis hættulega; hún geti bæði leitt til ofbeldis með beinum hætti og orðið til þess að skapa ógnvænlegt andrúmsloft, sérstaklega ef henni er ekki svarað. „Hingað til hafa stjórnmálamenn sem hafa notað svona orðræðu til að hvegja fólk til ofbeldisverka ekki verið látnir sæta ábyrgð,“ segir Mary McCord, sem hefur rannsakað tengslin milli öfgakenndrar orðræðu og ofbeldis, í samtali við New York Times. „Þar til það gerist er fátt sem letur fólk til að nota svona orðalag,“ segir hún. Þáttastjórnandinn Pete Santilli sagði að ef hann væri yfirmaður í hernum myndi hann skipa hverjum einasta landgönguliða að grípa Biden Bandaríkjaforseta, binda hann og henda í skottið og koma honum úr Hvíta húsinu. Einn gesta hans sagði að ef það væri löglegt myndi hann líklega skjóta yfirmann herforingjaráðsins, sem Trump hefur lýst óbeit sinni á. Sérfræðingarnir segja orðræðu og hótanir á borð við þessar munu fjölga þegar nær dregur fyrirtöku dómsmálsins á hendur Trump og forsetakosningunum á næsta ári. Timothy J. Heaphy, sem fór fyrir rannsókn þingnefndar á árásinni á þinghúsið í Washington, bendir á að gerendurnir sem voru yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina hafi komið að þinghúsinu að áeggjan forsetans og annarra pólitíkusa. „Stjórnmálamenn halda að þegar þeir segja eitthvað þá sé það bara orðagjálfur en fólk hlustar á þetta og tekur þetta alvarlega. Stjórnmálamenn þurfa að gera sér grein fyrir því í þessari stemningu sem nú ríkir og hegða sér ábyrgar.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
„Ég er með skilaboð til Merrick Garland og Jack Smith og Joe Biden, og þið hjá falsmiðlunum ættuð að leggja við hlustir, þetta er til ykkar líka; ef þið viljið ná til Trump forseta þá verðið þið að fara í gegnum mig og 75 milljónir Bandaríkjamanna eins og mig. Og ég segi ykkur; flest okkar eru meðlimir í N.R.A,“ sagði Kari Lake á ríkisráðstefnu Repúblikanaflokksins í Georgíu á dögunum. Viðstaddir fögnuðu mjög orðum Lake, sem er einarður stuðningsmaður Trump og fór að dæmi hans þegar hún neitaði að játa sig sigraða í ríkisstjórakosningunum í Arizona í fyrra. Garland er dómsmálaráðherra og Smith saksóknarinn í fyrrnefndu dómsmáli. „Auga fyrir auga,“ sagði Andy Biggs á Twitter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona, á föstudag. „Hefndin er á næsta leiti,“ hótaði Kimberly Guilfoyle, unnusta elsta sonar Trump, í hástöfum á Instagram. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orðræðun sem sérfræðingar segja beinlínis hættulega; hún geti bæði leitt til ofbeldis með beinum hætti og orðið til þess að skapa ógnvænlegt andrúmsloft, sérstaklega ef henni er ekki svarað. „Hingað til hafa stjórnmálamenn sem hafa notað svona orðræðu til að hvegja fólk til ofbeldisverka ekki verið látnir sæta ábyrgð,“ segir Mary McCord, sem hefur rannsakað tengslin milli öfgakenndrar orðræðu og ofbeldis, í samtali við New York Times. „Þar til það gerist er fátt sem letur fólk til að nota svona orðalag,“ segir hún. Þáttastjórnandinn Pete Santilli sagði að ef hann væri yfirmaður í hernum myndi hann skipa hverjum einasta landgönguliða að grípa Biden Bandaríkjaforseta, binda hann og henda í skottið og koma honum úr Hvíta húsinu. Einn gesta hans sagði að ef það væri löglegt myndi hann líklega skjóta yfirmann herforingjaráðsins, sem Trump hefur lýst óbeit sinni á. Sérfræðingarnir segja orðræðu og hótanir á borð við þessar munu fjölga þegar nær dregur fyrirtöku dómsmálsins á hendur Trump og forsetakosningunum á næsta ári. Timothy J. Heaphy, sem fór fyrir rannsókn þingnefndar á árásinni á þinghúsið í Washington, bendir á að gerendurnir sem voru yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina hafi komið að þinghúsinu að áeggjan forsetans og annarra pólitíkusa. „Stjórnmálamenn halda að þegar þeir segja eitthvað þá sé það bara orðagjálfur en fólk hlustar á þetta og tekur þetta alvarlega. Stjórnmálamenn þurfa að gera sér grein fyrir því í þessari stemningu sem nú ríkir og hegða sér ábyrgar.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira